Obama kominn á hnén

Obama ferðast nú frá landi til lands til að sannfæra ráðamenn þar um að halda áfram að fjármagna hallarekstur bandaríska ríkisins. Obama tók við kreppu og óábyrgri peningamálastefnu, og er nú í óða önn að búa til ennþá stærri kreppu drifna áfram af enn óábyrgari fjármálastjórn. Svona svolítið eins og ríkisstjórn Íslands.

Kínverjar eiga nóg af pening (enda spara þeir og framleiða) sem Bandaríkjamenn þurfa að fá að láni (til að fjármagna áframhaldandi neyslu og hallarekstur). Enn sem komið er hafa Kínverjar látið eftir Bandaríkjamönnum og keypt skuldir í gríð og erg, og nú er svo komið að allar hirslur Kínverja eru fullar af skuldum Bandaríkjamanna sem ekkert fæst fyrir. 

Þetta ástand mun ekki vara að eilífu. Fyrr eða síðar rennur það að fullu upp fyrir Kínverjum að Bandaríkjamenn munu aldrei greiða skuldir sínar, og allir Bandaríkjadollararnir sem þeir telja sig eiga inni eru verðlausir. 

Hverjum ætlar Obama þá að kenna um? Davíð Oddssyni?


mbl.is Obama kominn til Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband