Blaðamenn og áreiðanleiki

Það átta sig sífellt fleiri á því að við þurfum ekki fréttir til að fræðast um gang mála í kringum okkur og í heiminum. Blaðamenn eru einfaldlega búnir að mála sig út í horn með vinstrisinnaðri heimsmynd sinni og hvata til að selja fyrirsagnir. Það má eiginlega segja að fréttir hafi lækkað í tign - fóru úr þarfaþingi í afþreyingu.

Þess vegna kemur ekki á óvart einfaldur hlutur eins og listi yfir hluti sem ber að taka með sér í útilegu klúðrast. 

Hér er hinn rétti listi:

Grunn­pökk­un

Tjald og allt sem því fylg­ir

Svefn­pok­ar

Ein­angr­un­ar­dýna 

Dýna, upp­blás­in eða svamp­dýna, fyrir bakveika eða þá sem sofa á grjóti

Kodd­ar

Vasa­ljós ef þú sefur inni í helli (það er bjart nánast allan sólarhringinn)

Undirföt á ofan og neðan úr ull

Tjaldhitari fyrir þá kuldasæknu

Yfirhafnir, hlýjar peysur og þess háttar

Regnbuxur og regnjakka

Fyr­ir þá sem ætla að út­búa sér mat á tjaldsvæðinu

Kælitaska

Kælikubbar

Vatns­flösk­ur

Útil­egu­stól­ar og borð

Prím­us

Ferðagrill eða pottur/pönnur

Eld­spít­ur/​kveikj­ari

Disk­ar, hnífa­pör, glös og boll­ar

Tappa­tog­ari fyrir víndrykkjufólkið

Krydd

Skurðarbretti og hníf­ur

Uppþvotta­burtsti og lög­ur

Tuska og visku­stykki

Eld­húspapp­ír og/eða blautþurrkur

Rusla­poka

Alls ekki gleyma..

Tann­krem og tann­bursta

Hleðslu­banka

Framlengingarsnúra/kefli (minnst 25 m)

Hand­spritti 

Hár­bursta

Hand­klæði og sund­föt­um

Sól­ar­vörn

Áfengi


mbl.is Þetta þarftu að taka með í tjaldútileguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Skil ekki hvernig maður lifði af útilegur í gamla daga þegar maður var ungur en þetta er spurning um hvað þarf og hvað er gott að hafa með sér.

Man þó samt eftir að fyrir um 30 árum vorum ég og börnin í Skaftafelli og poppuðum í potti. Krakkar sem áttu leið hjá og fengu popp vissu ekki að þetta væri hægt og héldu að það væri örbylgjuofn inni í tjaldinu

Grímur (IP-tala skráð) 4.7.2020 kl. 19:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er auðvitað alltaf spurning um þægingarrammann. Ég hafði efasemdir þegar bróðir minn gaf mér góð ráð, tali vera nóg að drekka áfengi og vera í ullarpeysu. En svo hætti maður að sofna út frá áfengisdauða eða vera ósnertanlegt barn sem finnur hvorki fyrir hita né kulda.

Geir Ágústsson, 4.7.2020 kl. 21:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til eru alls kyns blaðamenn, bæði hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir, en það vita öfgahægrikarlarnir að sjálfsögðu ekki.

Og margir íslenskir blaðamenn myndu nú hlæja ef fullyrt væri að þeir séu vinstrisinnaðir, til að mynda Andrés Magnússon á Viðskiptablaðinu. cool

Margir blaðamenn sérhæfa sig í að skrifa fréttir um ákveðin málefni, sumir skrifa innlendar fréttir og birta þá oftast viðtöl við einhvern sem er sérfræðingur á viðkomandi sviði eða hefur orðið vitni að einhverjum atburði.

Sérfræðingar geta hins vegar haft mismunandi skoðanir á sama málefninu og ef rætt væri við tíu vitni að sama atburði gætu fengist tíu mismunandi lýsingar á atburðinum, til að mynda bílslysi eða flugslysi.

Og menn geta að sjálfsögðu haft alls kyns skoðanir á því hvað gott sé að hafa með sér í útilegu, hvort sem þeir telja sig vera sérfræðinga í þeim efnum eða ekki, vinstrisinnaða eða hægrisinnaða.

Sumir vilja hafa með sér smokka en aðrir tappatogara, sumir hvorutveggja og enn aðrir hvorugt.

En fátt fellur að heimsmynd öfgahægrikarlanna og því ganga þeir sífellt af göflunum, eins og dæmin sanna. cool

Þorsteinn Briem, 4.7.2020 kl. 21:10

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þú bregst mér aldrei, og átt það til að orða hluti þannig að maður haldi í augnablik að svart sé hvítt og hvítt sé svart.

Auðvitað eru undantekningar, og Andrés Magnússon er frábært dæmi um fréttamann sem ber að fylgjast með til að greina innihald frá umbúðum. En margir kveikja nú samt á kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2 og fá þar úrval frétta, ef svo má kalla, sem fara inn um eitt og út um hitt. Sem er gott, því annar lægi fólk í sófanum hjá sér og kepptist við að millifæra fé í tóman ríkissjóð.

Geir Ágústsson, 4.7.2020 kl. 21:29

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mig grunar að Steini sé öfgahægrikall, sem á eftir að koma út úr skápnum.

En ég held að það sama eigi við um fréttir og útilegu; -maður veit lítið hvað rétt er að hafa með fyrr en maður hefur farið sjálfur.

Magnús Sigurðsson, 5.7.2020 kl. 06:33

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Stendur það ekki skrifað "Af gerðum þeirra, skaltu þekkja þá ... ekki af orðum þeirra".

Að því sögðu, finnst mér að "Áfengi" ætti að vera efst á listanum, en ekki síðast.

:)

Örn Einar Hansen, 5.7.2020 kl. 08:36

7 identicon

Góður og hnitmiðaður pistill Geir,mig langaði að bæta aðeins við hann.Alltof margir kveikja á kvöldfréttum RUV og stöð 2 og fá þar heilaþvott,td.heimsendir í nánd af mannavöldum,besta sjávarútvegs kerfi í heimi,þar sem fiskur er geymdur í sjónum til hörðu áranna,skrattinn sjálfur ræður ríkjum í vesturhrepp...og svo mætti lengi telja.Fréttir hafa færst úr þarfaþing í heilaþvott!!

Björn. (IP-tala skráð) 5.7.2020 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband