Ríkislausn á ríkisvandamáli

Menn sem hugsa í lausnum en ekki vandamálum eru menn sem ætti a.m.k. að hlusta á:

Strax í skjól er húsnæðislausn fyrir fólk ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur hefur unnið að verkefninu frá áramótum en í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð.

Ljómandi gott svo langt sem þessi hugmynd nær. Hérna er verið að leggja til ríkislausn á ríkisvandamáli. Sennilega er það hið eina sem er pólitískt raunhæft að gera í dag.

Ekki er hægt að leggja til að ungt fólk fái almennt að ráðstafa öllum launum sínum í að borga niður skuldir frekar en leggja fyrir. Ungt fólk er neytt til að leggja fyrir á lágum vöxtum þótt það sé e.t.v. á kafi í skuldum á háum vöxtum, t.d. vegna náms eða fasteignakaupa. Um 10-12% af tekjum fólks er tekið af því og sett á læstan sparnaðarreikning sem það hefur engin völd yfir. Þetta fé er svo notað til að fjármagna opinberar skuldir eða allskyns framkvæmdir í samstarfi við hið opinbera ef það gufar hreinlega ekki upp í verðbólgu eða í næstu niðursveiflu á hlutabréfamarkaði.

Ungt fólk er líka neytt til að athafna sig á fasteignamarkaði sem er svo gott sem lokað land. Ekki er hægt að byggja ódýrt húsnæði sem hentar því. Fullfrísku fólki á þrítugsaldri er gert að hafa aðgang að lyftu sem það þarf ekki að nota eða risastórri geymslu sem það á ekkert dót til að setja í. Kannski er þó að rofa til hér.

Ákveðinn markaðsbrestur er á íslenskum fasteignamarkaði þar sem framboð á húsnæði er miklu meira en eftirspurn. En bíddu nú við, hvernig stendur á því? Jú, hérna flækist ríkisvaldið fyrir eins og svo oft áður. Einu lausnirnar sem heyrast eru ríkislausnir. Blindi skurðlæknirinn sem skar óvart á slagæðina á núna að stöðva blæðinguna. Gangi honum vel!


mbl.is Húsnæðislausn fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

En þá segir einhver: Verður fólk ekki að leggja fyrir í lífeyrissjóð til að lenda ekki á opinberri framfærslu í ellinni? Jú vissulega, en er ekki hægt að leggja fyrir með öðrum hætti en að fjárfesta í opinberum skuldum og hlutabréfabólu? Væri e.t.v. ráð að hætta að þvinga fólk af atvinnumarkaðinum við sjötugt? Á Skynsami-Skarphéðinn að safna skuldum fram á miðjan aldur því Dópista-Dóri myndi annars ekki leggja fyrir til efri áranna? Er það hið mikla réttlætismál sem verið er að berjast fyrir?

Geir Ágústsson, 17.5.2016 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband