Færsluflokkur: Bækur

Lítil bók um skilvirkni

book-coverÉg var að gefa út bók um daginn og ætla hérna að taka saman allar hugsanlegar upplýsingar um hana. Þessi færsla verður uppfærð eftir því sem ég hef meira fram að færa. 

Bókin er á ensku og heitir:

The Smallest Efficiency Guide in the World: A guide for busy people who solve problems for a living

Stór titill á lítilli bók ef svo má segja!

Bókin er um skilvirkni í vinnu og á sennilega best við um skrifstofuvinnu en þó ekki eingöngu. Hún á að höfða til allt í senn starfsmanna, yfirmanna og þeirra sem starfa sjálfstætt. 

Hana má kaupa á Amazon og menn geta valið að fá hana sem rafbók eða á pappír. Þeir sem kaupa pappírsútgáfuna á Amazon.com geta, ef allt virkar sem skyldi, sótt sér rafbókarútgáfuna fríkeypis. 

Breska Amazon:

http://www.amazon.co.uk/dp/1505993059/

Þýska Amazon:

http://www.amazon.de/dp/1505993059/

Bandaríska Amazon:

http://www.amazon.com/dp/1505993059/

Ítalska Amazon:

http://www.amazon.it/dp/1505993059/

Franska Amazon:

http://www.amazon.fr/dp/1505993059/

Japanska Amazon (eingöngu sem rafbók):

http://www.amazon.co.jp/dp/B00RRRD58I/

Brasilíska Amazon (eingöngu sem rafbók):

http://www.amazon.com.br/dp/B00RRRD58I/

... og áfram mætti telja. Glöggir lesendur sjá sjálfsagt endurtekningar í slóðunum hér að ofan. 

Síða bókarinnar á Goodreads:

https://www.goodreads.com/book/show/24904461

Bókin á sölusíðu útgefenda er hér

Fyrir Íslendinga á Íslandi er sennilega ódýrast (upp á sendingarkostnað) að kaupa hana frá evrópskri Amazon-verslun. 

Ég vona að einhverjir sem þetta lesa slái til og eyði litlu fé og um hálftíma af tíma sínum í að kynna sér efni bókarinnar og fái heilmikið út úr því í aukinni skilvirkni, aukinni virðingu fyrir tíma annarra og betra flæðis í öllu sem kemur á borð viðkomandi. 

Og það besta af öllu: Hún passar í rassvasa eða innanverðan jakkavasa!

pictures-of-book

Bróðir minn, framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Crossfit Katla, var svo vingjarnlegur að skrifa eftirfarandi umsögn um bókina:

review_OmarOmar

Forstjórinn minn var svo ánægður með litlu bókina mína að hann keypti 55 eintök fyrir yfirmennina í fyrirtækinu. Það ætti nú að geta flokkast sem góð byrjun.

Blaðamaður hjá Morgunblaðinu var svo vingjarnlegur að bjóða mér í svolítið viðtal vegna bókarinnar sem birtist í Morgunblaðinu 16. febrúar 2015 (bls. 14) með eftirfarandi fyrirsögn:

mbl_fyrirsogn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband