Yfirborðskennd lýsing

Jón Daníelsson og Gylfi Zoega hafa sjálfsagt rétt fyrir sér þegar þeir með yfirborðskenndum ræða um hinn svokallaða vítahring hárra vaxta, mikillar skuldsetningar almennings og innflæðis erlends gjaldeyris til Íslands. Yfirborðskennd er lýsingin samt.

Spurningin sem enginn spyr sig að er sú: Hvað veldur því að kaupmáttur peningaeiningar (t.d. íslensku krónunnar) minnkar? 

Svarið er: Aukning á magni hennar í umferð.

Seðlabanki Íslands, samkvæmt lögum, gaf út íslenskar krónur í stórum stíl í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri (tæknilega hvernig það gerist er önnur og flóknari saga, sem ég treysti mér ekki til að endursegja).

"Verðbólga" er ekki hækkun verðlags, heldur minnkandi kaupmáttur peningaeininga vegna aukins magns á henni í umferð. Þessu gleyma flestir hagfræðingar (jafnvel viljandi), og almenningur þá sérstaklega.

Hvernig á að stöðva verðbólgu? Svarið er einfalt: Með því að stöðva aukningu á magni peningaeiningar í umferð. Hinn frjálsi markaður hefur leyst þetta með því að binda peningaeiningar við eitthvað sem verður ekki fjöldaframleitt jafnauðveldlega og pappírsmiðar með myndum af Jóni Sigurðssyni, til dæmis gull eða silfur. 

Ef  yfirvöld vilja stöðva verðbólgu þá er þeim í lófa lagt að skilgreina allar íslenskar krónur í umferð sem ákveðið hlutfall af t.d. gullbirgðum Seðlabanka Íslands. Þetta fjarlægir hins vegar stórt peningaöflunartæki úr höndum hins opinbera, sem á Íslandi þýðir lántökur í erlendum gjaldmiðlum sem umbreytast yfir í íslenskar krónur til að eyða í hin ýmsu verkefni ríkisvaldsins.

Verðbólgan er pólitískt meðvitað tekjuöflunartæki hins opinbera. Jón Daníelsson og Gylfi Zoega mættu huga að því ef þeir ákveða að setja saman aðra skýrslu.


mbl.is Vítahringur í peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fullkomlega rétt hjá þér Geir. Að auki varðandi innlegg þeirra Gylfa og Jóns, má benda á, að þeir eru á mála hjá ESB við að boða Íslendingum fagnaðarerindi Ráððstjórnarríkja Evrópu. Mér finnst það draga úr trúverðugleika þeirra félaga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.2.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Nákvæmlega. Það er þetta valdatæki sem þarf að taka úr höndum stjórnmálamanna því þeir hafa sýnt það svo ekki verður um villst að þeim er ekki treystandi fyrir því.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.2.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Einar Jón

En þarf ekki líka að afnema allar verðbætur, þar sem þær auka líka peningamagn í umferð?

Einar Jón, 16.2.2009 kl. 06:50

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Verðbætur er aðferð til að viðhalda verðmætum. Þegar við höfum tekið upp sterkan gjaldmiðil undir stjórn Myntráðs, verða verðbætur ónauðsynlegar, því að gjaldmiðillinn sjálfur heldur verðmæti sínu.

Þá verður "peningaprentun" ómöguleg, sama hversu skrautrituð "ástarbréfin" verða. Óreiðumennirnir verða sjálfir að borga vanskilaskuldir sínar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 09:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Verðbætur eru bara hækkanir á verði lána sem útlánari lætur vitaskuld flytjast út á þann sem borgar af láninu, rétt eins og eggjaframleiðandi í landi peningafjöldaframleiðslu hækkar verð sitt til neytenda.

Eða ég sé ekki betur. 

Rétt hjá Lofti að peningur sem ekki verður fjöldaframleiddur heldur verðmæti sínu og afnemur þar með þörf á verðbótum. Raunar ætti verðlag að lækka í umhverfi frjáls markaðar og stöðugra peninga, því tækniframfarir ættu að auka framleiðslu hvers einstaklings og þar með auka framboð og ef það gerist hraðar en aukning verður á eftirspurn þá voila - lækkar verð. Önnur saga samt.

Geir Ágústsson, 16.2.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Einar Jón

Ég var bara að benda á að fleiri þætti sem valda aukningu peningamagns í umferð. Nýlega ver bent á það á einhverju blogginu að únsa af gulli hefur talist passlegt verð fyrir alklæðnað "herramanns" í 2000 ár - í Rómarveldi, Ítalíu miðalda,19. aldar Bretlandi eða Hugo Boss í dag, svo gullfótur myndi eflaust vera til bóta.

En við lifum ekki í þessum fullkomna heimi sem þú ert alltaf að tala um - þar myndi kommúnismi eflaust virka álíka vel, þó að flestir viti að hann virkar ekki hér.

Einar Jón, 17.2.2009 kl. 07:32

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Þessi "fullkomni heimur" sem ég er "alltaf að tala um" er einfaldlega minn dropi sem á að hjálpa til við að hola stein statisma, óréttlætis og forræðishyggju. Innblástur minn sæki ég í eftirfarandi gullfallegu málsgrein (feitletrun er mín):

"If libertarians refuse to hold aloft the banner of the pure principle, of the ultimate goal, who will? The answer is no one, hence another major source of defection from the ranks in recent years has been the erroneous path of opportunism." (#)

...og nei, kommúnismi getur aldrei gengið upp. Það sýnir bæði sagan og rökhugsunin.

...og nei, svo auðveldlega færðu mig ekki til að leggjast niður sjálfviljugur fyrir þrælahaldi forræðishyggjufólksins og statistanna, hvort sem þeir fela sig í seðlabönkum eða þingsölum.

Geir Ágústsson, 19.2.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband