Öllum boltum hent í loft upp

Hverju fyrirtæki og hverri stofnun er nauðsynlegt að endurskoða reglulega skipurit sín og endurskoða hlutverkaskiptingu innan veggja sinna til þess að ná sem mestu út úr mannauði sínum, reynslu starfsmanna, þekkingu osfrv. Yfirleitt er þetta tímafrekt ferli, enda dýrt að flytja fólk og verkefni frá einum stað til annars. Slíku fylgir alltaf ákveðin aðlögun að nýjum aðstæðum, hvort sem þau eru í formi nýrra verkefna eða samstarfsaðila, eða vegna breyttra áherslna.

Í miðri kröppustu niðursveiflu Íslandssögunnar, sem enn er verið að draga neðar og neðar í hyldýpið, ákveður ríkisstjórn Íslands að kasta svo gott sem öllum boltunum upp í loftið til að athuga hvar þeir lenda. Meira að segja sjálfri stjórn efnahagsmála er kastað úr valdamesta ráðuneytinu og í eitthvað nýtt ráðuneyti sem enn er að taka á sig mynd.

Nú má vera að hin nýja ríkisstjórn hafi hugsað þetta vel og vandlega, samtímis með að hún sturtar tugum lagafrumvarpa yfir Alþingi, en ég held samt ekki. Ekki er talað um að hagræða og skera niður, heldur eingöngu um að "gera ráðuneytin mun skilvirkari", það er - gera þeim kleift að gera enn meira fyrir sama fé. Miklu nær væri að fækka þeim verkefnum sem mjög svo upptekin yfirvöld hafa á sinni könnu, sem þau geti sinnt þeim verkefnum sem mest ríður á að leysa, og það sem fyrst. 

Hvað sem því líður þá bíð ég ennþá spenntur eftir því að hin nýja ríkisstjórn hefjist handa við að leysa efnahagsvanda Íslendinga, og hætti að róta til í skipuritum.


mbl.is Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband