Tekst að gera upp seinasta hrun fyrir það næsta?

Síðasta svokallaða hrunmálið er núna komið í aðalmeðferð. Tekst að klára málið áður en næsta hrun skellur á?

Þegar seinasta hrun skall á ríktu eftirfarandi aðstæður:

  • Mörg ríki skulduðu mikið
  • Mörg heimili skulduðu mikið
  • Peningaprentvélarnar gengu á fullu og héldu vöxtum niðri

Núna ríkja eftirfarandi ástæður:

  • Mörg ríki skulda miklu, miklu meira
  • Mörg heimili skulda miklu, miklu meira
  • Peningaprentvélarnar ganga enn hraðar og halda vöxtum enn lægri

Þetta getur ekki farið á annan hátt en mjög, mjög illa. Margir sem skulda mikið, svo sem Ítalía og bandarískur almenningur, þola enga raunverulega hækkun vaxta. Um leið er slík hækkun óumflýjanleg til að forða gjaldmiðlum eins og bandaríska dollaranum eða evrunni frá meiriháttar kaupmáttarrýrnun sem gæti þess vegna endað í andstyggilegum verðbólguskotum sem ekki einu sinni færustu hagfræðingar hins opinbera geta töfrað í burtu með reiknikúnstum.

Ísland stendur kannski aðeins betur en mörg ríki en samt verr en árið 2007. Ríkið á stóra banka sem fara á hausinn á kostnað skattgreiðenda. Það skuldar miklu meira en árið 2007. Skattar eru miklu hærri og er ekki hægt að hækka eins og gert var í kjölfar hrunsins 2008. Hagkerfið á Íslandi er orðið miklu háðara dyntóttum tekjum ferðamannaiðnaðarins en áður. Almenningur tekur bílalán og kaupir húsnæði á uppsprengdu verði, allt á verðtryggðum lánum. 

Verður pláss í réttarkerfinu fyrir öll hin nýju hrunmál? Það mun tíminn leiða í ljós.


mbl.is Síðasta hrunmálið komið á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tóm della að íslenska ríkið skuldi nú miklu meira en árið 2007 og bankar hér á Íslandi séu nú að verða gjaldþrota.

Þorsteinn Briem, 6.4.2018 kl. 14:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan en ekki stóriðjan hefur bjargað fjárhag okkar Íslendinga eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

"Fjallagrasatínslan":

2.3.2018:

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna í fyrra - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem  vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa hér á Íslandi."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru
185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Þorsteinn Briem, 6.4.2018 kl. 14:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.4.2017:

"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra [2012] en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð í fjög­ur ár þar á und­an [2008-2011]."

Þorsteinn Briem, 6.4.2018 kl. 14:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

9.3.2008:

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 6.4.2018 kl. 14:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

Staða ríkissjóðs Íslands aldrei verið betri en það er ferðaþjónustunni hér á Íslandi en ekki Sjálfstæðisflokknum að þakka

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 6.4.2018 kl. 14:55

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Get alveg tekið undir að kyrrmynd (snapshot) af íslensku hagkerfi lítur vel út. Það var samt ekki boðskapur minn.

Geir Ágústsson, 6.4.2018 kl. 16:12

7 identicon

Þegar seinasta hrun skall á ríktu eftirfarandi aðstæður:

    Margir áttu meira en 3 pör af skóm
    Margir ferðuðust til útlanda
    Lítið snjóaði veturinn á undan

Núna ríkja eftirfarandi ástæður:

    Margir eiga miklu meira en 3 pör af skóm
    Margir ferðast oft til útlanda
    Snjór er nærri hættur að sjást

Þetta getur ekki farið á annan hátt en mjög, mjög illa.

Það er vinsælt að koma með upptalningar og tengja þær hruninu. Þannig hugsunarlaus sófaleikfimi er hin besta skemmtun.

Gústi (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 13:53

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með allt hitt sem ég nefndi?

Geir Ágústsson, 7.4.2018 kl. 14:41

9 identicon

Ágiskanir ekki byggðar á neinu. Persónulegar skoðanir byggðar á ágiskunum og fáfræði. Ekkert sem mark er á takandi.

Gústi (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 15:10

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vaxtastig er í botni og skuldir í hámarki á alþjóðavísu. Á hvað giskar þú að gerist, byggt á miklum vísdómi frekar en fáfræði?

Geir Ágústsson, 7.4.2018 kl. 19:52

11 identicon

Vaxtastig er í botni sumstaðar og skuldir sumra í hámarki. Eins og oft áður. Sjálfsagt mun það valda einhverjum löndum vanda, eins og svo margt annað sem skeð getur. Það er samt ekkert sem segir að það muni orsaka hrun. Eins og venjulega munu vextir halda áfram að breytast og sum lönd minnka skuldir sínar en önnur auka. Business as usual.

Hvort menn taka vaxtastig, skuldastöðu, byggingakranafjölda, flatskjárkaup eða ofurlaun sem einhver merki um yfirvofandi hrun skiptir ekki máli. Ekkert af þessu orsakaði hrunið 2007 og ekkert af þessu hefur orsakað þannig hrun.

Gústi (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 21:37

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gústi er alveg með þetta. Sama afneitun og nanast sömu orð og Þorgerður Katrín núverandi barattukona litla mannsins hafði tíu mínútur í hrun þegar hún bauð Danske Bank að koma í hagfræðitíma hjá sér. :)

Sé að Steini Briem hefur fundið nýtt afdrep fyrir spammið sitt. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2018 kl. 21:49

13 identicon

Jón, hvað kemur Þorgerður Katrín og hennar skoðanir á Dönskum bankamönnum hruni efnahagskerfa heimsins við? Spáðu Dönsku bankamennirnir alheimskreppu? Um það snýst umræðan, ekki hvort eitthvað eitt land lendi einhverntíman í vandræðum eða einhver banki. Geir er að telja byggingakrana og spá hruni efnahagskerfa heimsins. Skoðar þú sölutölur flatskjáa til að komast að sömu niðurstöðu?

Gústi (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 23:23

14 identicon

Geir. Ég er með tvö óopnuð bréf frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu á kommóðunni minni. Það fyrra var ég látin sækja á pósthúsið (tilkynningin barst rétt fyrir jólin og ég sótti það löngu eftir jól til að hlífa heilsunni við boðskapnum), og það seinna var látið detta inn um bréfalúguna á fyrstu vikum ársins.

Ég hef lært að hlífa heilsunni minni við að lesa slík áfallaframkallandi sorprit sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu ber á varnarlaust fólk, sem er statt í banka/tryggingastofnunar-hengingarsnörunni.

Mörg bréfin hef ég fengið frá því sýslumanns-embætti á undanförnum árum. Ásamt bréfum sem hafa borist í gegnum bréfalúguna á síðastliðnum árum, sem skrifað hefur verið á umslagið: BERIST Á HEIMILI AF STEFNUVOTTI. Seint um kvöld var bankað á hurðina, og þegar maður hafði vit á að sleppa því að fara til dyra, þá var bréfberans boðskapur settur í gegnum bréfalúguna.

Þeir ætla sér að fitna endalaust, lögmannapúkarnir á fjósbitanum, sem eru að vinna fyrir svikult bankaræningjakerfið og rugludallaliðið lögmannglæpavædda, sem kallast víst á lyginnar íslensku: Umboðsmaður Skuldara?

Umboðsmaður skuldara dæmið var, og er líklega enn, með lögmenn á fullum lögfræðinga ofurlaunum við að verja glæpabanka-lánadrottna þessa lands, og hirða allt af ræflunum sem leita til "Umboðsmanns Skuldara"! 

"Umboðsmaður Skuldara" stofnunin fór ekki einu sinni eftir því sem Velferðarráðuneytið úrskurðaði eftir kæruferli til ráðuneytisins. Eygló Harðardóttir gerði sitt besta, en lögmannamafían hjá "Umboðsmanni Skuldara" hundsaði úrskurðinn frá ráðuneytinu!

Ísland er stjórnlaust bankaræningja glæpalögmannastýrt land í dag!

Það er enginn tilgangur fyrir mig núorðið að opna bréf frá "Sýslumannsembættinu á Höfuðborgarsvæðinu".

Maður er jafn réttindalaus og dauður, hvort sem maður opnar þessi bréf frá því Sýslumanns-glæpaveldi eða ekki. Hollara fyrir heilsuna að sleppa því að opna slíkan sorpritaranna póst.

Þetta er Ísland í dag, og ekki skömminni skárra heldur en fyrir um það bil áratug síðan.

Ég mun aldrei geta gert upp síðasta hrun/rán. Og þannig er staðan hjá fjölmörgum öðrum varnarlausum einstaklingum í "réttarríkinu" Íslandi. Lögfræðingafélag Íslands stendur í vegi fyrir því að heiðarlegt fólk geti gert upp nokkurn skapaðan hlut í glæpaveldinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2018 kl. 02:07

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Steini er snillingur á margan máta, og hann á að fá blogg, og setja svo sæmilega athugasemd hjá öðrum, og setja síðan framhalds tengil yfir á sitt blogg.

Við sem stiðjum framkvæmdir, höfum alltaf stutt fjallagrös, ferðaþjónustu, stóriðju og allt sem eykur gæði lífsins.

Ef við sætum allir í kringum varðeldinn, brennandi niður allt sem nothæft væri til að hlýja sér, það er ef við legðum niður tæknina, þá væri allt ´´i mengun og vandræðum.

Það er tæknin, sem gerir okkur fært að menga svona lítið, og með enþá meiri tækni, þekkingu og lærdómi ,munum við menga enn minna.

Við höfum heyrt þetta áður, að allir ættu að fara í eitthvað annað, og þá var það fjármálabrask, það gaf svo miklar tekjur.

Auðvitað eru úrtölu menn góðir, en þeir eiga að koma til okkar inn í ljósið og litina, og gera allt sem þarf, þannig að allt gangi í hring, og þá er engin mengun.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 08.04.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 8.4.2018 kl. 10:08

16 Smámynd: Örn Einar Hansen

Tek alveg undir þetta hjá Geir, þó svo að ímyndaðar stillimyndir af Íslensku hagkerfi lítur vel út, á blaði þá er Íslenskt hagkerfi enn valtara en áður.

Örn Einar Hansen, 8.4.2018 kl. 10:40

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er bara orðið mikilvægara en áður að fylgjast með stöðu heimshagkerfisins og stærstu spilaranna þar en bara hins litla hagkerfis sem Ísland er. Og þar hrannast upp óveðursský.

Geir Ágústsson, 8.4.2018 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband