Skilyrði Íslands hvað?

Með myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 10. maí 2009 hefst nýr kafli í umræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Orðaleikurinn um aðildarviðræður verður lagður fyrir alþingi. Málið snýst ekki um neinar viðræður heldur hvaða umsóknarskilyrði Íslendingar ætla að setja af sinni hálfu, ef þeir leggja umsókn fyrir ráðherraráð Evrópusambandsins. Skilyrði ESB eru skýr, allur lagapakki þess og krafa um að eiga síðasta orðið um ráðstöfun íslenskra auðlinda. Þetta er hinn kaldi veruleiki málsins, engar viðræður þarf til að átta sig á honum.

Þessi orð mælir sá maður sem sennilega hefur grafið sig dýpst í samskipti Íslands og ESB, og hugsanlegar niðurstöður innlimunarviðræðna Íslands í ESB. Sá maður er Björn Bjarnarson.

Annar maður, líka vel að sér í málefnum ESB, tekur undir þetta:

Sjálfur veit hann [Björn Bjarnarson] frá því að við sátum nokkrir þingmenn í Evrópunefndinni að allar upplýsingar um kosti og galla aðildar liggja meira og minna fyrir í skýrslu þeirrar nefndar og þeir þættir þurfa ekki frekari rannsóknar við.

Sá sem þetta mælti heitir Össur Skarphéðinsson.

Sá sem heldur því fram að ESB sé að stefna frá miðstjórnarvaldi sem hyglir stóru ríkjunum, og í átt að einhvers konar smáríkjaræði þar sem hlustað er á rödd þeirra smáu ætti að hugsa sig a.m.k. tvisvar um. Ný aðildarríki í austri, Írland og meira að segja Spánn eru núna komin út í horn, og rödd þeirra heyrist ekki.

Þeir sem efast um efasemdir mínar, og þora að taka sénsinn og innlima Ísland í ESB, eru annaðhvort hugrakkar sálir, eða huglausar, allt eftir því hvort álitið er hærra á píslavottum almættisins, eða þeim sem fremja sjálfsmorð í gjaldþroti og færa skuldir yfir á ekkju sína og börn.

Persónulega líkar mér hvorugur hópurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband