Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Gjaldborg um heimilin

Eitthvað var það óheppilegt hjá kjósendum að misheyrast fyrir seinustu kosningar. Kjósendur heyrðu talað um "skjaldborg um heimilin", en í raun var verið að lofa þeim "gjaldborg", eins og komið hefur í ljós.

Hvað gerir einstaklingur sem nær ekki endum saman? Hann sker niður útgjöld sín, tekur kannski tímabundið lán en fær varla meira en það, og á endanum þarf að greiða til baka.

Hvað gerir hið opinbera? Þeir sökkva skattgreiðendum í skuldir. Síðan koma kosningar og afleiðingar skuldasöfnunarinnar lenda á einhverjum öðrum. Lúxus sem einstaklingar geta ekki leyft sér, nema auðvitað með því að setja ábyrgðarmenn í klípu.

Holl og góð húsráð heyrast ekki í Stjórnarráðinu.


mbl.is Skattahækkanir auka verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt fyrr hefði verið

Það lítur út fyrir að Jóhanna sé komin úr holunni sinni og byrjuð að ræða við útlendinga - nokkuð sem hún verður seint kölluð iðin við að gera. Gott mál, og þótt fyrr hefði verið.

Lausn "Icesave-deilunnar" er og þarf að vera pólitísk. Engin lagaleg kvöð er á íslenskum skattgreiðendum til að taka á sig skuldbindingar vegna tryggingakerfis sem var ekki ætlað til að tækla kerfishrun, hvorki á Íslandi né í öðrum löndum EES/ESB. Ef svo væri þá væri tryggingakerfið í raun óþarft, og skattgreiðendur á sérhverjum tímapunkti ábyrgir fyrir töpuðum innistæðum. Tryggingakerfið var einfaldlega sett upp til þess að svo sé ekki.

Nú þurfa yfirvöld að hætta að tala málstað Íslendinga niður, afla honum þess í stað stuðnings meðal vinaþjóða, til að standa gegn ofríki Breta og Hollendinga. Fyrir mér má slíkur stuðningur mjög gjarnan koma niður á ESB-umsókn Íslands, sem ég er mótfallinn. 


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skuldum ekkert vegna Icesave

Íslenska ríkið (og þar með íslenskir skattgreiðendur) skulda ekki krónu vegna hruns Landsbankans.

Eftirfarandi orð lýsa vel af hverju (tekin héðan):

Secondly, the Icelanders assert that they will honor all legal obligations to depositors in the EEA (European Economic Area, of which Iceland is a member-state). But they argue that this only means that deposits are covered by the Icelandic Depositors' and Investors' Guarantee Fund set up under EEA rules. If that Fund is unable to meet its obligations, there is no clear requirement, under EEA rules, for the Icelandic government to step in.

In the third place, the Icelanders refer to Jean-Claude Trichet, the president of the European Central Bank, and Wouter Bos, the Dutch finance minister, who both have stated publicly that the EEA rules on deposit insurance were not designed, anyway, for the collapse of an entire financial system, such as Iceland saw.

 Lagalega er því engin krafa á íslenskum stjórnvöldum að "semja" um eitt né neitt. Ef Íslendingar vilja hins vegar skora pólitísk stig við vinaríki sín, þá má e.t.v. bjóða eitthvað táknrænt, nú eða að láta hluta af þrotabúum hinna gjaldþrota banka ganga upp í eitthvað af innistæðum sem ekki var til fé fyrir í iðgjaldasjóði Tryggingasjóðs innistæða.

En lagalega séð þá þarf ekki að gera neitt fleira en að hafna hinum vondu Icesave-lögum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og líta svo á að málið sé úr sögunni.

 


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru beljur í útrýmingarhættu?

Spurt er: Eru beljur í útrýmingarhættu? Eða er til alveg feikinóg af beljum til að sinna eftirspurn eftir beljukjöti og mjólk þar sem markaðurinn fær leyfi til að stilla saman strengi neytenda og framleiðenda?

Auðvitað eru beljur ekki í útrýmingarhættu. Þær eru til í stórum stíl á bónabæjum víða um heim. Þær eru ræktaðar í stórum stíl til að sinna eftirspurn eftir beljuafurðum. Þær eru í einkaeigu.

En hvað með tígrisdýr? Eru þau í útrýmingarhættu? Já. Þar sem þau lifa villt þá eru þau í stórkostlegri útrýmingarhættu, þótt vissulega sé bannað að veiða þau eða raska ró þeirra. Ríkisvaldið hefur tekið vernd þeirra og velferð upp á sína arma. Bráðum verða engin dýr eftir í náttúrunni. Sjá nánar hér.

Hvað kemur þetta vatni við? Það gerir það að því leyti að ef ríkið ætlar sér að þjóðnýta vatnsból á Íslandi þá er hættunni boðið heim með að vatnsból verði bæði ofnýtt og vanrækt. Og þá verða hin meintu "mannréttindi" að engu orðin.

Eða hafa menn kannski gleymt því hvað gerist þegar ríkisvaldið skilgreinir matvæli og lyf sem "mannréttindi" og tekur útvegun þess konar upp á sína arma?


mbl.is Vatn almannaeign samkvæmt stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband