Hvaða líkan spáði þessu?

Mikið er talað um að þessi og hin tölvulíkön spái fyrir þessu og hinu. Sum eiga að spá fyrir um loftslagið, önnur um samspil peningaprentunar og verðlags og enn önnur um þróun byggða og umferðar.

Einu sinni var öllu tali um spádómshæfileika líkana tekið með miklum fyrirvara. Þeir fyrirvarar virðast hafa gefið eftir undanfarin ár. Tölvur eru orðnar svo öflugar að menn treysta þeim til að spá fyrir um allskyns hluti.

Þó sáu líkön ekki fyrir um hrunið árið 2008. Það gerðu hins vegar ýmsir hagfræðingar sem studdust ekki við líkön.

Þau sáu ekki fyrir um hafís við strendur Íslands í júní 2018. Þeir sem efast um líkönin hafa ekki útilokað slíkt. 

Líkön eiga aldrei að koma í stað eðlilegrar rökhugsunar. Munum það.


mbl.is Ekki ólíklegt að hafísjaka reki að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Spádómar dómsdagsspámanna sem aðhyllast hnattræna hlynunarsvindlið styðjast aðeins við líkön, sem þeir sjálfir búa til. Þessi líkön tengjast ekkert raunverulegum mælingum og hafa aldrei gert. Enda tengist kenningin um hnattræna hlýnun ekkert vísindum af neinu tagi, heldur einungis millifærslum á fjármunum.

Aztec, 8.6.2018 kl. 22:16

2 Smámynd: Aztec

Hins vegar staðfesta þessar upplýsingar (data) að hnattrænu hlýnunarsvindlsinnarnir séu að ljúga öllu.

Ekki aðeins er ísinn á Norður-heimskautinu að þéttast, heldur breiðir hann úr sér alla leið suður yfir heimskautabauginn (66°30').

Aztec, 8.6.2018 kl. 22:25

3 identicon

Þú ættir að kíkja á myndina Margin Call súnishorn á

https://www.youtube.com/watch?v=Hhy7JUinlu0

Ef forsendur sem þú gefur þér eru ekki réttar þá hrynur kerfið að lokum sama hversu gott spálíkanið er

Grímur (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband