Skipulagavaldið er hin nýja þjóðnýting

Djúpt inn í ráðhúsum sitja borgar- og bæjarfulltrúar og hugleiða hvernig þeim finnist að aðrir eigi að ráðstafa eigin eignum. Þeir geta ekki þjóðnýtt beint, því það myndi enda fyrir dómstólum. Þeir geta ekki keypt allt upp því skattgreiðendur ráða ekki við slík útgjöld. Hvað er þá eftir. Jú, skipulagsvaldið auðvitað!

Með skipulagsvaldinu eru hendur hins opinbera skornar lausar frá öllum höftum, kvöðum og tæknilegum formsatriðum eins og eignarrétti og stjórnarskrá.

Með skipulagsvaldinu má skikka menn til að loka rekstri sínum á ákveðnum tímum sólarhrings, banna þeim að innrétta eins og þeir vilja eða breyta útliti eigna sinna eins og þeir vilja, ákveða hvort tiltekinn rekstur snýst um að selja skó og minjagripi, áfengi eða mat, og svona má lengi telja.

Með skipulagsvaldinu geta yfirvöld flutt heilu flugvellina til, gert menn gjaldþrota, bætt eða hert aðgengi viðskiptavina að tilteknum fyrirtækjum, og hreinlega tekið heilu göturnar og hverfin í gíslingu. 

Með skipulagsvaldinu geta yfirvöld skipt út vegum fyrir göngu- og hjólastíga, bílastæðum fyrir grasbletti, húsum fyrir tómar lóðir og torgum fyrir hús. Mörkin virðast ekki vera neins staðar og húseigendur og rekstraraðilar virðast vera algjörlega berskjaldaðir fyrir þessari íhlutun, sem er oft bæði íþyngjandi og ósanngjörn.

En í stað þess að stemma stigu við þessu og berjast fyrir því að skipulagsvaldið sé minnkað töluvert reyna menn þess í stað að biðla til yfirvalda - biðja þau af sinni miklu náð um að beita því ekki þannig að menn endi í gjaldþroti eða sitji uppi með verðlausar eignir. Enginn efast um þetta mikla vald hins opinbera. Menn deila hins vegar um notkun þess.

Því fer sem fer. Yfirvöld fara sínu fram og slá á hendur þeirra sem mótmæla of mikið, en umbuna öðrum sem e.t.v. eru í tísku þá stundina. 

Skipulagsvaldið er hin nýja þjóðnýting. 

 


mbl.is Búðir og veitingastaðir 50/50
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú virðist algjörlega horfa fram hjá þrýstingnum frá ákvöðnum markaðsöflum (sem sumir telja að hafi alltaf rétt fyrir sér) á þá sem hafa þessi gríðarvöld sem þú nefnir.

en aðeins að fréttinni að þá er að einhverju leyti meira líf á laugaveginum en fjölbreytnin hefur sjaldan verið minni. hjálmar sveinsson er ekki starfi sínu vaxinn og ásamt kollegum í skipulagsráði og bönkum að eyðileggja miðbæinn.

tryggvi (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 14:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt að ég hef ekki sett mikið út á eftirfarandi aðstæður:

Maður A á hús á lóð. Maður B á peninga og er með áætlanir. Maður B greiðir Manni A ásett verð fyrir hús og lóð og gerir breytingar og hefur annars konar starfsemi á svæðinu en var á því fyrir. 

En hvað á ég að setja út á þetta nema setja út á eignarréttinn sem slíkan? En síðan eru til aðrar aðstæður, t.d.:

Maður A á hús og lóð. Maður B á peninga og þekkir borgarfulltrúa. Hann biður borgarfulltrúann um að loka götunum í kringum hús Manns A, setja hömlur á rekstur hans (t.d. lokunartíma) og rekur Mann A í gjaldþrot, og kaupir hús og lóð hans á hrakvirði og hefur nýjan rekstur þar með samþykki borgarfulltrúans sem opnar aftur göturnar.

Út á þetta hef ég margt að setja. 

Geir Ágústsson, 11.2.2015 kl. 20:00

3 identicon

ég er ekki að tala um það heldur það sem virðist vera augljós þrýstingur á borgaryfirvöld að breyta borgina í þágu ákveðinna rekstra (sem gæti verið bóla) burtséð frá öllu öðru.

ertu með einhver raunveruleg sögur sem passa við seinna dæmið þitt?

varðandi fyrra dæmið að þá er það bara staðreynd að það passa ekki allir rekstar alls staðar og það að reyna að troða þeim inn á kostnað allra annarra er skammsýni og léleg vinnubrögð.

tryggvi (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 21:02

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Borgir voru nú yfirleitt bara handahófskennd tilraunastarfsemi á sínum tíma, áður en hið opinbera uppgötvaði mátt skipulagsvaldsins.

Mörg af þekktustu hverfum heims, oft nefnd "listamannahverfi", eru einn stór hrærigrautir af allskonar, og þar þrífst fólk ágætlega.

En raunverulegar sögur eru t.d. meðferðin sem svokallaðar strippbúllur hafa notið í Reykjavík. Þær hafa í raun verið gerðar útlægar úr borginni - ekki af því það er bannað að danska nakinn (Chippendale-hópurinn má gera íslenskt kvenfólk alveg sjúkt), eða dansa fyrir fé (menn gera það í Borgarleikhúsinu), eða dansa á nóttunni , eða dansa nálægt einhverjum eða langt frá, heldur bannað í Reykjavík.

Mér finnst ekki skrýtið að menn séu feimnir við að byggja upp miðbæinn nema til að höfða til ferðamanna sem eru "í tísku" í dag og eru smátt og smátt að breyta Laugarveginum í eina stóra túristaverslun með stöku kaffisjoppum. Á morgun geta menn vaknað upp við að "skipulagi" svæðis hafi verið breytt og fjárfestingin gerð verðlaus.

Stjórnmálamenn ættu að prófa eitt: Að bara hætta að skipta sér af! Að hugsa sér - kannski geta fullorðnir einstaklingar þá náð einhvers konar niðurstöðu sem þeir telja að laði að sér fólk og fyrirtæki!

Geir Ágústsson, 12.2.2015 kl. 11:46

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Annað tæki til að troða hugmyndum sumra ofan í kok annarra eru svokallaðar lögreglusamþykktir, en þær virðast gefa lögreglunni frítt spil í boði sveitarstjórnarmanna til að sekta og fangelsa fyrir hvað sem er.

Menn verða nú hreinlega að fara stíga á bremsuna hér og reyna að stjaka hinu opinbera aftur inn fyrir þá girðingu sem því var ætlað að vera innanvið þegar stjórnarskráin var lögfest á Íslandi. Nú getur vel verið að stjórnmálamenn séu klárari en aðrir, betri en aðrir, yfir aðra hafnir, en að halda þeim á jörðinni er eilíft verkefni sem fáir virðast sinna. 

Geir Ágústsson, 12.2.2015 kl. 11:48

6 identicon

þó að borgir hafi verið settar upp í einhverju tilraunaverkefni á sínum tíma að þá er það bara þannig og það verður að lifa með margar af þeim ákvörðunum. göturnar hérna eru bara ákveðið breiðar, gangstéttarnar líka og flest húsin ákveðið há og við verðum bara að lifa með því.

staðreyndin er sú að það passa td ekki hótel og veitingastaðir alls staðar. það er ekki brot á eignarétti eða skortur á frelsi að gera fólki grein fyrir því.

fyrir mitt leyti að þá eru þau hverfi og þær götur erlendis sem eru spennandi þar sem fólkið býr og hefur byggt upp stemmingu. hér er akkúrat andstæðan í gangi. 

vinsamlegast komdu með dæmi um þá menn (í fleirtölu) sem eru smeykir við að byggja upp laugaveginn og miðbæinn af ótta við skipulagsbreytingar?

stjórnmálamenn í þessum skipulagsleik eru ekki neitt nema handabrúður hæstbjóðandi og ég sé ekki að neitt myndi verða öðruvísi ef þeim yrði kippt í burtu. þeir eiga að gæta hagsmuna allra og horfa á heildarmyndina þannig þegar þeir standa sig eins illa og raun ber vitni að þá er svo sem alveg hægt að spara sér þau laun.

varðandi strippbúllur að þá ertu farinn að blanda inn hvort lögmæti starfseminnar og ég ætla ekki út í þá umræðu.

tryggvi (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 18:57

7 identicon

leiðrétta að það á að standa

...lifa með mörgum af þeim ákvörðunum.

tryggvi (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 19:26

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér voru dregin saman helstu rökin fyrir því að stjórnmálamenn eigi að hafa lokaorðið, en ekki húseigendur sem borga skattana og sjá um umferð fólks og fyrirtækja á tilteknu svæði (eða "lífið í götunni"):

það passa td ekki hótel og veitingastaðir alls staðar

- [stjórnmálamenn eiga að] gæta hagsmuna allra og horfa á heildarmyndina

Mikil er trú manna á þessum blessuðu stjórnmálamönnum!

Það sem er löglegt í Kópavogi er það í Reykjavík líka. Þegar Maxim lokaði í Reykjavík og Goldfinger opnaði í Kópavogi var verið að flýja skipulagsvaldið en ekki lög íslenska ríkisins.

Og sjáðu til, hver þorir að gera ráðstafanir fyrir t.d. hóteli þegar stjórnmálamenn (eða klappstýrur þeirra) gefa það ljóst eða óljóst út að "það passa td ekki hótel og veitingastaðir alls staðar"? Þetta er dæmi um framkvæmd sem aldrei varð - frumkvæði sem var kæft í fæðingu - eitthvað ósýnilegt sem flestum dylst. Ef menn sjá ekki út fyrir ramma þess sem sést er ekki skrýtið að skaðsemi opinberra afskipti dyljist mönnum. 

Skipulagsvaldið er handahófskennt, ógegnsætt og óréttlátt og ber að minnka töluvert. 

Geir Ágústsson, 13.2.2015 kl. 07:17

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Rakst annars á eftirfarandi grein og ætla að leyfa mér að taka undir hvert orð í henni:

https://mises.org/library/zoning-laws-destroy-communities

Geir Ágústsson, 13.2.2015 kl. 07:31

10 identicon

ég sagðist ekki ætla að ræða strippbúllurnar hér og nú.

það er ekki trú og traust á stjórnmálamönnum að hótel og veitingastaðir passi ekki inn alls staðar. það er reynsla og þekking sem þú augljóslega býrð ekki yfir. 

hitt er starfslýsing en ekki yfirlýsing á trausti.

hvernig er staðan í danmörku? stoppa stórir vörubílar með aðfang út á götu/gangstétt/gangstíga fyrir afgreiðslu til veitingastaða og hótela? stoppa stórar rútur þar sem þeim sýnist?

þú gefur það sterklega til kynna að menn hiki við að fara í framkvæmdir vegna ótta við breytinga á skipulagi en hefur akkúrat engin dæmi um það.

ef þú heldur að ég sé klappstýra stjórnmálamanna að þá er lestrarkunnáttan eitthvað döpur. kæfing á frumkvæði. ég á varla orð. 

skipulagsvaldið er handahófskennt af því er sjórnað af markaði sem hugsar bara um arðsemi fárra en ekki heildarmynd eða til langstíma. þú átttar þig ekki á því að eina sem þeir í skipulagsráðum eru að gera (allavega hérna) er að gera það sem þeim er sagt að gera. en af því stjórnmálamennirnir kjósa og koma fram í sjónvarpi að þá heldur þú að þeir stjórni og bæli niður markaðsöflin.

rétt búinn renna í gegnum þennan pistil og virðist ágætur í sumu en ég er bara ekki á því að ákvarðarniar séu teknar af stjórnamálamönnum í tómarúmi. alltaf þykir mér best að þeir sem tala hæst um eignarétt virðist finnast í lagi að traðkað sé réttum nágrannanna.

tryggvi (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 10:35

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Látum okkur sjá:

Ég tek dæmi um hvernig skipulagsvaldið er notað til að bola rekstri út úr ákveðnum svæðum og inn á önnur. Þá er ég að blanda saman einhverju og það ekki rætt.

Síðan bendi ég á að handahófskennda skipulagsvaldið hljóti að valda því að menn hika við að fjárfesta í sumum tegundum framkvæmda, sem gerir það að verkum að þær verða aldrei til. Þá hef ég engin dæmi, eins og gefur að skilja, og þú þurrkaðir út dæmið mitt með strippbúllurnar.

En tökum þá nærtækari dæmi sem allir skilja: Friðanir á húsum, að innan og utan. Friðanir á trjám á einkalóðum fólks. Friðanir á "útliti" bygginga og umhverfis. Þarna taka aðrir en eigendur ákvarðanir um útlit, innréttingar og almennt viðhald á eignum í einkaeigu. Því má líkja við að opinber starfsmaður bannaði þér að mála eldhúsið þitt í öðrum lit en skærgrænum. Það er handahófskennt vald annarra yfir þinni eign sem ég er ekki viss um að þú kærðir þig um. En þú óskar sama valds yfir eigum annarra. Verði þér að góðu.

Geir Ágústsson, 13.2.2015 kl. 10:52

12 identicon

eina ástæðan fyrir að ég hef ekki áhuga á að tala um strippklúbba í þessari umræðu er að það er ekki skipulagsákvörðun. þar eru mun fleiri og flóknari mál bak við og þú veist það vel.

þú gafst það til kynna að það væri raunveruleg hræðsla við að fara út í framkvæmdir/business annan en ferðamanna vegna ótta við skipulagsbreytinga í framtíðinni. ég spyr þá bara eru mörg dæmi um það? 

ég sem íbúi í 101 sé ég ekki betur en að þeir sem hafi annaðhvort mestu peningana eða besta aðganginn að peningum geti gert það sem þeim sýnist.

en ég spurði þig spurninga varðandi ástandið í danmörku

friðanir er eitthvað sem ég hef kannski ekki nógu mikinn skilning (sögulegan) á en ólíkt ráðstöfun eignar í hvaða rekstur sem er að þá hafa breytingar á friðuðum húsum ekki mikil áhrif á aðra að ég best veit. ég furðaði mig á nýlegu dæmi sem sást kannski í fréttunum.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/11/27/krua_thai_i_stad_fatabudarinnar/
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/12/05/innrettingarnar_skyndifridadar/

ég væri ekki parsáttur að hafa keypt þessa fasteign og svo væri þetta niðurstaðan.

soho í new york er að mínu mati fínt dæmi um "hverfi" sem á svona síðustu 15 árum hefur misst meira og meira af hverfisblænum sínum. las fréttir á síðasta ári um að leiguverð væri að hækka það mikið að litla ítalíu hverfið ættu að ætta að hverfa. þar er ekki skipulagsyfirvöldum að kenna.

svo rakst ég nú reyndar á þessa frétt áðan og málamiðlun húseiganda og það að taka tillit til nágranna og hverfis er eitthvað sem ég sæi aldrei gerast hér

http://www.dnainfo.com/new-york/20141015/soho/developer-promises-not-put-big-box-store-glassy-soho-building

tryggvi (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 11:38

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Fljót Google-leit á dæmum þar sem framkvæmdir eru í biðstöðu, í uppnámi eða varfærnislega verið að leggja fyrir háu herrana hjá yfirvöldum til samþykktar:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/463003/

"Í úrskurði nefndarinnar er fjallað um málavexti og þar segir að nefndin hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að byggingarleyfið, sem samþykkt hafi verið, samræmdist ekki skilmála um um gildandi aðalskipulag um nýtingarhlutfall og að byggingarleyfið hafi verið fellt úr gildi með úrskurði nefndarinnar í nóvember árið 1998"

http://101reykjavik.is/2014/07/athugasemdir-vegna-fyrirhugadra-framkvaemda-vid-laugaveg/

Laugavegurinn er aðalumferðaræðin í gegnum miðbæinn. Honum má líkja við slagæð í blóðrásarkerfi. Þegar lokað var fyrir umferð um Austurstræti 1973 leið ekki að löngu uns allt líf dó þar fyrir vestan, þ.e.a.s. í Kvosinni. 

http://www.frettatiminn.is/frettir/hotel_i_stad_ibuda_a_efri_haedum/

"Eigendur lóðarinnar við Laugaveg 74 vonast til að geta hafið byggingu á nýju húsi á lóðinni á næstu vikum. Hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík liggur fyrir beiðni um breytingu á innra skipulagi hússins."

http://nutiminn.is/fatabud-rauda-krossins-leitar-husnaedis/

"Bygg­ingaráformin eru nú til af­greiðslu hjá skipu­lags­stofn­un. Lóðin var keypt fyr­ir rúm­lega ári en með henni fylgdi bygg­ing­ar­rétt­ur."

Ég veit ekki hvernig "ástandið" er í Danmörku, en hef séð splunkunýjar og nútímalegar byggingar spretta upp á milli gamalla, rútur og aðfangaflutningabíla stöðva umferð og hvaðeina. Mér finnst ekki allt fallegt eða heppilegt sem ég sé, en hef ekki þessa tröllatrú á eigin hæfileikum til að skipuleggja líf og eignir annarra til að herja á lögreglu til að grípa inn í.

Gefið að við samþykkjum að kjósa yfir okkur yfirboðara þá bið ég þá nú a.m.k. um að sýna hófsemi í beitingu valda sinna. 

Geir Ágústsson, 13.2.2015 kl. 12:18

14 identicon

bíddu býrðu ekki í danmörku? í miðbænum hérna er þetta daglegt brauð og ástandið fer versnandi. 

verst er svo að það eru aðgerðir og hugsanaleysi fyrirtækja sem kalla á mögulegar reglugerðir. heildsalar gætu farið um á minni bílum. rútufyrirtækin gætu hugsað um meira en eigin vasa og ekki reynt að keyra hvern og einn farþega á leiðarenda í stærstu mögulegu bifreiðunum. ég tek rútu frá jfk flugvelli og hún stoppar á stórum stöðvum og það er fyrir mig að koma mér á leiðarenda í strætó, leigubíl, lest eða hvað sem er. 

    • væri forvitnilegt að vita hvað samræmdist ekki skipulaginu en þarna tókust á nágrannar og þessir sem vildu framkvæma þarna. í dag stendur þarna hins vegar nýbygging þannig hvernig þróaðist þetta mál?

    • algjörlega sammála mörgu þarna. laugavegurinn og miðbærinn er skítugur og sóðalegur. hjólreiðar á gangstéttum (ekki bara laugaveginum) eru stórhættulegar og heimskulegar og ekki ég hringt inn í borgina og kvartað mörgum sinnum. verst þykir mér þó að þeir tala lítið um yfitöku gangséttanna af auglýsingarskiltum og veitingaborðum sem gerir ferðir þarna mjög erfiðar og hreinlega leiðinlegar. 

    • er ekki alveg að skilja hvað þú ert að meinan þarna. lögð var inn beiðni um breytingu og hún samþykkt húsið hýsir hótelrekstur í dag.

    • snýr nú mest að friðun sem eins og ég sagði síðast þá get ég kannski lítið tjáð mig um þau mál.

    þú skipuleggur líf annarra ekkert minna með því að ana út í framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfi og aðra en að leggjast gegn eða fara fram á einhvers konar málamiðlun.

    ég er ekki ósammála síðasta punktinum og fjarlægðin sem er komin á milli almennings og stjórnmálamanna er allt of mikil oft augljós vottur af lítilsvirðingu í samskiptum þeirra við fólk. heldurðu að flestar þeirra ákvarðanir séu teknar í tómarúmi og án afskipta?

    tryggvi (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 13:02

    15 Smámynd: Geir Ágústsson

    "Power corrupts; absolute power corrupts absolutely." /Lord Acton

    Minn almenni punktur er einfaldlega sá að skipulagsvaldið virðist ekki vera bundin neinum takmörkunum, hvorki af stjórnarskrá né almennri löggjöf um sveitarfélög, og hefur því tilhneigingu til að þenjast út án þess að nokkur geti rönd við reist. 

    Geir Ágústsson, 16.2.2015 kl. 06:14

    16 Smámynd: Geir Ágústsson

    Vald einkaaðila er jú þrátt fyrir allt takmarkað af tvennu:

    - Hvað þeir eiga mikið fé

    - Hvort fjárfesting þeirra skili þeim meira fé eða þurrki upp sjóði þeirra

    Stjórnmálamenn þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur þegar þeir beita skipulagsvaldinu. 

    Geir Ágústsson, 16.2.2015 kl. 06:15

    17 identicon

    ekki mótmæli ég þessari línu varðandi vald og spillingu.

    ég skil ekki alveg hvað þú átt við með að skipulagsvaldið sé að þenjast út. áttu við að þér finnist þetta verða stærri og stærri stofnanir eða sækja í að stjórna meiru og meiru (sem kannski kallar á það fyrra)?

    en það sýndi sig nú mjög vel síðasta áratug að vald einkaaðila er ekki síst bundið við gott aðgengi að lánsfé þó það sé algjörlega innistæðulaust. svo augljóslega var það tap að miklu leyti samfélagsvætt.

    en ég spyr þig heldurðu að hæst bjóðendur séu ekki þeir áhrifaríkustu á bakvið skipulagsvaldið eins og hvar annars staðar?

    ekki það að ég geti fundið út fjárhagslegan hvata einkaðila við td hjólreiðar á laugaveginum.

    tryggvi (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 19:28

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband