Ertu búin(n) að ráðstafa þínum skattahækkunum?

Á næstu mánuðum verður kosið. Hvort sem kosningar fara fram í haust eða samkvæmt fyrirmælum stjórnarskrár næsta vor er aukaatriði. Kosningar nálgast. 

Skoðanakannanir benda til að flokkar sem vilja skattahækkanir muni ná meirihluta. Í raun má setja alla stjórnmálaflokka í þann hóp en e.t.v. á Sjálfstæðisflokkurinn síst heima þar af þeim flokkum sem eiga þingmenn á Alþingi í dag.

Gott og vel. Skattahækkanir eru líklega framundan. Spurningin er þá bara hvernig skattgreiðendur ætla að fjármagna þær.

Ert þú búin(n) að ráðstafa þínum skattahækkunum?

Fyrir suma þýða komandi skattahækkanir að sumarfríið verður fábrotnara. Fyrir aðra þýðir það að gamla druslan í bílastæðinu þarf að tóra aðeins lengur. Fyrir enn aðra þýða komandi skattahækkanir að sparnaðurinn er ekki að fara aukast og fyrir suma jafnvel að hann þurfi að dragast saman.

Afleiðingar komandi skattahækkana eiga eftir að bitna á öllum einhvern veginn, beint eða óbeint. Sumir missa vinnuna og fara á bætur því atvinnurekandinn þurfti að skera niður í rekstrinum til að eiga fyrir sköttunum. Sumir missa sparnaðinn. Sumir missa af tækifærum til að kaupa öruggari bifreið. Sumir þurfa jafnvel að fresta barneignum eða selja eigur sínar.

Ég bið fólk um að byrja nú þegar að hugleiða hvernig það ráðstafar sínum skattahækkunum svo sársaukinn vegna þeirra verði sem minnstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikilvægt að minnast á að það er annar hópur manna í samfélaginu sem lifir eins og sníkjudýr á kostnað annarra. Þessi hópur hefur líka kosningarétt. Skattahækkanir gætu komið sér vel fyrir þennan hóp, a.m.k. til skemmri tíma litið.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 19:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er auðvitað rétt. Sá sem gerir útsæðið upptækt og borðar það fitnar, en bara tímabundið.

Geir Ágústsson, 15.8.2016 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband