Of dýrt að taka leigubíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engar skýringar á auknum akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Það er hressandi hreinskilni. Nokkrar mögulegar skýringar gætu samt verið:

  • Það er of dýrt að taka leigubíl: Menn freistast til að keyra heim til að spara sér tíuþúsundkallinn. Fyrir utan skutlarana á Facebook er enginn heppilegur valkostur við leigubílinn (t.d. Uber eða Lyft).
  • Það er of mikið vesen að taka strætó: Hann keyrir of sjaldan eða er of lengi á leiðinni. Einu sinni tók mig klukkutíma að komast frá Kringlunni í Hólahverfið í Breiðholti eftir að Kringlukráin lokaði. Ég hefði verið fljótari að labba. bb
  • Það er of langt á milli skemmtistaða: Þeim er þjappað saman á litla bletti og því langt fyrir djammarana að sækja þá með tilheyrandi ferðalögum.
  • Það er að verða auðveldara að verða sér úti um fíkniefnin: Þau eru jú ólögleg og því ekki bundin af allskyns leyfum, aldurstakmörkunum og sköttum sem hrjá löglegan neysluvarning. Það er ekki hægt að stöðva smygl eða koma í veg fyrir innlenda framleiðslu.

Ég vona að menn spari sér skýrsluskrifin og eyði frekar púðrinu í að líta í kringum sig og hugleiða hvernig lögin hvetja menn til að gera eitt frekar en annað - velja að keyra í annarlegu ástandi í stað þess að labba heim eða hoppa í bifreið sem farþegi.


mbl.is Engar skýringar á auknum fíkniefnaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú leiðinlegt ef Breiðholtið er svo skelfilegt að enginn treystir sér til að neyta þar áfengis og fíkniefna.

Og þar að auki bannað að opna veitingastaði í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Í einum pistlinum eiga menn að bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum en í þeim næsta er allt öðrum að kenna en þeim sjálfum.

Þorsteinn Briem, 25.7.2018 kl. 12:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sting upp á mögulegum skýringum. Orðið er opið fyrir fleiri hugmyndir.

Geir Ágústsson, 25.7.2018 kl. 14:45

3 Smámynd: Aztec

Það er til einföld lausn á þessu.

Það á að setja lög á Alþingi um að löggunni sé heimilt að fara brezku leiðina í þessum efnum (fyrir nokkru var sýnd heimildmynd um þetta frá Bretlandi).

Brezka leiðin (það má endurskíra hana: "Allir fíklar taki strætó-leiðina", þegar búið verður að innleiða hana hér á landi gengur út á það að í staðinn fyrir bara að yfirheyra fíklana og leyfa þeim að halda bílnum svo að þeir geti keyrt áfram dópaðir, þá er bíllinn einfaldlega dreginn burt og settur í bílapressuna meðan verið er að yfirheyra og sekta bílstjórann/eigandann. Þetta hefur gefizt mjög vel.

En til þess að þessi skynsamlegu reglu verði komið á hér, þurfa að vera annað af tveimur skilyrðum, sem aldrei verða uppfyllt, að vera til staðar:

1. Það þarf að kjósa þingmenn sem eru EKKI sjálfselskar bleyður. Í dag eru engir alþingismenn (né -konur) sem hafa kjark til neins.

eða:

2. Einhver ættingi þingmanns lendi í banaslysi þar sem fíkniefnaakstur kemur við sögu.

Varðandi atriði 1: Bara bleyður eru í framboði

Varðandi atriði 2: Ættingjar þingmanna eru frekar lítll hluti af þjóðinni svo að líkurnar eru litlar.

Aztec, 25.7.2018 kl. 19:59

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vissulega má hafa allar heimsins refsingar til reiðu. Menn mega samt ekki heimila yfirvöldum að fara yfir strikið. Það bitnar á öllum, fyrr eða síðar - ekki bara dópuðum ökumönnum.

Geir Ágústsson, 26.7.2018 kl. 17:14

5 Smámynd: Aztec

Það skil ég ekki. Hvernig bitnar það á öllum ef bílar fíklanna eru settir í bílapressuna? Það bitnar bara á þeim sem keyra dópaðir eða ölvaðir. Ekki öðrum. Þetta fólk hefur yfirleitt (eftir fréttunum að dæma) misst ökuleyfið hvort eð er fyrir löngu síðan í þokkabót.

Aztec, 26.7.2018 kl. 23:59

6 Smámynd: Aztec

Ég er ekki að tala um refsingu eina sér, heldur aðallega forvarnir. Ef þeir hafa ekki bíl við höndina, þá geta þeir ekki keyrt dópaðir. Ekki næsta dag, allavega, eins og þeir gera með núverandi gagnlausu og einskisnýtu lögum.

Því að eins og ég segi, alþingismönnum er andskotans sama um fórnarlömb fíklanna þangað til þeirra eigin ættingjar deyja. 

Aztec, 27.7.2018 kl. 00:03

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið assgoti tekur það menn langan tíma að læra einfalda hluti eins og fyrirhyggju. Vitandi að það verður boðið upp á áfengi í samkvæminu,en þú segist ekki ætla að drekka/dopa.-Þú horfir ekki í leigubílkostnaðinn,en bíllinn verður að vera til reiðu næsta morgun.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2018 kl. 02:36

8 Smámynd: Aztec

Helga, við erum ekki að tala um venjulegt fólk sem fær sér í eitt glas. Við erum hér að tala um forfallna eiturlyfjafíkla og blauta alka. Þetta fólk hefur fyrir löngu misst alla dómgreind (auk ökuskírteinisins), við vitum það. Við vitum að dagleg áfengisneyzla til margra ára eyðir þeim hluta af heilanum sem tekur ákvarðanir. Þess vegna verða aðrir að hafa vit fyrir þeim.

Það verður að taka bílana þeirra og eyða þeim áður en saklausum vegfarendum er eytt. Og þvinga fíklana/róna í meðferð á lokaðri stofnun, því að þeir fara ekki sjálfviljugir í Rehab. Silkivettlingatök með kinnaklappi duga ekki.

Aztec, 27.7.2018 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband