Al Gore 2.0

Það má segja að við lifum á tímum Al Gore 2.0. Hinn fyrri Al Gore talaði um hlýnun loftslagsins af mannavöldum og hræðilegar afleiðingar þess. Ekkert af hans spádómum hafa ræst. Þá fóru menn að tala um loftslagsbreytingar. Já, þá er hægt að segja við hverju einasta hita- eða kuldakasti að breytingar hafi átt sér stað sem megi rekja til iðnvæðingar manna. Og jú, breytingar eiga sér alltaf stað í loftslaginu svo það var snjall orðaleikur.

Núna er hins vegar að koma í ljós að loftslagsrannsóknaheimurinn er fullur af svikurum og svindlurum, að menn séu að hagræða gögnum, gera lítið úr því sem dregur úr heimsendastemmingunni og jafnvel tala niður sjálfa sólina og áhrif hennar á loftslag Jarðar.

Þá er vissara að skipta aftur um gír og hætta að tala um loftslagsbreytingar, og tala þess í stað um veðuröfgar. Nú má skrifa hvert einasta haglél og hverja einustu hitabylgju á mannkynið.

Og hvað er til ráða? Ekkert. Það er hægt að segja Kínverjum og Indverjum að stöðva iðnvæðingu sína, en þeir neita. Það er hægt að segja Evrópubúum að hjóla á veturna, en þeir halda áfram að setjast upp í bíla sína. Það er hægt að segja Bandaríkjamönnum að setjast í litla og óþægilega bíla en þeir halda áfram að keyra um á pallbílum.

Og þegar allt kemur til alls þá gerir það ekkert til.

Það væri óskandi að kolanotkun færi minnkandi og að olíu- og gasnotkun fari vaxandi. Það væri óskandi að menn virkjuðu fleiri stórfljót, t.d. Jökulsá á Fjöllum þar sem Dettifoss stendur í dag og er að hruni kominn og hverfur ef ekkert verður að gert. Það væri óskandi að menn einbeittu sér að því að greiða leið tækninnar þannig að hún verði sem ódýrust og aðgengilegust sem fyrst, t.d. með því að lækka skatta, draga úr vægi einkaleyfa, fækka reglum og afnema viðskiptahindranir. Það væri óskandi að menn hættu að einblína á útblástur og færu að einbeita sér meira að skilvirkni. 

Eða þarf önnur kynslóð stjórnmála- og blaðamanna að gera sig að fífli áður en dómsdagsspádómarnir fjara út? Þurfum við Al Gore 3.0 áður en við hættum þessu rausi?


mbl.is Hitabylgjur munu taka sinn toll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar maður ferðast um Evrópu, verður manni bilt við.  Rómverjar og Þj́óðverjar, höfðu gorma, vélar, gler, steypu, klósett, eldavélar (bara ekki með rafmagni) ... og svona má lengi telja.

Það merkilega við þetta, er að hinar myrku miðaldir urðu vegna þess að heimskur skríllin myrti alla Rómverja og Grikki og setti síðan upp tjöld, og hörfðu á meðan hinar fínu hallir grotnuðu niður fyrir augum þeim, á meðan þeir skitu í buxurnar eins og apar.  Þessi þróun, átti sér einnig stað í Suður Ameríku og Asíu, þar sem stórfenglegar menjar hurfu í skógana meðan "heimski" skríllin labbaði um og át bræður sína, skáru hjörtun úr dætrum sínum ... minnir óhjákvæmilega á "heiðursmorð" nútímans, þar sem feður og mæður henda dætrum sínum út af svölunum ... í "heildursskini", samkvæmt Morgunblaðinu og góða fólkinu.

Sagan endurtekur sig ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 08:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta var drungaleg lýsing en áhugaverð. Nú þegar tala sumir um að vilja ekki eignast börn til að hlífa jörðinni. Er næsta rökrétta skref ekki að byrja fórna mannslífum fyrir sama málstað? Eða eins og einn maður sagði eitt sinn: 

"Human happiness, and certainly human fecundity, is not as important as a wild and healthy planets…Some of us can only hope for the right virus to come along." — David Graber, biologist, National Park Service

http://rightwingnews.com/quotes/environmentalist-wacko-quotes-2/

Geir Ágústsson, 9.8.2017 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband