(Obama + Bernanke) = (Bush + Greenspan)^2 ?

Þeir sem höfðu eitthvað á móti efnahagsstjórn George W. Bush og Greenspan á sínum tíma ættu að vera mjög áhyggjufullir í dag. En sumar klappstýrur Obama velja þess í stað að skipta alveg um skoðun. Áhyggjuefnin þá eru fagnaðarefni í dag. Það sem var gagnrýnt þá fær hrós í dag.

Dæmi um klappstýru Obama sem hefur hent skipt um hagfræðistefnu síðan 2003 er Paul Krugman, nýjasti Nóbels-verðlaunahafinn í hagfræði, og hagfræðingur í anda Keynes. Segir á einum stað:

The problem is that everything Mr. Krugman now writes entirely contradicts his 2003 article, despite the fact that every fundamental problem the economy faced six years ago is now much worse. Mr. Krugman has no issues with Barack Obama and Ben Bernanke committing the same atrocities the previous administration committed. President Obama has ramped up every budget, including the military budget, while Bernanke runs the presses faster than Greenspan ever did.

Þetta er athyglisverð lexía fyrir þá sem skipta um skoðun á aðgerðum eftir því hver framkvæmir. Lexía fyrir þá sem hafa ekki gert upp við sig hvort í ríkið eigi að vera stórt eða lítið, skuldsett eða skuldlaust, krefjast hárra skatta eða lágra. Í fjarveru hugmyndafræði er hætt við að leiðin til ánauðar verði hröð - að miðstýrt ráðstjórnarríki verði umborið því forsætisráðherra þess er vinsæl, gráhærð lesbía, svo einhver handahófskennd lýsing á engri sérstakri manneskju sé tekin sem dæmi.


mbl.is Obama styður umsókn Chicago
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband