Brauðmolakenningar svokallaðar

Orðið "brauðmolakenning" skýtur reglulega upp kollinum. Yfirleitt eru það vinstrimenn sem uppnefna hagfræðikenningar frjálshyggjumanna með orðinu "brauðmolakenning". Að þeirra sögn boða hægrimenn eftirfarandi: Höldum sem mest aftur af ríkisvaldinu svo menn geti auðveldar orðið auðugir. Hinn aukni auður leiðir svo til aukinnar eftirspurnar á allskyns vörum og þjónustu sem hinir efnaminni veita og þeir geta þá hækkað sín verð og um leið orðið auðugri.

Vinstrimenn hafna þessu. Í staðinn vilja þeir að allur auður umfram eitthvað (handahófskennt) viðmið sé hirtur í skatta og síðan dreift til hinna efnaminni í gegnum úthlutanir hins opinbera. 

Nálgun vinstrimanna er líka brauðmolakenning nema í henni eru allir hvatar til að framleiða fleiri brauðmola hirtir í gegnum hækkandi skattheimtu. Sumir eiga það til að líta á hagkerfið og núverandi auðsköpun eins og fasta stærð sem þarf bara að skera upp á nýtt og dreifa öðruvísi. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá að það er rangt.

Vinstrimenn sjá heldur ekki endilega hina réttu ástæðu á bak við baráttu frjálshyggjumanna gegn ríkisvaldinu. Margir frjálshyggjumenn vilja ekki minnka ríkisvald til að einhverjir geti orðið ríkir, heldur af því þeir líta á ríkisvaldið sem löglegt glæpagengi sem þarf að halda í skefjum. Mafían og ríkisvaldið eiga miklu meira sameiginlegt en marga grunar. Bæði fyrirbæri þvinga skjólstæðinga sína með ofbeldi til að greiða hin ýmsu gjöld í skiptum fyrir þjónustu sem enginn bað um. 

Að aukið frelsi og minnkandi ofbeldi ríkisvaldsins leiði til aukinnar auðsköpunar sem lyftir öllum - ríkum og fátækum - er heppileg afleiðing frelsisins, en ekki ástæðan á bak við frelsisboðskapinn. Frjálshyggjumenn væru á móti þrælahaldi þótt reiknilíkön sýndu fram á stórkostlega auðsköpun með notkun þess. Brauðmolar eru ekki boðskapur frjálshyggjumanna. Að þeim fjölgi er bara heppileg afleiðing af boðskap þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Brauðmolakenningin, eins og einn leftistinn útskýrði hana fyrir mér, með skematískri mynd og allt, gengurvíst út frá því að auðmagn heimsins falli af himnum ofan.

Svo mun einhver lítil prósenta manna einhvernvegin alltaf fá hann allan til sín.

Fannst mér sú kenning skuggalega einföld eitthvað, svo mjög að orðið "strámaður" var farið að vitrast mér æ ofan í æ.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.7.2015 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband