Engin ríkisstjórn stundum betri en einhver

Vandræði Belga til að fá yfir sig formlega ríkisstjórn er dæmi um að stundum er betra að hafa enga ríkisstjórn en einhverja. Þetta hef ég áður sagt. Og á öðrum stað hefur eftirfarandi verið skrifað:

Belgium has found a sure-fire way to restrain public expenditure: by stopping the politicians getting their hands on the money in the first place.

Í Belgíu liggur fyrir að menn þurfi að skera djúpt í fitu velferðarkerfisins og hins opinbera bákns. Telur einhver líklegt að það muni gerast ef sósíalistar ná þar völdum? Er reynsla Spánverja af sósíalistum sú að þeir forði skattgreiðendum frá aukinni skuldsetningu? Mun formleg ríkisstjórn ekki bara sópa gjaldþrota bönkum á herðar skattgreiðenda til að bjarga andliti hins blandaða hagkerfis?

Ég óska Belgum að þeim takist að forðast formlega ríkisstjórn eins lengi og hægt er. Þeir ættu líka að kljúfa landið sitt upp í tvennt að minnsta kosti. Þá losna þeir við eftirfarandi hausverk:

[P]olitical conflict is probably unavoidable in a country where parties tend to draw support from just one linguistic group.

Ég legg að lokum til að ríkisstjórnin sem Ísland situr núna uppi með yfirgefi Stjórnarráðið, skelli því í lás, blási ekki til kosninga og bíði. Ástandið á Íslandi getur bara batnað með því.


mbl.is Enn engin ríkisstjórn í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér skilst einmitt, að lífið gangi bara sinn vanagang í Belgíu þrátt fyrir skort á starfhæfri ríkisstjórn. Í raun vekur það mikla furðu að þar hafi ekki orðið neinar teljandi óspektir nú þegar, því Belgía hefur ekki farið varhluta af evrukreppunni frekar en önnur aðildarlönd. Stærsti banki landsins, Dexia, sem var að stóru leyti í ríkiseigu og með umtalsverða starfsemi víðar á frönskumælandi svæðum [lesist: Frakklandi], er fallinn, átti að mér skilst talsvert af suður-evrópskum skuldabréfum sem hafa hrunið í verði [lesist: PIIGS]. En Belgar virðast taka þessu af miklu æðruleysi, annaðhvort er það vottur um sterkan karakter, eða hitt að þau sé blinduð af flónskulegu trausti á þeirri tálsýn að leiðtogar ESB muni einhvernveginn redda þessu fyrir horn.

Ég þekki ekki nógu vel til Belgíu að ég treysti mér að meta þetta nánar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2011 kl. 01:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Takk fyrir innleggið.

Ég þekki sjálfur heldur ekkert voðalega vel til Belgíu. Ég veit bara að þar er engin formleg ríkisstjórn, og einu fréttirnar sem berast þaðan eru af vandræðagangi í ríkisstjórnarmyndun. Sem sagt: Engar fréttir af óeirðum, skuldakreppu (Belgar skulda samt mikið) eða öðru eins. Og í pistli Telegraph sem ég vísa í er sagt að ávöxtunarkrafan á Belga sé hagstæðari en víðast hvar annars staðar (í ESB). 

Geir Ágústsson, 24.11.2011 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband