Þegar 'hækkun' er orðin að 'lækkun'

Stundum er talað um að eitthvað sé "Orwellian" á enskri tungu. Er þá verið að vísa í skáldsögu George Orwell Orwell, 1984, en um hana segir á einum stað:

The Book explains the concept of perpetual war, the true meanings of the slogans WAR IS PEACE, FREEDOM IS SLAVERY, and IGNORANCE IS STRENGTH, and how the régime of the Party can be overthrown by means of the political awareness of the Proles.

Yfirvöld í bókinni 1984 segja þegnum sínum að friður sé stríð og að frelsi sé helsi. Á Íslandi í dag eru hækkanir orðnar að lækkunum. Skattahækkun um 3% er endurskoðuð og á að enda í 2%, en tafir eru að verða á því. Fyrirsögn fréttar er sú að "lækkun gjaldanna" sé að tefjast.

Er metnaður okkar skattgreiðenda, borgara og almennings ekki meiri en þetta? Er krafa okkar til hófsemi yfirvaldsins ekki meiri en þetta? Fengi hið opinbera að breyta áætlun um algjöra fangelsun okkar yfir í stofufangelsi og komast upp með að kalla það frelsun okkar?

Er aðhald okkar svona aumt?

Hver á að gæta gæslumannanna? Það er hin aldagamla spurning (í lélegri þýðingu minni) sem Íslendingar virðast hafa ákveðið að svara með því að leggjast flatir niður á jörðina og láta traðka á sér eins og mottu. 


mbl.is Dráttur gæti orðið á lækkun gjaldanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hafðu ekki áhyggjur, þetta kerfi er að nálgast endastöð. Verst að margir munu láta lífið þegar áreksturinn við veruleikann verður :-(

Helgi (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband