ESB-dallur?

Af öllum innlendum fréttum mbl.is í dag þykir mér þessi sennilega ein sú athyglisverðasta. Nú skal það útskýrt.

Árni Helgason er sennilega mjög góður maður, og hann er svo sannarlega prýðilegur penni sem hefur margt gott til málanna að leggja. En hann er ekki frjálshyggjumaður, frekar en seinustu 2-3 formenn Heimdalls. Því til undirstrikunar má benda á að hann er opinn fyrir aðild Íslands að ESB.

En er eitthvað athyglisvert við að virkur einstaklingur í stjórnmálastarfi Sjálfstæðisflokksins vilji verða formaður Heimdallur? Já, það getur verið það. Heimdallar var lengi vel kallaður "samviska [Sjálfstæðis]flokksins" vegna harðrar gagnrýni frá hægri á stefnu og aðgerðir stjórnmálamanna flokksins. Þetta, fyrir utan að margir harðkjarnar Heimdalls risu á endanum í hæstu hæðir í stjórnmálum, hélt flokknum á mottunni - honum var haldið nógu langt til hægri til að skilja sig frá vinstri- og miðjumoðinu þar sem vindurinn einn gat breytt stefnu skipanna. Hann var eini raunverulegi valkostur frjálslyndra einstaklinga þegar kom að kosningum. 

Nú er öldin önnur. Eftir að jafnaðarmannaarmur Flokksins gleypti Heimdall og SUS, þá hefur samviskan þagnað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett upp vindhanann og lætur hann nú stjórna stefnu skipsins. Árni Helgason er góður penni og að mörgu leyti með hjartað á réttum stað, en hann er jafnaðarmaður og mun halda arfleið vindhanans á lofti, og á meðan þegir samviskan. 

Það þykir mér vera tíðindi að velja slíkan mann til formannsembættis Heimdallar þegar tækifæri frjálshyggjumanna til að byggja upp sterkt mótvægi við núverandi vindátt á Alþingi er núna.


mbl.is Árni Helgason vill stýra Heimdalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband