Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Hvađ međ skuldir?

Seđlabanki Íslands er nú í óđa önn ađ reyna afsaka vanmátt sinn til ađ stjórna peningamálum á Íslandi. Er ţađ bćđi vegna rangrar hugsunar yfirstjórnenda hans (seđlabankastjóra, ríkisstjórnarinnar) og beitingu hagfrćđikenninga sem halda ekki vatni.

Talađ er um sterka einkaneyslu og merki um "efnahagsbata" í sömu andrá. Fólk fékk leyfi til ađ taka svolítiđ af lífeyrissparnađi sínum, og ćddi svo međ hann inn í nćstu búđ og eyddi ţví í neytendavarning frekar en ađ borga skuldir. Hér er öllu snúiđ á haus - efnahagsbatinn kemur ekki fyrr en fólk hefur greitt skuldir sínar og byrjađ ađ spara frekar en eyđa. Sá sparnađur getur svo nýst í fjárfestingar og uppbyggingu verđmćtaskapandi starfsemi, sem síđan mun verđa undirstađa aukins og öllu varnalegri efnahagsbata en bruđl og skuldasöfnun.

En annars mćtti nú kannski segja ađ ţađ skiptir engu máli hvađ almenningur greiđir skuldir sínar hratt upp eđa leggur mikiđ fyrir - hiđ opinbera er í óđa önn viđ ađ skuldsetja alla Íslendinga marga áratugi fram í tímann, bćđi međ hallarekstri á ríkissjóđi og pólitískum ákvörđunum um ađ taka á sig skuldir einkabanka. Svo hví ekki bara ađ eyđa hverri aukakrónu í neysluvarning?


mbl.is Minna dregiđ úr einkaneyslu en búist var viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bless Bónus, halló Gíslus

Gísli Tryggvason, svonefndur "talsmađur neytenda", segir ađ nú sé tćkifćriđ til ađ "endurskipuleggja smásölumarkađ". Međ öđrum orđum, ađ ákveđa fyrirfram hvađ sé besta fyrirkomulag smásölumarkađs međ tilliti til "hagsmuna neytenda".

Stór orđ, svo ekki sé meira sagt. Ég hef samt nokkrar spurningar fyrir hann:

  • Hefur hann reynslu af rekstri smásöluverslunar á Íslandi? Ef ekki, á hvađa grunni ćtlar hann ađ byggja "endurskipulagningu" sína? Ef hann hefur slíka reynslu, hvar var hann ţá ađ reka smásöluverslun, og hvernig gekk sá rekstur? Vćntanlega vel, úr ţví hann telur sér fćrt ađ "endurskipuleggja" smásölumarkađ.
  • Gćti hugsast ađ meintur "skortur á samkeppni" sé ađ einhverju leyti tengdur ţví ađ ţađ er mjög dýrt ađ koma inn á smásölumarkađ á Íslandi? Ríkiđ tekur stóran bita af hverri seldri vöru til sín, leggur á hafsjó skilyrđa og reglugerđa fyrir rekstri smásöluverslunar, innheimtir tolla, skatta og ýmislegt fleira af allri vöru sem ferđast inn í og um landiđ, og fleira af slíku tagi. Vćri kannski ráđ ađ líta á ţessa hluti áđur en embćttismannavaldiđ er sett í gang međ "endurskipulagningu" sína?
  • Hagnađur af smásöluverslun á Íslandi er ekki mikill, sem hlutfall af veltu smásölumarkađar. Vćri e.t.v. ráđ ađ líta á ástćđur ţess, áđur en embćttismannavaldiđ er sett í gang međ "endurskipulagningu" sína?
  • Gísli Tryggvason virkar á mig eins og einlćgur og duglegur embćttismađur sem brennur fyrir málstađ sinn. En gćti veriđ, Gísli, ađ ţú sért ađ einblína um of á endaniđurstöđuna ("of hátt verđ til neytenda"), en gleyma um leiđ orsökum hennar?

Á frjálsum markađi er ţađ nú svo ađ ef einhver er ađ grćđa meira en "venjulegt" getur talist, ţá lađar ţađ ađ fjárfesta sem međ nýjum ađferđum og hagstćđara rekstrarfyrirkomulagi ná ađ grćđa ađeins minna, en nóg samt til ađ réttlćta fjárfestinguna í rekstri sínum. Ţetta er hagfrćđi 101. Nú finnst mér ađ menn séu svolítiđ ađ velja krókaleiđina fram fyrir beinu leiđina og reyna ađ skođa allt út frá sjónarhóli reglugerđa frekar en neytendavals. Er ţađ algalin hugsun?


mbl.is Tćkifćri til ađ auka samkeppni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gamalt fars í nýjum umbúđum

Steingrímur sagđi ađ framkvćmdastjórn Alţjóđagjaldeyrissjóđsins hefđi einfaldlega endurskođađ efnahagsáćtlun Íslands og samţykkt hana án nokkurra skilyrđa eđa fyrirvara og tekiđ skýrt fram, ađ ţar međ opnađist ađgangur Íslendinga ađ gjaldeyrislánum frá sjóđnum og Norđurlöndum.  

Steingrímur sagđi ţađ síđan vera höndum fjárlaganefndar og Alţingis ađ ljúka vinnu viđ Icesave-frumvarpiđ og hann er bjartsýnn á ađ ţađ fái farsćla lausn. 

 Eitthvađ hljómar ţetta kunnuglega. Steingrímur og Jóhanna ađ lýsa yfir bjartsýni međ ađ AGS vilji loksins leyfa Íslendingum ađ skuldsetja sig á bólakaf til ađ greiđa fyrir skuldbindingumar einkabanka og áframhaldandi bruđl hins opinbera, í stađ ţess ađ herđa beltiđ eins og almenningi er sagt ađ gera. Gamalt fars í nýjum umbúđum, ţar til annađ kemur í ljós.


mbl.is Engir fyrirvarar af hálfu AGS
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ spila međ liđinu

Ögmundur Jónasson er núna í mjög erfiđri stöđu. Hann vill ađ ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri-grćnna lifi, en er um leiđ ósammála forsćtisráđherra ríkisstjórnarinnar, og annarra í forystu stjórnarflokkanna, um stórt mál. Hann ţarf ţví ađ gera upp á milli ţess ađ vera međ í liđinu, eđa sitja hjá. En lćtur sér ekki detta í hug ađ kjósa gegn, ađ ég held.

Fyrir nokkrum árum sat á ţingi ung kona, Dagný Jónsdóttir, sem var sennilega í svipađri stöđu. Á dagskrá var ákveđiđ ţingmál. Hún ákvađ ađ sitja ekki hjá í máli ţar sem hún var ósammála ríkisstjórnarfélögum sínum, heldur kjósa međ. Hún útskýrđi afstöđu sína á eftirfarandi hátt:

Ţađ sem mér ţótti skrítiđ var ađ stjórnarandstöđuţingmađurinn sem hana ritađi virđist ekki gera sér grein fyrir ađ á ţingi eru tvö liđ og eins og stađan er núna er ég í stjórnarliđinu. Í ţessu felst enginn hroki, bara stađreynd og mađur fylgir sínu liđi. Meirihlutinn hefur lagt fram tillögur til fjárlaga og fjáraukalaga og ţar eru t.d. aukin útgjöld til menntamála.

Fyrir ţessi ummćli sín var ráđist á hana úr öllum áttum, ţá sérstaka úr átt stjórnarandstöđu ţess tíma. Stóru orđin voru ekki spöruđ, og hin unga ţingkona dró sig úr stjórnmálum.

Núna er öldin önnur. Núna ćtlast formenn ráđandi flokka til ţess ađ ţingmenn sínir sýni skilyrđislausa hlýđni. Athyglisvert? Í raun ekki. Ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst eitt grundvallaratriđi ađ leiđarljósi: Ađ halda velli. 

Á einum stađ var ríkisstjórninni lýst á eftirfarandi hátt, og lćt ég ţau orđ vera mín lokaorđ á ţessari fćrslu:

Til er hundakyn, sem menn rekast stundum á í útlöndum, sem hefur ţađ sérkenni helst ađ vera svo lođiđ ađ ekki sést nema viđ nákvćma skođun hvađ snýr fram og hvađ aftur á dýrinu. Dýriđ sjálft getur ţó auđveldađ lausn gátunnar međ ţví ađ hreyfa sig. Má ţá slá ţví föstu ađ hausinn sé í ţá áttina, sem hreyfingin er.

Einhverra hluta vegna minnir ţetta hundakyn mjög á íslensku ríkisstjórnina.


mbl.is Gefur ekki upp Icesave-afstöđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband