Ríkið ætti að gefast upp á þessum vegaleik

Ríkisvaldið hefur í mörg ár innheimt himinháa skatta af bifreiðum og eldsneyti til að standa undir framkvæmdum við vegakerfið. Þetta fé hefur hins vegar ekki dugað til. Ástæðan er einföld: Þeir skattar sem innheimtir eru vegna vegakerfisins eru ekki bundnir við ákveðna notkun. Allir hafa jafnan rétt til að nota alla opinbera vegi allan sólarhringinn allan ársins hring. Þess vegna er þung umferð á morgnana, síðdegis og í tengslum við ákveðna viðburði, t.d. 17. júní í miðbæ Reykjavíkur og troðninginn á Vesturlandsveginum í byrjun júlí.

Nokkrar leiðir eru út úr þessum ógöngum. Ein er sú að afnema skatta af bílum og eldsneyti og setja upp tollahlið. Þetta yrði flókin opinber framkvæmd og sennilega illa skipulögð. Féð myndi lenda í sama ríkiskassa og ekkert endilega notað til að bæta umferðina þar sem mest er þörf frekar en í dag. Hins vegar myndi dreifast úr umferðinni. Fleiri sæju beinan hag í að sameinast í bifreiðum. Álagspunktarnir yrðu vægari.

Önnur leið sem hefur alla kosti hinnar fyrri en enga af ókostunum er að ríkið gefist einfaldlega upp á rekstri, viðhaldi og fjármögnun vegaframkvæmda. Þetta yrði hreinlega einkavætt - hver einasti vegspotti. Í staðinn kæmi haugur af sérstökum vegafélögum sem brjóta upp ríkiseinokunina og þefa uppi viðskiptatækifæri í vegaframkvæmdum.

Þetta má bera saman við afnám ríkiseinokunar á dreifikerfi síma og gagna og einkavæðingu gamla Pósts og síma. Mörgum fannst erfitt að trúa því að samkeppni einkaaðila gæti orðið einhver á þessum markað þungra fjárfestinga í dýrum búnaði. Vonandi hefur reynslan blásið allar slíkar efasemdir af borðinu. 

Núna er talað um að bæta gjaldtöku ofan á alla skattana. Þetta er dæmigerð opinber lausn sem snýst einfaldlega um að moka meira fé í ríkiskassann til að hafa efni á fjármögnun verkefnis sem ríkinu hefur verið treyst fyrir. Er ekki kominn tími til að hugsa út fyrir kassann?


mbl.is Brýtur ekki gegn jafnræði íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband