Bækur sem þú ættir að lesa, hvenær sem er!

Það er gott og blessað að sjúga í sig innantóman skáldskap eða endursagnir af hugsunum annarra um steina og grjót en stundum er hægt að gera betur.

Ég les kannski ekki mikið sem stendur en vil benda á nokkrar bækur sem hafa haft varanleg áhrif á mig, til hins betra!

Sú nýjasta á listanum er bókin Pseudoarbejde: Hvordan vi fik travlt med at lave ingenting. Hún kom út í Danmörku í fyrra (og er að ég held bara til á dönsku sem stendur) svo þú þarft að geta tæklað dönskuna, en ég mæli með því að prófa! Boðskapurinn í stuttu máli: Mikið af vinnuafli samfélagsins í dag sóar tíma sínum í ekkert og gæti annaðhvort gert betur eða farið fyrr heim. Höfundar eru tveir: Annar er yfirlýstur hægrimaður og hinn yfirlýstur vinstrimaður. Þeim fannst báðum ástæða til að skrifa þessa bók og eyða mörgum orðum í hana.

Sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á skilning minn á samfélaginu og samfélagsumræðunni er Hagfræði í hnotskurn (e. Economics in One Lesson). Hún er stutt, ódýr, sígild, fæst á íslensku og er auðlesin. Það er nákvæmlega engin ástæða til að lesa hana ekki.

Ein áhrifaríkasta bók sem ég hef lesið (og hið sama gildir um nánast alla sem hafa lesið hana) er Atlas Shrugged. Þetta er yfir 1000 blaðsíðna skáldsaga en sæmilega skrifuð og troðfull af siðferðislegum boðskap sem veitir ekkert af nú á tímum afstæðishyggju og hugmyndafræðilegrar upplausnar. 

Séu menn í leit að sparki í andlegt rassgatið á sér get ég mælt með öllu eftir Murray N. Rothbard, og menn geta valið úr safni hans frá þykkum bókum til hvassyrtra greina. Nú á tímum hagfræðilegs ólæsis og oftrúar á áætlanir ríkisvaldsins er kannski sérstaklega hægt að mæla með What Has Government Done to Our Money? og Anatomy of the State

En ef þú ætlar virkilega að hvíla heilann í sumar og láta þér nægja afþreyingu og léttmeti get ég líka mælt með bókum. Lestu eitthvað um Skúla skelfi. Þú lærir - þrátt fyrir allt - meira en þú heldur!


mbl.is Þessar bækur ættir þú að lesa í fríinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ÆTLI ÉG RYFJI EKKI UPP ELDGAMLAR BÆKUR EFTIR SABATÍNI,TIL AFÞREYINGAR OG FORVITNAST HVAÐ HREIF TÁNING ÞESS TÍMA!? 

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2019 kl. 17:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Talnandi um eldgamlar bækur:

Dæmisögur Æsops

Af hverju eru þær ekki skyldulesning í skyldunámi?

Geir Ágústsson, 8.6.2019 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband