Hvernig væri að segja þeim öllum upp?

Ég þekki mann sem rekur fyrirtæki sem selur ákveðna tegund þjálfunar. Hann er eini fasti starfsmaður þess. Allir kennarar fyrir utan hann eru verktakar. Þeir koma og fara en kennsla fer alltaf fram. Umgjörð kennslunnar er sífellt í mótun til að koma til móts við kröfuharða og borgandi viðskiptavinina. Kostnaður hleypur sjaldan fram úr tekjum því fjöldi kennara og tegund kennara endurspeglar að meðaltali þörfina fyrir þá. 

Nú spyr ég: Væri ekki hægt að bæta menntakerfið mikið með því að segja upp öllum kennurum þess og ráða kennara sem verktaka eftir þörfum?

Væri það svo miklu verra en að hafa heilan her af gríðarlega sundurleitinni hjörð kennara á föstum launum, sem semja allir í gegnum tvö félög óháð því hvað þeir eru góðir eða lélegur starfskraftur? 

Hverjir eru það nákvæmlega sem verja núverandi kerfi, fyrir utan kennarana sjálfa sem vita að þeir eru óhultir fyrir samkeppni og uppsögnum innan þess? 


mbl.is Atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband