Hinar mörgu áskoranir hins norræna vinnumarkaðs

Vinnumarkaðslíkan Norðurlandanna - hvernig sem það er nú skilgreint - stendur frammi fyrir gríðarlega mörgum áskorunum. Sem dæmi má nefna:

  • Fleiri og fleiri mennta sig, en oft í einhverju alveg gagnslausu sem ríkið þarf svo að búa til þörf fyrir innan sinna ramma svo fólk komist af atvinnuleysisskrá eða í störf við hæfi. Gagnslaust háskólanám í einhverju kjaftafagi er álitið betra en raunverulega verðmætaskapandi þjálfun og menntun í iðngreinum, því miður.
  • Hlutfall þeirra sem framleiða verðmætin lækkar í sífellu. Opinberir starfsmenn, börn, námsmenn, sjúklingar, bótaþegar, öryrkjar og aldraðir þiggja fé sem aðrir útvega. Þannig er það. En þegar opinberum starfsmönnum, bótaþegum og öryrkjum fjölgar hratt þá skreppur fjöldi vinnandi handa saman. Hver á þá að borga brúsann?
  • Velferðarkerfið er ekki bara flókið og dýrt heldur líka letjandi. Það borgar sig ekki endilega að leggja á sig erfitt nám til að komast í verðmætaskapandi starf þegar það er hægt að fara í létt nám og þiggja laun. Þrepaskiptingar skattkerfisins kæfa líka hreyfanleika fólks. Fólk velur Netflix í staðinn fyrir vinnu. Hver á þá að borga brúsann?

Styrkleikar líkansins eru líka í uppnámi. Aðalstyrkleikinn er sá að fyrirtæki geta tiltölulega auðveldlega ráðið og rekið og þannig hagað seglum eftir vindi. Annar er sá að meðal almennings er að jafnaði mikill vilji til að leggja sitt af mörkum og standa sig vel í starfi - hugarfar sem er samt á undanhaldi í dag. Vinnusiðferði almennings er í uppnámi vegna aðdráttarafls velferðarkerfisins.

Borið saman við vinnumarkaðsaðstæður víða annars staðar standa Norðurlöndin engu að síður ágætlega. Þrátt fyrir háa skatta og þungt regluverk þá vilja fyrirtæki setja upp starfsstöðvar á Norðurlöndunum og krækja í gott vinnuafl í stöðugu pólitísku landslagi þar sem eignarétturinn er varinn af bæði lögum og hugarfari fólks.


mbl.is Norðurlöndin fyrirmynd í vinnumarkaðsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband