Endalok dollarans?

Það skal engan undra að olíuframleiðsluríki séu byrjuð að hugleiða viðskipti með olíu í einhverju öðru en bandarískum dollar. Sá dollar er núna fjöldaframleiddur sem aldrei fyrr, og kaupmáttur dollara að falla miðað við nánast hvað sem er - gull, olíu, aðrar myntir og svona má lengi telja.

Það mikla traust sem dollarinn hefur notið seinustu 100 ár fer nú þverrandi. Það er auðvelt að falsa "hagvöxt" þegar hagvöxtur er mældur í neyslu og neyslan er fjármögnuð með peningaprentun. Þessu fara vonandi fleiri og fleiri að átta sig á.

Það næsta sem gerist er að Kínverjar, Japanir og fleiri hætta að lána Bandaríkjamönnum til að fjármagna botnlausa skuldahít, og byrja að eyða peningunum sjálfir eða í fjárfestingar í öðrum heimshlutum. Efnahagsstefna Bandaríkjastjórnar er að eyðileggja hagkerfi Bandaríkjanna, og þegar kjörtímabili Barack Obama lýkur mun varla standa steinn yfir steini þar í landi. Allt sem G. W. Bush og A. Greenspan gerðu rangt í sínum efnahagsaðgerðum eru nú B. Obama og B. Bernanke að gera af miklu meiri þrótti.

Þeir sem eiga dollara í dag ættu að selja þá sem fyrst og flýja með verðmæti sín yfir í hrávörur eða aðra gjaldmiðla (þó ekki í breska pundiðsem stefnir sömu leið í stöðu klósettpappírs). Seðlabanki Zimbabwe hrósaði nýverið seðlabönkum heimsins fyrir að framfylgja peningamálastefnu í anda sinnar eigin. Er það ekki ágætis víti til varnaðar?


mbl.is Vilja hætta nota dollar í olíuviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband