Hvað með loforð #17?

Í 100 daga verkáætlun ríkisstjórnarinnar stendur, sem punktur nr. 17:

Dregið úr gjaldeyrishöftum.

Á "frumstigi" eru nú hugmyndir um að gera hið gagnstæða, og tæma gjaldeyrissjóði ríkisins til að viðhalda "föstu gengi". 

Ef af verður, þá er þetta pólitísk ákvörðun sem hefur skelfilegar afleiðingar. Ríkisvaldið getur ekki staðið undir gríðarlega ofmetinni íslenskri krónu.

Áhugaverð lesning um fast gengi og fljótandi, eftir kollega og skoðanabróðir Gylfa Magnússonar, prófessors og ráðherra, má finna hér. Þar segir meðal annars:

Föstu gengi geta fylgt ýmsir aðrir annmarkar, bresti trú almennings eða einstakra stórtækra spákaupmanna á gengisfestuna. Hugsum okkur, að raungengið hafi hækkað umtalsvert að óbreyttu nafngengi, til dæmis vegna meiri verðbólgu heima fyrir en í helztu viðskiptalöndum. Takist spákaupmönnum við þessar kringumstæður að gera áhlaup á gjaldeyrisforðann, þá fellur gengið - oft með brauki og bramli - og seðlabankinn tapar iðulega miklum fúlgum fjár í hendur spákaupmanna, reyni hann að verja gjaldmiðilinn framan af, áður en hann gefst upp og leyfir genginu að fara á flot.

 Þorvaldur nefnir fleira til, og einnig ýmislegt um kosti fastgengisstefnu, en mikilvægast er að menn átti sig á áhættunni sem fylgir fastgengisstefnu. Hún er engin "töfralausn" eins og að leggja niður Seðlabanka Íslands og draga hið íslenska ríki með öllu úr framleiðslu peninga.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En til hvers vorum við þá að fá lánið frá AGS? Var það ekki til þess að styrkja gengi krónunnar? Færu þá ekki þeir peningar í að halda genginu stöðugu?

Lárus (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Lárus,

Sá sjóður er nú þegar langt kominn við að halda í núverandi gjaldeyrishöft. Það þyrfti meira til.

Geir Ágústsson, 26.5.2009 kl. 21:32

3 identicon

Ertu með staðfestar heimildir um það? Síðast þegar ég vissi stóðu allir í þeirri trú að Norsarinn í Seðlabankanum væri ekki að eyða krónu (frekar dollara) í að koma genginu í almennilegt horf.

Lárus (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:36

5 identicon

Það er nú nokkuð mikið sagt að gjaldeyrisforðinn sé langleiðina búinn við þetta.  Inngripin voru 1.1. ma í apríl, nær engin í mars og álíka óveruleg mánuðina þar á undan.  Er ekki gjaldeyrisforðinn talinn í hundruðum milljarða.

Ef af einhverju svona yrði þá væri það hins vegar til þess að létta á þeim sem skulda í erlendri mynt.  Það eru aðallega fyrirtæki og þá færi kannski eitthvað að rúlla hérna.  Þetta kæmi einnig í veg fyrir gjaldþrot fjölda heimila, sem gætu skuldbreytt sér yfir í ISK.   Auk þess myndi þetta minnka efnahagsreikninga bankanna og þar með þyrfti ríkið ekki að leggja þeim til eins mikið eigið fé.

Guðjón (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:08

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Margar jákvæðar afleiðingar vitaskuld og ekki því að neita, en einnig margar neikvæðar. Mjög margar.

Geir Ágústsson, 27.5.2009 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband