Pólitísk stefnumörkun: Stækka ríkisvaldið

Lagt er til að hver ráðherra geti ráðið til sín tvo aðstoðarmenn, en ríkisstjórnin geti ráðið þrjá til viðbótar ef þörf krefur. Með þessu sé hægt að bregðast við auknu álagi í einstökum ráðuneytum.

Álfheiður segir að meirihluti nefndarinnar hafi talið rétt að styrkja pólitíska stefnumörkun í ráðuneytunum.

Fjölgun á "aðstoðarmönnum ráðherra" til að "styrkja pólitíska stefnumörkun í ráðuneytunum" fellur mjög vel að því pólitíska markmiði ríkisstjórnarinnar að stækka ríkisvaldið. Þeir sem vilja að ríkisvaldið þenjist út hljóta að fagna þessari fjölgun opinberra starfsmanna, því hún er beinlínis hluti af pólitískri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.

Raunar er varla hægt að hugsa sér betri leið til að framfylgja pólitískri stefnu vinstriflokkanna: Að fjölga starfsmönnum ríkisins til að styrkja pólitíska stefnumörkun ráðherra, sem hafa allir þá pólitísku stefnu að fjölga starfsmönnum ríkisins.

Aðrir hljóta samt að hafa áhyggjur af þessari stefnu. Stærra ríki þýðir minni einkageiri. Einkageirinn getur stækkað þrátt fyrir stækkandi ríkisvald, en gerir það alls ekki vegna þess.

Næsta skref ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera að ráða aðstoðarmenn fyrir aðstoðarmennina, t.d. allskyns ritara og skjalaumsýslufólk. Stækkandi skrifstofa kallar á fleira skrifstofufólk til að tryggja að pappírar geti flætt á milli þeirra starfsmanna skrifstofunnar sem eiga að sinna vinnu fyrir aðila utan skrifstofunnar.

Báknið er blásið út, og mun halda áfram að gera það á meðan bákninu er stjórnað af fólki með það pólitíska markmið að blása báknið út.


mbl.is Allt að 23 aðstoðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við verðum að fara gera eitthvað róttækt við þetta lið sem hér er allt að drepa niður svo fólk fýr í stórum stíl út í heim!

Sigurður Haraldsson, 7.9.2011 kl. 08:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

The weakness of the State lies in the fact that it is but an aggregate of humans; its strength derives from the general ignorance of this truism.

- Frank Chodorov (tekið héðan)

Þetta blessaða ríkisvald, og þessi ríkisstjórn sem stjórnar því, er ekki valdameira en sem nemur hlýðni okkar við það. Allir sem taka þátt í "ólöglegum" viðskiptum á "svarta" markaðinum vita það. Þeir sem kaupa "undir borðið", gera greiða gegn greiða eða stunda vöruskipti, þeir eru að reyna lágmarka skaða ríkisvaldsins á líf sitt.

Almenn óhlýðni (án ofbeldis) er góð leið til að forðast þetta lið sem er að reyna drepa allt á Íslandi. 

Það hjálpar líka að æða (með orðum) í þá sem tala um "nauðsyn" þess að borga síhækkandi skatta og dæla meira og meira fé í ríkishítina. Það þarf að rífast við þá sem boða áframhaldandi gríðarleg ríkisumsvif, t.d. í heilbrigðis- og skólakerfinu. Þessi kerfi þarf að skera af ríkisvaldinu, svo ríkisvaldið hafi minna til að belgja sig út á. 

Þetta tvennt - óhlýðni þar sem menn telja sig geta komist upp með hana og að æða hart en málefnalega í þá sem verja ríkisvaldið - getur gert töluvert til að veikja valdastoðir þeirra sem ætla allt á Íslandi að drepa. 

Geir Ágústsson, 7.9.2011 kl. 09:15

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef fáir gera mörg mistök er best að fjölga sem mest í hítinni svo að "að meðaltali" geri 1 þingmaur lítið af mistökum

Óskar Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Svo ættum við held ég að taka upp fleiri nýyrði sérstaklega til "heiðurs" sitjandi ríkisstjórnar sem verður til framtíðar þekkt sem "ríkisstjórnin sem ekki kunni að reinkna" og þar t, d. Þingmaur og Líkissttjórn.

Óskar Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 00:42

5 identicon

Sæll.

Það er sorglegt að heyra að menn ætla sér enn að stækka alltof stórt ríkisbákn. Hér fer ekkert fyrir umræðu um þann mikla fjölda þingmanna sem við höfum miðað við t.d. Norðurlandaþjóðirnar. Sé miðað við höfðatölu erum við með ca. 5 sinnum fleiri þingmenn en frændur okkar. Hér er hægt að spara. Starfsmönnum þingsins hefur einnig fjölgað gífurlega undanfarið. Hvað gera 63 þingmenn fyrir okkur sem t.d. 23 gætu ekki gert?

Það eru of fáir sem átta sig á því að hvert starf hjá ríkinu er á kostnað starfs í einkageiranum, ríkisstarf þýðir starf í einkageiranum sem aldrei varð til. Þessir aðstoðarmenn (og opinberir starfsmenn) fá laun af skatttekjum ríkis/sveitarfélaga sem þýðir þá auðvitað að skattar verða ekki lækkaðir eða þá að hallinn á ríkissjóði/sveitarfélögunum minnkar síður. Ríkið/sveitarfélögin þurfa þá að sækja sér lánsfé í samkeppni við einkageirann sem ýtir upp vöxtum og dregur úr getu fyrirtækja til að ráða fólk. Það er allt slæmt við hallarekstur ríkisins og mikla skattheimtu.

Þú átt lof skilið fyrir það Geir að benda á greinina um "The forgotten depression of 1920" ef ég man heiti hennar rétt. Það er ekki fræðileg lausn á kreppunni að draga úr stærð ríkisins, þetta er empírísk staðreynd sem vitað er að virkar.

Vandinn hér er sá að menn ráðast ekki í umræðu um grundvallaratriði: Hvaða verkefnum viljum við að ríkið sinni? Þegar við vitum það er hægt að átta sig á því hvaða ríkisstofnanir má leggja niður og öll umræða um niðurskurð verður miklu markvissari. Núna er hún of handahófskennd.

Annað: Hvað finnst mönnum um þessa tuggu Jóhönnu um sköpun starfa? Hvað er hún búin að lofa mörg þúsundum starfa á kjörtímabilinu? Ætli hún trúi sjálf því sem hún segir eða lýgur hún viljandi? Ég spyr vegna þess að fyrir ca. ári sagði Steingrímur að hagvöxtur hefði loksins haldið innreið sína en örfáum dögum síðar sögðu tölur Hagstofunnar annað, samdráttur. Laug Steingrímur þá um hagvöxtinn eða vissi hann ekki betur? Hvort sem er undirstrikar hve óhæfur hann er í starfið, ekki satt?

Helgi (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband