Á að banna Íslendingum að eiga eignir erlendis?

Íslendingar hafa nú í marga mánuði fengið að heyra dynjandi lúðrablástur um að félög ákveðinna Íslendinga erlendis séu óheiðarlegar undankomuleiðir frá skattinum. Auðvitað er um pólitískan leik að ræða. Félög erlendis, svokölluðu aflandsfélög, eru engin ávísun á óheiðarlega viðskiptahætti, eða með orðum skattyfirvalda (Tíund, des. 2016, bls. 38):

Aflandsfélög gegna oft lögmætu og þýðingarmiklu hlutverki í alþjóðlegum viðskiptum og mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að þau séu stundum notuð til að gera skattyfirvöldum erfitt fyrir er ekki þar með sagt að þeir sem tengist félögunum séu sekir um skattaundanskot eða önnur lögbrot. 

Þannig hafa langflestir sem fjölmiðlar hafa nefnt undanfarna mánuði ekki brotið nein lög og er ekki verið að undirbúa sakarmál gegn.

En svo er það hitt að menn sem sækist eftir opinberum embættum segi af eigin frumkvæði frá öllum hagsmunatengslum sínum. Slíkt á að vera á milli þeirra sjálfra og kjósenda. 

Íslenskir vinstrimenn ættu miklu frekar að berjast fyrir því að skráning aflandsfélaga sé einföld, ódýr og gegnsæ svo fleiri geti dreift eigum sínum í stað þess að hafa þær allar múlbundnar í einni körfu: Íslenskum lífeyrissjóðum eða fasteignamarkaði.


mbl.is Vill fund um eignir í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband