Hinar mörgu áskoranir hins norrćna vinnumarkađs

Vinnumarkađslíkan Norđurlandanna - hvernig sem ţađ er nú skilgreint - stendur frammi fyrir gríđarlega mörgum áskorunum. Sem dćmi má nefna:

  • Fleiri og fleiri mennta sig, en oft í einhverju alveg gagnslausu sem ríkiđ ţarf svo ađ búa til ţörf fyrir innan sinna ramma svo fólk komist af atvinnuleysisskrá eđa í störf viđ hćfi. Gagnslaust háskólanám í einhverju kjaftafagi er álitiđ betra en raunverulega verđmćtaskapandi ţjálfun og menntun í iđngreinum, ţví miđur.
  • Hlutfall ţeirra sem framleiđa verđmćtin lćkkar í sífellu. Opinberir starfsmenn, börn, námsmenn, sjúklingar, bótaţegar, öryrkjar og aldrađir ţiggja fé sem ađrir útvega. Ţannig er ţađ. En ţegar opinberum starfsmönnum, bótaţegum og öryrkjum fjölgar hratt ţá skreppur fjöldi vinnandi handa saman. Hver á ţá ađ borga brúsann?
  • Velferđarkerfiđ er ekki bara flókiđ og dýrt heldur líka letjandi. Ţađ borgar sig ekki endilega ađ leggja á sig erfitt nám til ađ komast í verđmćtaskapandi starf ţegar ţađ er hćgt ađ fara í létt nám og ţiggja laun. Ţrepaskiptingar skattkerfisins kćfa líka hreyfanleika fólks. Fólk velur Netflix í stađinn fyrir vinnu. Hver á ţá ađ borga brúsann?

Styrkleikar líkansins eru líka í uppnámi. Ađalstyrkleikinn er sá ađ fyrirtćki geta tiltölulega auđveldlega ráđiđ og rekiđ og ţannig hagađ seglum eftir vindi. Annar er sá ađ međal almennings er ađ jafnađi mikill vilji til ađ leggja sitt af mörkum og standa sig vel í starfi - hugarfar sem er samt á undanhaldi í dag. Vinnusiđferđi almennings er í uppnámi vegna ađdráttarafls velferđarkerfisins.

Boriđ saman viđ vinnumarkađsađstćđur víđa annars stađar standa Norđurlöndin engu ađ síđur ágćtlega. Ţrátt fyrir háa skatta og ţungt regluverk ţá vilja fyrirtćki setja upp starfsstöđvar á Norđurlöndunum og krćkja í gott vinnuafl í stöđugu pólitísku landslagi ţar sem eignarétturinn er varinn af bćđi lögum og hugarfari fólks.


mbl.is Norđurlöndin fyrirmynd í vinnumarkađsmálum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband