Enginn stingur neinn fyrir vodkaflösku

Lögreglan telur fíkniefnaheiminn vera að harðna. Menn séu í auknum mæli vopnaðir. Er það skrýtið? Hver er munurinn í refsingu á að stinga og að vera tekinn með eitthvað magn af fíkniefnum á sér? Er ekki freistandi að stinga með hníf og stinga af þegar refsingin fyrir slíku er svipuð og að vera gómaður með fíkniefni á sér?

Það á að afnema bann við efnum af öllu tagi. Þar með verða viðskipti með þau lögleg, áhættan við að eiga viðskipti með þau hverfur, verðið hrapar og hvatarnir verða að öllu leyti heilbrigðari. 

Því fyrr því betra. 


mbl.is Lögreglan þurfi að huga að eigin öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsendan er röng hjá þér. Þeir fóru að ganga með hlífa eftir að nokkrir voru salar voru rændir, þetta kom í blöðunum sl. vetur.

Hin forsendan sem þú gefur þú gefur þér, út frá þeirri röngu, er líka röng. Fólk hættir hvorki að selja dóp né ganga með hnífa þó að dóp sé lögleitt. Það verður alltaf svartur markaður og hnífar.

Því fyrr sem þú áttar þig á raunveruleikanum, því fyrr muntu raungerast í honum.

Sigthor Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 01:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Forsenda" mín er einfaldlega sú að það er meiri harka í framleiðslu, dreifingu og sölu á ólöglegum efnum en löglegum og að það megi draga úr þeirri hörku með því að gera ólöglegt efni löglegt. 

Ég veit vel að efnin hverfa ekki eða detta úr sölu. Ég veit bara að þau verða umvafin sömu lögmálum og sala á tannkremi og skósvertu. 

Geir Ágústsson, 30.7.2018 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband