Óttist valdið, ekki manninn

Völd embættis Bandaríkjaforseta hafa, eins og réttilega segir í góðri greiningu Morgunblaðsins, aukist í sífellu og gera það með hverjum forseta. Þetta gerist þrátt fyrir stjórnarskrá, regluverk, tvö þing, aðhald sambandsríkja (a.m.k. í orði en kannski minna á borði) og margt fleira sem var sett á laggirnar til að hemja ríkisvaldið. 

En svo kemur stríð. Eða kreppa. Eða náttúrhamfarir. Eða hryðjuverkaárás. Eða það þarf að velta einhverjum óvinsælum einræðisherra úr sessi. Eða bjarga vinaþjóðum í vanda. Eða bara eitthvað. Þá er komin átylla til að bæta við verkfærakistu forsetans svo hann geti nú leyst vandamálið hratt og markvisst og án skriffinnskunnar. Og almenningur klappar. 

En svo gerist hið óumflýjanlega: Í embættið er kosinn maður sem er æstur í að breyta öllu eftir sínu höfði. Hann hefur úr nægu að moða. Hann getur boðað lagafrumvörp, gefið út tilskipanir, sent af stað hermenn eða nánast hvað sem honum dettur í hug. Fólk hættir að kalla hann forseta og fer að kalla hann einræðisherra. Þó er hann ekki með önnur völd en þau sem fyrirrennarar hans skáru út fyrir hann úr kerfinu með fordæmum og lagatúlkunum.

Donald Trump ætlar ekki að sóa neinum tíma enda vanur því að grípa tækifærin í viðskiptalífinu (með misjöfnum árangri). Hann rambar vissulega á eitthvað gott (oft ratast kjöftugum rétt orð í munn eins og sagt er) en yfirleitt ekki. Það er engin leið að spá fyrir um afleiðingarnar. Kannski verður sumt gott en annað ekki. Fólk mætti samt nota tækifærið núna og hugleiða öll þessi völd sem hið opinbera hefur, hvort sem það er skv. bókstaf laganna eða vegna hefða. 

Má ekki leyfa sér að efast aðeins um ágæti hins valdamikla og afkastamikla ríkisvalds? Ef ekki núna, þá hvenær? 


mbl.is Hin djúpa verkfærakista forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það besta við Trump er hvernig hann afhjúpar hræsnina í þeim sem nú taka andköf af skelfingu.

http://www.ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 07:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Clinton með geislabauginn sinn hefur ekki fengið neina gagnrýni að ráði fyrir að hafa hleypt sprengjuregni yfir Líbýu - einræðisríki vissulega en á engan hátt ógn við umheiminn. 

Næst þegar einhver segist vilja stríð til að stuðla að lýðræði ætti einhver krakkinn í götunni að hrópa: "Keisarinn er allsber!"

Geir Ágústsson, 31.1.2017 kl. 08:53

3 identicon

Vinstri menn með alla sína kæfandi umhyggju, sannkölluð pest dauðans.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband