Hinn lokaði dómaraklúbbur

Mikið hefur verið rætt og skrifað um dómaraval undanfarið. Mér virðist umræðan skiptast í tvö sjónarhorn:

- Dómarar einir eiga að ráða því hverjir geta orðið dómarar

- Kjörnir fulltrúar geta komið að því hverjir veljist sem dómarar

Nú á að hefja lögsókn gegn ríkinu, þar sem dómarar eiga að finna rétta túlkun á lögunum. Ætli þeir muni komast að þeirri niðurstöðu að þeir sjálfir eiga að ráða því hverjir geti orðið dómarar eða munu þeir túlka lögin þannig að þeirra eigin völd eru minni en ella?

Persónulega finnst mér að dómarastéttin þurfi aðhald eins og aðrar stéttir og að kjörnir fulltrúar eigi að fá að veita það aðhald. Senn kemur í ljós  hvort lagaumhverfið leyfi slíkt eða ekki.


mbl.is Jóhannes höfðar mál gegn ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta snýst ekki bara um hvort eitthvað "ætti" að vera svona eða hinsegin, heldur aðallega hvort það sem raunverulega var gert er löglegt.

Þar sem Alþingi greiddi atkvæði um allar tillögurnar fimmtán í einni atkvæðagreiðslu, sem var í andstöðu við lög, er útilokað að ráða af niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu hver hinna fimmtán tillagna var samþykkt sem er jafngilt því að engin þeirra hafi verið samþykkt, að minnsta kosti ekki með löglegum hætti. Þar af leiðandi hafði forseti Íslands ekkert í höndunum sem veitti honum lagaheimild til að skipa neinn dómara þegar hann skipaði engu að síður alla fimmtán sem voru á lista ráðherra.

Þú mátt bæta þessu sjónarmiði við sem því þriðja í upptalningu þína. Það snýr hvorki að því hvort dómarar eigi að velja dómara eða hvort kjörnir fulltrúar eigi að gera það, heldur að sama hver velur þá sé engu að síður nauðsynlegt að það sé gert lögum samkvæmt. Að öðrum kosti er sú ákvörðun ógild og að engu hafandi, sem er ekki gott fyrir neinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2017 kl. 20:29

2 identicon

Dómarar eiga að sjálfsögðu ekki að vera pólitískt skipaðir. Eru menn virkilega enn í þeim hjólförum? Skv lögum á að velja hæfustu menn í dómarastöður. Til þess að gera það er valin nefnd hæfustu manna. Niðurstaðan er bindandi nema ráðherra finni meinbugi á einhverjum sem sérfræðinganefndin hefur valið. Ráherra verður þá að rökstyðja niðurstöðu sina.

Rökstuðningur ráðherra er hins vegar alveg glórulaus. Það er ekki hennar að taka ákvörðun um að dómarareynsla eigi að hafa meira vægi en sérfræðinganefndin taldi. Augljóslega er amk tveim af þeim sem nefndin vildi skipa hafnað af ráðherra vegna þess að þeir voru vinstri menn. Sá þriðji er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu ráðherra. Hann var i einu neðsta sæti listans. Rökin um dómarareynslu virðast hafa verið sniðin fyrir hann enda hafði hann lítið til brunns að bera nema dómarareynslu að mati nefndarinnar.

Með athæfi sínu hefur Sigríður Andersen gert gífurlega lítið úr embætti sínu, ríkisstjórn, alþingi og nýju dómstigi. Hún ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér þegar í stað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.6.2017 kl. 21:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst þetta hljóma eðlilega úr því ríkisvaldið er með dómsvald á sinni könnu (nokkuð sem er alls ekki sjálfgefið að eigi að vera raunin):

"Við blasir að enginn friður verður um dómaraskipan við svo búið, hvorki þessa né aðra og það er óþolandi. Nógur er ófriðurinn samt. Þess vegna þarf að taka upp aðra og betri aðferð. Þar skiptir máli að þessi embætti eru ekki eins og hvert annað starf, sem menn sækja bara um með haganlega fóðruðu CV og meðmælendur úr klíkunni. Nei, það er mun nær að ráðherra geri tillögu um dómara á sína ábyrgð og án umsókna, en að viðhöfðu samráði við hæfnisnefnd, sem vinsar úr þessa óhæfu. Tillöguna yrði ráðherrann svo að bera undir Alþingi og fá hana samþykkta með auknum meirihluta. Þannig væru mörk greina ríkisvaldsins skýr og þær væru hver annarri mótvægi, eins og vera ber."

Hafi menn brotið lög er ég viss um að því verður kippt í liðinn og þingmönnum gefinn kostur á því að kjósa eins og hæfnisnefnd skipuð dómurum mælir með því hvernig og hverja skuli skipa dómara. 

Geir Ágústsson, 15.6.2017 kl. 07:53

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það kemur mér svolítið á óvart að eftirfarandi aðilar hafi gert mistök sem fólu í sér lögbrot (en útiloka það ekkert):
- Heilt ráðuneyti skipað fjölda manns með þekkingu á lagasetningarvaldinu
- Ráðherra
- Þingnefndir
- ... og loks þingmenn sem töluðu nú aðallega um tímaskort en ekki lögbrot

Engin furða að þáverandi ríkisstjórn tókst að brjóta sjálfa stjórnarskránna með skipan Norðmanns í embætti seðlabankastjóra!

Geir Ágústsson, 15.6.2017 kl. 07:55

5 identicon

Það verður enginn friður um dómaraskipan meðan sjálfstæðismenn virða ekki þau lög sem um hana gilda. Það er ekki verið að amast út í lögin heldur aðeins að ekki sé farið eftir þeim.

Það á ekki að þurfa að deila um að vinahygli og útilokun á þeim sem tilheyra öðrum flokkum eru ólöglegar ástæður fyrir því að hrófla við lista nefndarinnar. Áhrif Trumps á á sjálfstæðismenn, ekki síst BBen, eru ógnvekjandi. "Alternative facts" vaða uppi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband