Atvinnusköpun eða auðseyðilegging

Sú hagfræði er vinsæl sem telur að eyðsla eyðslunnar vegna sé góð fyrir hagkerfið. Þetta er vond hagfræði, byggð meðal annars á ofurtrausti á gallaðri hagfræðibreytu - GDP.

Eins og segir á einum stað (og gæti alveg eins átt við um tónlistarhúsageðveiki Katrínar Jakobsdóttur):

"For instance, if a government embarks on the building of a pyramid, which adds absolutely nothing to the well-being of individuals, the GDP framework will regard this as economic growth. In reality, however, the building of the pyramid will divert real funding from wealth-generating activities, thereby stifling the production of wealth. "

Nánar hér.

Katrín, þú ert á villigötum. 


mbl.is Tónlistarhúsið verði klárað árið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Ég er sammála gagnrýninni á eyðslu eyðslunnar vegna. En er ekki ofsagt að tónlistar- og ráðstefnuhúsið muni bæta „nothing to the well-being of individuals“?

Birnuson, 19.2.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er nú ekki eins og greyið hún Katrín hafi komið þessu húsi á það byggingarstig sem það er komið núna. Hvað eigum við að gera við þetta, brjóta það niður eða breyta þessu í frystihús?

Gísli Sigurðsson, 19.2.2009 kl. 11:53

3 identicon

Atvinnubótavinna sem skilur ekkert gagnlegt eftir sig til frambúðar er af hinu vonda. En ég er ekkert endilega sammála því að tónlistarhúsið sé bara kostnaður án nokkurs ávinnings. Menningarstarfsemi er vanmetin í hagkerfinu og ef vel tekst til getur þetta kynt undir túrisma, ráðstefnuhaldi og slíku sem skilar efnislegum gæðum sem frjálshyggjupungar geta sett upp í excel. Ég hefði samt kosið að sjá peningum beitt til annara þarfari verka.

Á alþjóðavísu er nú nokkuð afgerandi stuðningur við það að ríki örvi efnahagslífið heima við með ríkulegum eyðslupökkum á kostnað skattgreiðenda.

Bjarki (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Viðkvæðið hér er sem sagt:

"Tónlistarhúsið eru nauðungarútgjöld sem sjúga nauðsynleg verðmæti úr samfélaginu og setja í stóran steypukassa sem enginn hefur efni á að nota eða reka í framtíðinni. En byggjum hann nú samt og það á tímum efnahagskreppu. Það er svo gott fyrir menningu okkar!"

Þeir sem halda í eitt augnablik að svona steypukassi muni í raun og veru afla TEKNA (t.d. í gegnum viðburði og ferðamannaiðnað) er í lófa lagt að biðja ríkið um að afhenta sér hina hálfkláruðu byggingu og klára hana fyrir eigið fé! Ég er viss um að við þeirri bón yrði vel tekið.

En nei, þess í stað er lögreglan send inn á öll heimili í landinu til að kreista þurrausin veski til að fjármagna áhugamál örfárra.

Hrokinn virðist vera takmarkalaus.

"Á alþjóðavísu er nú nokkuð afgerandi stuðningur við það að ríki örvi efnahagslífið heima við með ríkulegum eyðslupökkum á kostnað skattgreiðenda."

Þessu má svara með einföldum hætti: "That a fact is deemed true by the majority does not prove its truth." / Ludwig von Mises

Geir Ágústsson, 19.2.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband