Þegar pappírsvinna kemur í stað heilbrigðrar skynsemi

Hafa ekki allir heyrt um fyrirtækið sem fór þá leið að ráða bara konur því þær fá minna í laun en karlmenn sem gerði fyrirtækið svo samkeppnishæft að það þurrkaði út alla samkeppnisaðilana með dýru karlmennina á sínum launaskrám?

Nei, auðvitað ekki, því það er enginn að borga konum minna en körlum fyrir að vinna sömu vinnu.

Það sem skerðir laun fólks gildir um bæði kyn, jafnt:

  • Að biðja ekki um launahækkun.
  • Að taka sér löng hlé frá vinnumarkaðinum, t.d. til að ferðast um heiminn eða ala upp börn.
  • Að vinna bara dagvinnu og segja nei við yfirvinnu.
  • Að vinna bara að sínum verkefnum og segja nei við meiri ábyrgð.
  • Að festast á launataxta opinberra starfsmanna þar sem eina leiðin til að hækka í launum er að eldast eða taka námskeið.

Þetta gildir um alla - konur og karla, svarta og hvíta, rauðhærða og ljóshærða.

Jafnlaunavottunin er tilraun til að leysa heilbrigða skynsemi af hólmi og koma á pappírsvinnu í staðinn.


mbl.is Enn án vottunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er með því tilgangslausasta rugli sem ríkið hefur sett í gagn, þessir stofu sem um þetta sér þarf að loka sem fyrst, eina sem þetta fólk gerir er að kosta ríki og almenning pening.

Var ekki þessi blessaða jafnréttistofa líka í ruglinu sjálf þegar kom að jafnri kynjastöðu?

Halldór (IP-tala skráð) 7.1.2019 kl. 10:25

2 identicon

Heilbrigða skynsemi er ekki hægt að mæla.
Heilbrigða skynsemi er ekki hægt að setja í lög.
Um heilbrigða skynsemi er ekki hægt að semja um í kjarasamningum.
Heilbrigð skynsemi verður aldrei sett í excel skjal.

Af ofangreindum ástæðum er heilbrigð skynsemi ekki nothæf í opinberum rekstri.
Sérstaklega ekki, þegar opinberir starfsmenn sem ráða, hafa ekki verið ráðnir með heilbrigða skynsemi sem starfskröfu.

Heilbrigð skynsemi og ríkisrekstur á því enga samleið. 
Og við erum þar með þar sem við erum.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2019 kl. 15:17

3 identicon

Jafnræðisreglan er sterk í íslenskri lögfræði

Jafnréttisstofa mun ekki geta beitt neinum viðurlögum á fyrirtæki meðan ráðuneyti hafa ekki innleitt jafnlaunastaðalinn

Það er heldur ekkert að gerast með þetta hjá Reykjavíkurborg en framtaksleysið á þeim bæ ætti heldur ekki að koma neinum á óvart

Borgari (IP-tala skráð) 7.1.2019 kl. 16:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Eina vonin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn sparki Bjarna Benediktssyni og að mjög hratt rísi upp nýr leiðtogi með bein í nefinu sem flytur flokkinn aftur inn á hugmyndafræðilegan stöðugleika, og út úr breytilegum vindáttum almenningsálits og skoðanakannana. Þessi nýi leiðtogi keyrir svo á afnám þessara kjánalegu jafnlaunavottunar auk milljón annarra ríkisafskipta af lífum fólks og rekstri fyrirtækja. 

Hugmyndafræðilega mætti þessi nýi leiðtogi líkjast mér en ætti að hafa þor og drifkraft Sigmundar Davíðs. 

En þar til þetta gerist er engin von. Vitleysan heldur áfram.

Geir Ágústsson, 8.1.2019 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband