"In Iceland, we have high taxes and many regulations"

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, opnaði nýjan upplýsingavef sem fengið hefur nafnið Work in Iceland. Vefurinn er heildstæð upplýsingagátt og hefur það að markmiði að kynna Ísland á ensku sem ákjósanlegan stað til búsetu og vinnu, en ekki síst að laða erlenda sérfræðinga til Íslands í sérfræði- og hátæknistörf. 

Ef upplýsinavefur er það eina sem menn ætla að gera til að laða að erlenda sérfræðinga þá eru menn að sóa tíma sínum.

Það þyrfti að minnsta kosti að veita allskyns ívilnanir og mismuna hinum verðmætu sérfræðingum svo þeir nenni að koma til Íslands. Það þarf að veita þeim ríkulega skattaafslætti og einfalda til muna alla þá pappírsvinnu sem felst í því að búa á Íslandi.

Með öðrum orðum: Hinir erlendu sérfræðingar þyrftu að búa við töluvert betri kaup og kjör en innfæddir Íslendingar.

Þannig laða önnur háskattaríki til sín erlenda sérfræðinga. 

Svo mætti auðvitað taka stærri skref og lækka skatta á alla Íslendinga, og einfalda reglugerðafrumskóginn fyrir þeim líka. Þá þarf ekki að mismuna neinum og Ísland gæti orðið að einskonar Sviss norðursins sem sogar til sín hæfasta vinnuafl plánetunnar og fjárfestingar alþjóðlegra fyrirtækja. 

Er von á slíku?


mbl.is Opna upplýsingagátt til að laða að hæft vinnuafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður kaldur dagur í helvíti þegar þeir fara að laða að hæft vinnuafl með góðum launum.

Þeir eru a´fullu núna að reyna að *lækka* laun allra, með öllum tiltækum ráðum.

Ekki mitt uppáhalds fólk, þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.9.2019 kl. 16:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

 Sjáum hvað setur. Þetta átak kom mér satt að segja á óvart af mörgum ástæðum.

Geir Ágústsson, 4.9.2019 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband