Persónuleg ábyrgð

Það er alltaf ánægjulegt að lesa fréttir af afreksfólki, og þurfa afrekin þá ekki alltaf að vera einhvers konar Íslandsmet. Stundum er afreksmanneskja einfaldlega sú manneskja sem hættir að kenna öllum öðrum um eigin vandamál, lærir að taka til hjá sjálfri sér og stendur upprétt í lífsins ólgusjó. 

Það er mjög í tísku að telja alla aðra bera ábyrgð á eigin vandræðum. Auðvitað á það stundum við, óneitanlega. Sá sem lendir í bílslysi og lamast af því ölvaður ökumaður keyrði á viðkomandi má alveg kenna öðrum um eigin hrakfarir. Viðkomandi þarf að aðlagast nýjum veruleika og reiða sig í meiri mæli á aðstoð annarra. Lífið er samt ekki búið þar með. Það er alltaf hægt að bæta aðstæður sínar með réttu hugarfari og með því að hugsa í lausnum frekar en vandamálum.

Persónuleg ábyrgð er gríðarlega vanmetin, sem er alveg skelfilegt. Alltof margir vilja einfaldlega fá alla heimsins aðstoð senda af himnum ofan, þar sem æðra máttarvald er ekki Guð heldur ríkisvaldið eða jafnvel mamma og pabbi. 

Er þetta foreldrum að kenna?

Eða velferðarkerfinu?

Eða sölumönnum snákaolíu?

Eða Hollywood?

Eða okkur sjálfum kannski, fyrst og fremst?


mbl.is Byrjar 17 ára í læknisfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband