Matarsóun

Í rándýrri viðleitni til að reyna minnka notkun á jarðefnaeldsneyti hafa menn dottið niður á svolitla aðferð: Að brenna matvæli!

Þannig er eldsneyti með mikinn orkuþéttleika tekið úr umferð, a.m.k. að hluta, og eldsneyti með lítinn orkuþéttleika notað í staðinn.

Þetta hefur allskyns afleiðingar. Til að byrja með leiðir þetta til verra eldsneytis og dýrara. Vefþjóðviljinn tók þetta ágætlega fyrir í mörgum pistlum, t.d. með eftirfarandi orðum:

Í tíð vinstri stjórnarinnar voru leiddar í lög kvaðir sem þvinga bensínstöðvar til að blanda dýrum og orkusnauðum jurtaafurðum í bensín og Dieselolíu. ... Vínandinn eða korn-etanólið, sem nú er blandað í bensín, er dýrara í innkaupum en bensín. Etanólið er einnig um þriðjungi orkuminna en óblandað bensín. Íblöndunin leiðir því til aukinnar eyðslu í bílvélum og fleiri ferða á bensínstöðvar og þar með aukins innflutnings eldsneytis.

Enn er þessi kjánalega kvöð í gildi, því miður.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Hvaðan eiga öll þessi matvæli að koma? Jú, frá ökrum bænda. Bændur senda uppskeru sína í bílvélarnar og hin aukna eftirspurn eftir afurðum þeirra þrýstir upp verði á mörkuðum, m.a. þeim þar sem fólk er að reyna kaupa sér í matinn. Hið hækkandi verð hvetur svo bændur til að leggja enn meira land undir ræktunina, þá vitaskuld á kostnað náttúrunnar. Lokaniðurstaðan er: Fátækt fólk hefur minna að borða, og náttúran fær skellinn.

Af því við viljum ekki nota jarðefnaeldsneyti sem liggur bara í jörðinni og bíður eftir því að breytast í hagkvæma orku.


mbl.is Prófa vistvæna repjuolíu á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eitt er nú að kveikja í matnum. En hver er mengunin af brennslu þeirra? Einhver hlýtur hún að vera?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2020 kl. 10:15

2 identicon

Það er heilmikið til í þessari gagnrýni, hún á bara ekki við þetta tiltekna dæmi þar sem um er að ræða repju sem er ræktuð á svæðum sem hafa ekki verið nýtileg til annarar ræktunar.

ls (IP-tala skráð) 9.9.2020 kl. 11:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Hefði þá ekki mátt skila jarðnæðinu til náttúrunnar? 

Þorsteinn,

Grein Matt Ridley sem ég vísa í (og rakst á við gerð færslunnar) er troðfull af rosalega áhugaverðum staðreyndum. Dæmi:

"Since a felled tree can be fairly quickly replaced by a new one, wood is said by its supporters to be "carbon neutral" whereas gas is not.

The trouble with this argument is that it fails to take into account the fact that burning the timber oxidises carbon atoms decades before they would be released naturally. According to a report from Joanneum Research, this up-front carbon debt could take two or three centuries to be paid back in the case of timber. Harvesting also denies the carbon atoms to other species, such as beetles and woodpeckers (whereas almost nothing eats coal or gas).

In the case of crops grown for liquid fuel, a bigger problem emerges: the carbon oxidised in planting, harvesting, transporting and drying the grain turns out to be about as much as the carbon content of the plant itself. That is to say, almost as many carbon atoms (and almost as much energy) are burned in making the fuel as are in it. This is the case for maize grown for ethanol in the US, for example. By contrast drilling for, transporting and refining petrol has a 600 per cent energy gain."

Geir Ágústsson, 9.9.2020 kl. 11:06

4 identicon

??

Hvað áttu við með að skila til náttúrunnar?

Svo snýst þetta dæmi ekki um etanól í bensín, heldur repjuolíu á díselvélar. Þú manst kannski að díselvélin var upphaflega hönnuð til að brenna jurtaolíu, en svo varð olía úr jarðolíu ódýrari. Hér er engin olía í jörðu en nóg af plássi til að rækta repju.

Það má vel að það sé tóm della að búa til etanól og blanda í bensín, sérstaklega að flytja það inn með ærnum tilkostnaði, það kemur bara því miður þessu verkefni ekkert við.

ls (IP-tala skráð) 9.9.2020 kl. 12:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Þú segir nokkuð. Hvaðan kemur þessi repjuolía? Það kemur hvorki fram í frétt né fréttatilkynningu Isavia. 

En já, það má vel vera að þessi repja sé af landi sem gæti hvorki orðið hluti af náttúrunni á nýjan leik, né mögulegt að nýta landið í arðbærari og hagkvæmari hluti en rækta plöntur í mótorbrennslu. Eftir situr samt þessi hugsun að menn eru að reyna hætta notkun á olíu og setja í staðinn eitthvað orkusnauðara, dýrara og óhagkvæmara í mótorinn í staðinn. Það hugarfar smitar svo út frá sér og leiðir til allskyns vitleysu.

Geir Ágústsson, 9.9.2020 kl. 17:55

6 identicon

    • Það þarf vissulega að leita vel að því, og ekki verra að hafa heyrt eitthvað af þessum tilraunum Samgöngustofu, en neðst í fréttatilkynningu Isavia kemur fram að Ólafur á Þorvaldseyri hafi framleitt þessa repjuolíu. Hann ræktaði repjuna á söndunum, sem er talsvert til af en illa nýtilegir til annarar ræktunar. Megintilgangurinn er að orkugjafinn sé innlendur, en kolefnistalið hljómar vel þessa dagana.

    ls (IP-tala skráð) 9.9.2020 kl. 18:35

    7 Smámynd: Geir Ágústsson

    Vonum að hann fái ekki of gott verð fyrir repjuna. Þá er hætt við að hann leggi niður kornræktina sína, sem rennur í maga fólks, og breyti í repju, sem rennur í tanka bíla! Nokkuð sem virðist vera að gerast víða.

    Geir Ágústsson, 9.9.2020 kl. 19:37

    8 identicon

    Smá gúggl um repjuræktun skilaði m.a. þessu:

    https://www.fiskifrettir.is/preview/skinney-thinganes-hyggst-reyna-fyrir-ser-i-repjuraekt/145062/

    Eins og áður sagði, þetta tiltekna dæmi er alls ekki þannig að verið sé að framleiða eldsneyti í stað matar. Þvert á móti, þetta er ágætis dæmi um hvernig er hægt að gera hvorutveggja. Að rækta maís til að búa til etanól er bara allt annað mál.

    ls (IP-tala skráð) 9.9.2020 kl. 21:41

    9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    Einhvernvegin lítur svo út sem höfuð áhersla sé lögð á að útrýma bensín og olíu drifnum einka bílum. Eftir því sem helst má skilja af mælingum þeirra sem vit ætu að hafa á að mengun frá einka bílum skipti akkúrat engu máli við hliðina allri annari brennslu, nema við viss veður skilyrði í lognmollu stórborga.

    Við drífum allan iðnað okkar, húshitun og ljós með vatnsafli, en skip og og flugvélar er það ekki eins eins auðvelt, en flutningabíla, það má alveg hugsa það án rafgeima, olía er en þá til og gefum okkur tíma til að bíða og þróa, því það kemur aðferð önnur en dýrir mengandi Kínverskir rafgeymar.

    Á meðan Kínverjar og Rússar drífa allan sinn iðnað með kolum, gasi og kjarnorku, þá held ég að við íslendingar þurfum ekkert að skammast okkar, en það mætti hún Svandís Svavarsdóttir gera og öll sú ríkisstjórn sem að því stóð að henni var hleypt á mengandi orkufífla fund í París.

    Hrólfur Þ Hraundal, 9.9.2020 kl. 23:12

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband