Kári stjórnmálaheimspekingur

Ég ber mikla virðingu fyrir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en hef hingað til ekki tekið mikið margt á stjórnmálaskoðunum hans. Það gæti verið að breytast eftir að hann lét eftirfarandi orð falla:

Ég hef verið sósí­alisti alla mína ævi og verð það til æviloka. Það er erfitt að vera auðugur sósí­alisti hins veg­ar. Það býr til alls kon­ar para­dox í lífi manns.

Fáir tjá sig af jafnmikilli hreinskilni og Kári. Hann segir einfaldlega sína skoðun á hlutunum. Það er gott. Hérna talar hann sennilega fyrir hönd allra sósíalista í vestrænum ríkjum - þeirra sem vilja jafna út auð fólks en senda samt ekki megnið af tekjum sínum til vanþróaðra ríkja. Allir á Vesturlöndum eru ríkari en venjulegur einstaklingur í vanþróuðu ríki. En þetta er paradox. Það er ekki hægt að lifa á loftinu. Auðvitað borgar vestræni sósíalistinn eins lítið í skatt og hann kemst upp með og sendir ekki krónu meira til vanþróaðra ríkja en hann kemst upp með án þess að missa áskriftina að Stöð 2 og áfyllingu á bensíntank nútímalega bíls síns.

Nú er að vona að vinstrið taki sjálft sig í rækilega endaþarmsskoðun og játi paradoxin sem umlykur það.


mbl.is Kári: „Við höfum borgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ákaflega auðvelt að vera sósíalisti ef maður er ríkur. En ef maður er fátækur og þarf að hafa fyrir lífinu, og vill ekki reiða sig á að aðrir bjargi manni, þá er erfitt að vera sósíalisti. Mér finnst þú vera alltof jákvæður gagnvart svona rugludöllum eins og Kára Stefánssyni Geir. Þetta er ekki paradox. Þetta er óheiðarleiki.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 20:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég fer alltaf mjúkum höndum um menn sem játa að þeir séu áttavilltir í hringiðu lífsins. Það er þroskamerki. En já, Kári stendur ekki fyrir uppbyggilegum stjórnmálaskoðunum. Háir skattar og fyrirferðamikið ríkisvald heldur fólki í fátæktrargildru. Færri en annars ná að standa á eigin fótum.

Geir Ágústsson, 6.7.2020 kl. 20:55

3 identicon

Las einhvern tímann paradoxu um að fátækt fólk vildi ekki heldur ofurskatta á hina efnaðri.

Því hugsanlega þá gæti það gerst að fátæka fólkið yrði vel efnað einn daginn?

Grímur (IP-tala skráð) 6.7.2020 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Akkúrat Grímur. Meirihluti frönsku þjóðarinnar var til dæmis á móti ofursköttum Hollande, áður en það kom í ljós að þeir skiluðu nánast engu í ríkiskassann.

Geir: Horfðu á framferði Kára Stefánssonar núna. Frekur þriggja ára krakki sem fyrst og fremst hefur áhuga á að spila með fólk.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 21:59

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er vitað í hverju sósíalismi Kára er fólginn?

Krafðist hann til dæmis þess að háskólapláss hans rynni til minna efnaðra.

Hefur hann boðið minna efnuðum að taka við stöðu hans í DeCode.

Setur hann kartöflur niður prívat með það fyrir augum að uppskeran megi ekki vera meiri en það sem hann setti niður. Og ef hún verður meiri, hvað gerir hann við hana?

Samþykkir hann fóstureyðingar með þeim rökum að konur ráði yfir líkama sínum, en ekki erfðaefnasýnum úr honum.

Meira að segja verkamannaflokkur Ísraels er dauður. Og er þá mikið sagt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2020 kl. 22:04

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeim kartöflum, sem verða umfram, verður breytt í ommelettur Gunnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 22:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskur frjálshyggjumaður vill greinilega búa í Danmörku, þar sem skattar eru með þeim hæstu í öllum heiminum. cool

Íslensk erfðagreining, sem er í eigu bandaríska líf­tækni- og lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Amgen, gaf Landspítalanum, sem er í eigu íslenska ríkisins, 800 milljóna króna jáeindaskanna.

En öfgahægrikarlarnir halda náttúrlega að ríkir menn og fyrirtæki tími ekki að gera meira en þau eru skyldug til samkvæmt lögum og að sósíalistar kunni ekki að græða peninga. cool

Langflest ríki í heiminum eru með blönduð hagkerfi, blöndu af sósíalisma og kapítalisma, til að mynda Kína, Bandaríkin, Ísland og Danmörk.

Hins vegar er meiri sósíalismi í Kína en hér á Íslandi og meiri í Danmörku en í Bandaríkjunum.

Og að sjálfsögðu eru til fjölmargir ríkir sósíalistar í öllum þessum ríkjum, til að mynda Kári Stefánsson hér á Íslandi og Bernie Sanders í Bandaríkjunum, sem vill að ríkir menn og fyrirtæki greiði hærri skatta.

"As a political icon of democratic socialism, Bernie Sanders is worth an estimated $2 million."

Kínverskir milljarðamæringar eru nú fjölmargir og þeir eru með ríkustu mönnum heimsins.

Kínversk fyrirtæki og bankar eru úti um allar heimsins koppagrundir og í Búdapest leigði undirritaður lúxusíbúð sem er í eigu Kínverja en þeir eiga þar fjölmargar íbúðir.

Rétt eins og fjölmörg önnur ríki gera vegna Covid-19 dælir nú bandaríska ríkið með Trump í broddi fylkingar gríðarlegum fjárhæðum út í bandaríska hagkerfið, sem bandarískir skattgreiðendur munu greiða.

Og Bandaríkin fá þessar trilljónir Bandaríkjadala auðvitað að láni hjá Kína, sem eru stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna, og auka þar með enn frekar skuldir bandaríska ríkisins, sem voru um 108% af vergri landsframleiðslu árið 2017, með þeim mestu í heiminum.

Það er nú allur kapítalismi öfgahægrikarlanna, sem helst vilja búa í Evrópusambandsríkjunum. cool

Þorsteinn Briem, 6.7.2020 kl. 22:53

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert ruglaður Þorsteinn Briem. En það er ágætt.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband