Flækjustigið aukið

Vinstrimenn vinna nú hörðum höndum að því að skrúfa upp skattprósentur, fjölga sköttum, hunsa hóflegar niðurskurðartillögur og síðast en ekki síst - auka flækjustig skattkerfisins til mikilla muna.

Nú vissu svo sem allir að skattahækkanir væru á leiðinni. Þannig er það alltaf þegar vinstrimenn eru við stjórnvölinn, hvort sem það er í góðæri í borgarstjórn Reykjavíkur eða kreppu á Alþingi Íslendinga. Engin ástæða til að láta það koma sér á óvart. Það er hitt sem er verra, að það sé verið að auka flækjustigið svona rosalega. Vinstrimenn geta ekki hugsað almennt - allt þarf að vera sértækt og tekjutengt. Þetta veldur almenningi miklum hausverk, jaðarskattar raða sér á tekjur, eignir og fjárfestingar allra, og ríkið þarf að ráða tugi þjónustufulltrúa til að hjálpa til við að greiða úr flækjunni. Nokkuð sem eykur kostnað við skattheimtu til mikilla muna.

Úr því vinstrimenn vilja hækka fjármagnstekjuskatt (og þar með húsaleigu, svo fátt eitt sé nefnt), af hverju þá ekki að hækka hann í 16,5% á alla línuna? Það mundi sennilega koma í veg fyrir að eitthvað af fjármagni landsins flýði land, er einfaldara í innheimtu, veldur ekki jaðaráhrifum, einfaldar bókhald fólks sem í dag er á mörkum hins nýja skattþreps og er að hugleiða að taka út sparnað sinn, og er almennt, í stað þess að miðast við einhverja handahófskennda krónutölu. 

Það mun taka langan tíma að greiða úr þessari flækju þegar stjórnarskipti eiga sér næst stað, í seinasta lagi við næstu kosningar. 


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látið eftirfarandi berast um blog-heima:

Leigusalar, munið að hækka húsaleiguna um 8% til þess að mæta hækkun skatts á húsaleigutekjur úr 10 % í 18%.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:55

2 identicon

Flottur pistill hjá þér.  Stjórnin sem situr núna er einfaldlega óhæf, það hefur sýnt sig að VG sem dæmi hafa aldrei haft það í sér að stjórna né getustig til þess.

Stjórnin fer blessunarlega að falla, það er tímaspursmál.  Vonandi fyrir jól, ekki amaleg jólagjöf fyrir þegna landsins. (Þá þegna sem halda hér öllu uppi)

Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:14

3 identicon

Alveg er það merkilegt með ykkur hægri menn að þið viljið alltaf halda áfram að sukka.Því miður voru sjálfstæðismenn alltof lengi við stjórn í landinu og komu okkur í þetta ömurlega ástand sem við erum í núna.Það er aldrei minnst á af kkar hálfu kúlulánafólkið sem situr á þingi fyrir ykkar hönd og vinnur að því hörðum höndum að bjarga sjálfu sér.Þetta er til svo mikilar skammar að þetta fók skuli voga sér að segja ekki af sér og skammast sín.En ó nei þetta er akkúrat siðferðið og það kunnið þið að meta.Og svo ótrúlegt er það að þið djöflist og hamist við að rakka niður þau sem eru að reyna að koma okkur upp úr skítnum eftir þetta gengdarlausa sukk á ykkar fólki.Í guðanna bænum hættiði þessari afneitun og meðvirkni og opnið augun.Sem betur fer er þetta siðlausa hægra pakk ekki lengur að stjórna .

a

Gunni (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:36

4 identicon

Gunni.  Sjálfstæðisflokkur gerði margar vitleysur á sinni stjórnunartíð en það getur enginn kvartað yfir þeim lífskjörum sem hér hafa verið sl 18 ár.  Nú kemur kreppa (margt má týna til um ástæður) sem vinstri menn tækla á heimskan og óábyrgan hátt. Eru ekki til þess hæfir og ef þetta heldur svona áfram fer þjóðfélagið í þrot.  Sjálfstæðismenn myndu gera betur, klárlega enda ekki erfitt miðað við þessi erkifífl sem nú stjórna

Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunni,

Bendi þér á lokasetninguna í því sem ég vísaði í frá síðu SUS: "Þó telur SUS að Sjálfstæðisflokkurinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í því að hafa stóraukið ríkisútgjöld á síðustu árum."

Það var lítið "hægri" í því að tvöfalda ríkisvaldið á 10 árum. Pressan til þess kom frá vinstri, og því miður gáfu hægrimenn eftir. Núna krefst SUS afsökunarbeiðni frá Sjálfstæðisflokknum, um leið og "sparnaðartillögur" SUS benda á að ríkisfjárlög ársins 2005 gætu dekkað núverandi ríkisútgjöld án skattahækkana.

Geir Ágústsson, 18.11.2009 kl. 22:18

6 Smámynd: Geir Ágústsson

...og fyrir utan að núverandi ríkisstjórn er að gera illt verra. Það er lengi hægt að hamast í ríkisstjórn sem sat áður, en þegar vont er hreinlega gert verra þá er sá blóraböggull orðinn erfitt skotmark.

Geir Ágústsson, 18.11.2009 kl. 22:20

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það allra besta er eftir: ekki bara munu þeir í besta falli fá aðeins minna greitt í skatt, heldur munu tekjurnar að meira leiti en áður fara í pappírsvinnu vegna þess að kerfið er flóknara.

Björtustu spár 2002 sögðu að 25% færu í ekkert.  Nú?  Ja hérna...

Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Þætti vænt um tengil eða tilvísun sem fjallar um þessa 25% sóun. Ég er ekki vantrúaður á töluna, en vildi gjarnan sjá aðeins meira um bakgrunn hennar. 

Eitthvað slíkt í boði?

Geir Ágústsson, 18.11.2009 kl. 22:53

9 identicon

Ekki minnist þið einu orði á það hvað ykkur finnst um að kúlulánafólkið ykkar skuli sitja ennþá á þingi.Finnst ykkur hægrimönnum það virkilega í lagi ?

Ég vil ekki trúa því að það séu allir hægri menn jafn siðblindir.Svo ég vona að þið segið mér´álit ykkar á þessu.

Gunni (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:10

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunni,

Hér er ég í vafa um hverja þú ert að tala um og hvað þú átt við með "kúlulánafólki".

Á meðan engin lög voru brotin, þá skiptir svo sem ekki máli hverjir gerðu hvað. Það var og er grundvallargalli í peningamálakerfi heimsins sem felst í ætlaðri ríkisábyrgð á skuldbindingum banka sem keyra um koll. Slíkt skapar "moral hazard" en felur ekki í sér lögbrot, á meðan kerfið er byggt upp eins og er.

Annars endurtek ég gjarnan punktinn með færslu minni: Vinstristjórnin er að gera illt verra, og þótt það sé auðvelt að vera  í sífellu að tala um fyrri ríkisstjórnir og einstaka meðlimi stjórnarandstöðu, þá er það samt tímasóun.

Geir Ágústsson, 20.11.2009 kl. 12:28

11 Smámynd: Einar Jón

Á meðan engin lög voru brotin, þá skiptir svo sem ekki máli hverjir gerðu hvað.

Er þetta ekki það sem kallað er siðblinda?

Einar Jón, 20.11.2009 kl. 17:50

12 identicon

Ég trúi því nú ekki að þú sért í vafa um hverjir það eru sem eru með kúlulán og sitja á þingi.Eru það ekki Þorgerður Katrín og Tryggvi Þór .Það var nú mikið fjállað um það í fjölmiðlum.Og meira að segja stofnuðu einkahlutafélög um allt sukkið.Það finnst mér bera vott gríðarlega græðgi og ömurlegt til þess að vita að fók sem á að vera að vinna fyrir okkur er að braska á bakvið með hinum svokölluðu útrásarvíkingum.Ög auðvitað er þetta svo rosaleg siðblinda að þetta fólk ætti að hafa vit á því að segja af sér en ekki vera að rífa sig þegar aðrir eru að reyna að moka þau uppúr drullunni.Hvernig getur fólk réttlætt svona hegðun?Það skil ég ekki sem heiðarlegur þjófélagsþegn sem hefur alltaf staðið í skilum með allt sitt en sér nú fram á að þurfa að selja ofan af sér þar sem ég er að verða búinn að tapa öllu mínu.Og svo á maður bara að brosa,af því það má ekki segja sannleikann .Það þarf nefnilega að hlífa sumum.Ég tek það fram að ég er hvergi í flokki og er t.d algerlega á móti því að ganga í evrópusambandið.Og ég er líka á móti umhverfiskjaftæðinu í VG.Þurfum vinnu og það strax.En mesta spillingin finnst mér í Sjálfstæðisflokknum.

Gunni (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:49

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Lögin eru ekki siðferðisdómstóll. Til að finna slíkan þá þarftu að snúa þér til trúarbragðanna.

Gunni,

Gott og vel, tveir einstaklingar fyrrverandi stjórnar, og núverandi minnihluta (í Alþingi 63 einstaklinga), tóku einhvers konar lán í fjármálaumhverfi sem vel á minnst er enn til staðar og fæddist að miklu leyti til í Brussel. En núverandi stjórn er að gera illt verra. A því hamast ég.

Geir Ágústsson, 22.11.2009 kl. 20:14

14 Smámynd: Einar Jón

Nákvæmlega það sem ég á við. En er ekki helvíti sjúkt viðhorf að segja að allt sem ekki er sérstaklega bannað með lögum skipti ekki máli?

Lögin á Íslandi eru víða meingölluð (eins og þú hefur örugglega tekið eftir og bent á sjálfur). Bernie Madoff hefði hugsanlega sloppið við fangelsi ef hann hefði verið dæmdur eftir íslenskum lögum. Þeir sem notfæra sér vanhæfni löggjafans í hagnaðarskyni eru vissulega "klókir bisnesskallar", en það gerir þá ekki "allt í lagi".

Einar Jón, 23.11.2009 kl. 08:58

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Lögin, og þá sérstaklega lög um fjármálamarkaði, eru einfaldlega svo umsvifamikil og flókin að stórir bankar og útsjónasamir einstaklingar geta auðveldlega slegið út hvaða eftirlitsstofnun sem er með því að finna löglegar "holur" í kerfinu.

Það voru einfaldari tímar þegar bönkum var hæfilega vantreyst og þeir sjálfum gert að taka skellinn ef viðskiptamódel þeirra gengu ekki upp (sem er ekki raunin í dag í umhverfi "lánveitenda til þrautavara" i formi seðlabanka, þar sem ríkið blástimplar banka ár eftir ár þegar mörgum þykir ljóst að styrkur þeirra liggur fyrst og fremst í að nýta sér vaxandi peningamagn í umferð).

"Moral hazard" getur gert margan heiðvirðan einstaklinginn að skúrki. Og hvað gerist þegar gróðinn er einkavæddur en tapið er þjóðnýtt? 

Geir Ágústsson, 23.11.2009 kl. 11:03

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Sá á einum stað að það var stungið upp á því (í gríni) að gera Bernie Madoff að fjármálaráðherra frekar en að stinga honum í steininn, því það sem hann gerði og var kallað glæpur er nákvæmlega það sem ríkisvaldið í USA er að gera og er kallað "stjórn peningamála". Alls ekki galin hugmynd.

Geir Ágústsson, 23.11.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband