Farið úr skynsamlegu fyrirkomulagi í óskynsamlegt

Bráðum verður fasteignaeigendum meinað að nýta séreignasparnað sinn til að greiða niður fasteignalán sín (nema þeir séu að kaupa í fyrsta sinn).

Með því er farið úr skynsamlegu fyrirkomulagi í óskynsamlegt.

Fólk verður á ný þvingað til að leggja fyrir á lágum vöxtum í stað þess að borga niður lán á háum vöxtum. Á tungutaki heimilisbókhaldsins heitir þetta að eiga fé í sparigrís en um leið ganga um með fullnýtta heimild á kreditkortinu. 

Ávinningurinn fyrir þetta fólk verður sá að eiga örlítið meiri lífeyri en þurfa svo að nýta stóran hluta hans til að greiða niður fasteignalán á háum vöxtum. 

Ávinningurinn er með öðrum orðum enginn.

Ég vona að einhver hvetji ríkisstjórnina til að skipta um skoðun og afnema bann við því að nýta séreignasparnað til að greiða niður fasteignalán.


mbl.is Tæpir 58 milljarðar farið úr séreign til fasteignakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að banna neinum að sleppa því að leggja inn á séreignarsparnað, og heldur ekki að greiða aukalega inn á lánin sín.

Sérstakur skattaafsláttur vegna þessa er hins vegar að renna út. Ég hélt einhvernveginn að að það samræmdist stefnu frjálshyggjumanna að vera ekki með sérstaka skattaafslætti og því fagnaðarefni að einn (af mörgum) dytti út.  Það má hins vegar vel vera að aðrir sérafslættir og sér-ráðstafanir séu vitlausari en þessi og því réttara að byrja annarsstaðar en það er allt önnur umræða.

ls (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 16:10

2 identicon

 Frjálshyggjan snýst um minna ríkisvald og lægri skattar. Þetta var form af lægri sköttum. Eiginlega frábær leið til að spara, ég á ekki í nokkrum vanda með að nota lífeyrissparnaðinn minn inn á höfuðstólinn á láninu mínu, hinsvegar á ég erfiðara með að finna afgangs pening til að borga inn á höfðustólinn þannig að ég var mjög ánægður með þennann möguleika.

Emil (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 17:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Því fleiri skattaafslættir því betra.

Geir Ágústsson, 10.1.2019 kl. 18:02

4 identicon

Fyrir það fyrsta, þá á ríkið ekki að skipta sér af séreignasparnaði landsmanna.
Það á að vera undir hverjum og einum komið, hvernig hann ráðstafar sjálfsaflafé.

Í öðru lagi, þá er minnsta mál að afnema með öllu skatta á séreignasparnað, og reyndar alla tekjuskatta. Það má gera t.d. með því að reka 30-40% ríkisstarfsmanna, sem gera ekkert annað en að kosta okkur peninga.

Ríkisstarfsmenn skila engum arði og þeir búa ekki til hagnað. Þeir eyða hagnaði og skaða atvinnulífið. Læknar og hjúkrunarfólk, já, lögreglumenn, já, kennarar, já, en töluvert færri, fólk sem hefur fátt betra en að röfla og rannska klukkumál, nei, fólk sem vinnur við kynjaða fjárlagagerð, nei, fólk sem vinnur við að útbúa nýjar skýrslur og form fyrir vinnandi fólk að fylla út, nei.

Við komust ekki út úr þessu skattahelvíti nema að losa okkur við ríkisstarfsmenn.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 21:10

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Ríkið" og kerfisþrælar þess eru nú ekki þekkt fyrir að einfalda hlutina. Það þarf jú að halda afætunum við kjötkatlana og hverjir eru betur til þess fallnir en einmitt kerfisþrælarnir og afæturnar á ríkisjötunni? Skynsemi er bannorði í eyrum þessara kóna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.1.2019 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband