Góð ráð frá netkosningaflokknum

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að markmið stjórnmálanna sé ekki síst að reyna að tryggja það að framtíðin verði björt.

Svona talar formaður flokksins sem ákvað að slíta stjórnarsamstarfi með netkosningu að næturlagi af því skoðanakannanir voru eitthvað óhagstæðar.

Björt framtíð sem stjórnmálaflokkur þurrkast nú út. Lengri verður framtíð flokksins ekki. 

Annars eru orð formannsins ágætt umhugsunarefni.

Hvernig byggir maður upp til framtíðar?

Oftar en ekki felst slík uppbygging í að taka á sig erfið, krefjandi og jafnvel slítandi verkefni og harka af sér á meðan þeim er lokið. Þessu má líkja við að byggja múrsteinahús. Lengi vel virðist ekkert vera að gera. Múrsteinarnir raðast niður en alltaf virðist jafnlangt í að það sé hægt að flytja inn. Allt í einu, dag einn, fer svo að koma mynd á húsið og hvatningin til að ljúka verkinu eykst. Þegar húsið er tilbúið eru svo allar þjáningar gleymdar.

Íslensk stjórnmál hafa ekki sýnt sömu þrautseigju. Menn örvænta þegar skoðanakannanir birtast. Það er ekki hugsað til framtíðar heldur næstu kosninga. Menn veigra sér við að taka að sér erfið verkefni sem er viðbúið að lendi í miklum mótbyr. Í stað þess að framkvæma skurðaðgerð og fjarlægja æxlið er bara plástrað yfir einkennin. 

Formaður Bjartrar framtíðar mælir viturlega en flokkur hans er e.t.v. versta fyrirmyndin og besta dæmið í íslenskri pólitík um skammtímahugsun, örvæntingu og skort á framtíðarsýn. 


mbl.is Verðum að hugsa til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er forsmekkurinn af framtíð stjónmala, þar sem sjálfhverfan er allt. Þátttaka í stjórnmálum verður bara eitt risastórt selfí.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2017 kl. 12:15

2 identicon

Geir. Það er engin framtíð án fortíðargrunns.

Eitt sinn fór móðir með barnungan son sinn í sérfræðilæknisskoðun.

Ekki fylgir sögunni hvers vegna móðirin fór með soninn í læknisskoðun. Sonurinn þurfti í framhaldinu að fara í myndatökuhólk, sem krafðist þess að ungi drengurinn væri svo sjálfsagaður einstaklingur og persónuleiki, að ekki þyrfti að svæfa drenginn til að hann lægi kyrr á meðan hann var í myndatökuhólknum.

Læknirinn var kona sem þekkti til móður drengsins, og sagði að fyrst hann væri sonur þessarar konu, þá þyrfti hann ekki svæfingu til að hafa sjálfsaga til að liggja kyrr í myndatökuhólkinum, þrátt fyrir ungan aldur.

Myndatakan gekk víst að því er best er vitað vel án svæfingar, enda var læknirinn með það nokkurn veginn á hreinu að fyrst hann væri sonur þessarar móður, þá þyrfti ekki að svæfa drenginn. Hann hefði sjálfsagann sem þyrfti til að gera eins og fyrirmælin kröfðust.

Lengi má manninn reyna.

En heilög almættisins María Guðsmóðir hjálpi þeim sem telja að ekki séu til nein takmörk fyrir, hvernig og hversu mikið er hægt að þjarma að fólki, án skelfilegra afleiðinga fyrir alla.

Ég eftirlæt Íslenskum svikayfirvöldum áratuganna, með svikafjölmiðlanna kúgandi fantabragða-trakkaseringum og lygafréttum upp í gegnum árin, það hlutverk að "túlka" þessa sögu í skepnulega túlkaðar frumeindir! Ofan í ó-upplýstan almenning á Íslandi og víðar í veröldinni.

Skömm mannorðsaftöku fjölmiðla og fjölmiðlaeigendanna peningagráðugu, heimsveldisstýrandi, og saklausra mannorðsmorðs fórnarlambanna nauðgandi, er óverjandi illskunnar verk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmunsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 22:48

3 identicon

...mannorðsfórnarlambanna nauðguðu...

Mannorðfórnarlömbin eru að sjálfsögðu ekki mannorðsmorðingjarnir og nauðgararnir. Afsakaðu prentvilluna í athugasemdinni hér fyrir ofan. Ég er langt frá því að vera sú besta í réttritun. Og það útskýrir kannski margt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband