Krugman skilur ekki grundvallaratriðin

Að Paul Krugman hafi fengið nóbelinn í hagfræði hlýtur að sýna að nú sé nóbellinn ekki veittur fyrir afrek, heldur blaðsíðufjölda.

"Hann víkur síðan að eðli kreppunnar. Smáatriðin séu fáránlega flókin, en grundvallaratriðin tiltölulega einföld. Húsnæðisbólan hafi sprungið og leitt til mikil taps hjá öllum þeim sem keyptu eignir tryggðar með fasteignaveðum. Þessi töp hafi aftur orðið til þess að margar fjármálastofnanir hafi setið uppi með miklar skuldir og of lítið fjármagn til að mæta lánsþörf kerfisins. Fjármálastofnanir í vanda hafi reynt að mæta skuldum sínum og auka fé sitt með sölu eigna en þannig keyrt niður eignaverðið um leið og skert fjármagn sitt jafnvel enn frekar."

Af hverju segir Krugman ekkert um af hverju það varð til "húsnæðisbóla" eða "verðbréfabóla"? Það er vegna þess að veit ekki af hverju. Hann heldur að fólk hafi bara fundið brunn hins ódýra fjármagns og byrjað að baða sig í honum, og svo allt í einu varð hann þurr og þá hafi allt farið til fjárans.

Krugman neitar að sjá veruleikann í öðru ljósi. Af hverju? Jú, af því hann er einn af stuðningsmönnum þess kerfis sem nú riðar til falls - kerfi ríkiseinokunar á peningaútgáfu, og mikillar framleiðslu ódýrra peninga sem bankar losuðu sig við á markaðinn með því að lána til allra sem réttu upp hönd.  

Krugman er einn af hörðustu aðdáendum og stuðningsmönnum þessa kerfis. Hann neitar því vitaskuld núna og bendir fingrinum á alla aðra en sjálfa sig, en það er ekkert nýtt. 


mbl.is Nóbelsverðlaunahafi telur Breta vísa veginn út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar í sama alvitringstóni og kommúnistar forðum.

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég var að tala við dóttur mína sem er þjóðhagfræðingur og var að segja henni frá því að Krugman hefði fengið Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Hún svaraði: "Al Gore fékk þau líka". Í hennar umhverfi er Krugman ekki viðurkenndur. Fékk Gunnar Myrdal ekki einnig sömu verðlaun? Fliss

Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2008 kl. 16:16

3 identicon

Ég hugsaði einmitt líka að Krugman væri nú í góðum félagsskap Al Gore. Þessi nóbelsverðlaun eru augljóslega orðin að algjörum brandara. Sem hagfræðingur get ég engan veginn tekið Krugman alvarlega. Hann er aumkunarverð klappstýra demókrataflokksins sem misnotar tölur og tölfræði til að koma sínum fyrirfram mynduðu punktum á framfæri og kemur þannig óorði á stéttina. Ég mæli með bókinni Econospinning sem bendir á hinar ýmsar misfærslur Krugmans í dálkum hans, sumir óviljandi en aðrar ekki.

En önnur orsök sem hann minnist ekki á er þráhyggja stjórnvalda í Bandaríkjunum af félagslegri aðstoð hvað varðar home ownership (og hófst með The Community Reinvestment Act) sem í nafni réttlætis neyddi banka til að veita fólki lán sem hafði engan veginn efni á að greiða þau til baka. Þetta skældi ýmsa hvata, en það sem bætti olíu á eldinn var óbeinn stuðningur ríkisins við Fannie og Freddie, sem vinir Krugmans studdu statt og stöðugt og þáðu greiðslur frá. Hann hefur sjálfsagt gleymt þessum atriðum í allri nóbelgleðinni.

Það er kaldhæðnislegt að félagshyggjustefnur eins og þær sem hjálpuðu til við að knésetja bankakerfi heimsins munu nú fá aukinn hljómgrunn þar sem fólk eins og Krugman nær á einhvern óskiljanlegan hátt að matreiða pólitísku þvæluna sína ofan í fólk.

Anna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Þú heitir Stefán eins og einhver kommúnisti hefur sennilega heitað líka. So what?

Gunnari og Önnu þakka ég fyrir innlegg sín. 

Geir Ágústsson, 13.10.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við skulum ekki missa sjónar á því, að það var Liðhlaupinn frá Arkansas (Bill Clinton) sem í anda kommúnista aflétti eðlilegum hömlum af veðsetningu íbúðarhúsnæðis. Hann taldi að allir ættu að eignast sitt húsnæði, þótt þeir hefðu ekki efni á slíku. Aðferðin var að veita ótakmörkuð lán, út á allar naglheldar spýtur í landinu. Afleiðingarnar erum við að sjá í dag.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.10.2008 kl. 18:13

6 identicon

Stefán, hefurðu eitthvað vitrænt um athugasemdir Geirs að segja? Kennirðu ekki annars rökfærslufræði?

Snillingurinn hann Krugman er víst hafinn yfir alla gagnrýni samkvæmt smásálunum sem lepja vitleysuna upp eftir hann...

Anna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:30

7 identicon

Geir, þú ættir að kynna þér málflutning Krugmans betur. Hann hefur rakið þetta ferli og hvað hefur gerst.

Kíktu á þennan fyrirlestur með honum:

http://www.youtube.com/watch?v=4XhvG_fD0HA

Og Anna, sem hagfræðingur hefurðu væntanlega lesið eitthvað af verkum Krugmans, t.d. bókina International Economics eftir Krugman og Obstfeld. Þó hann hafi viðrað skoðanir sínar er hann eftir sem áður virtur sem fræðimaður. Vitaskuld er hann ekki hafinn yfir alla gagnrýni en hann hefur margt gott fram að færa.

bestu kveðjur.

Þórður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:24

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórður,

Krugman er uppáhald fræðasamfélagsins því hann lætur ekki binda sig af kreddum eins og "staðfestu" og "sýn" og "hugsjónum", jafnvel ekki "kenningum" - hann skiptir einfaldlega um skoðun þegar aðstæður breytast og fyrri orð hans breytast í bráðinn ís.

Að vísa í stakan fyrirlestur eftir hann (fluttur löngu eftir að núverandi ferli í fjármálaheiminum er farið af stað) er álíka góð vörn fyrir hann sem predikara einhvers með viti og að vísa í gamlar greinar hans. Þú finnur það sem þú vilt, ef þú leitar bara nógu langt eða skammt aftur í tímann.  

Geir Ágústsson, 13.10.2008 kl. 21:07

9 identicon

Þetta er árs gamall fyrirlestur eftir hann. Hann hafði varað við því sem í gangi var fyrr. Án þess þó að ég ætli í einhverja sérstaka vörn fyrir hann eða setja hann á einhvern stall, ekkert einhver svakalegur aðdáandi.

En varðandi það að láta ekki "binda sig af kreddum eins og "staðfestu" og "sýn" og "hugsjónum", jafnvel ekki "kenningum" ". Þá er skammt á milli staðfestu og hreinnar þrjósku. Vísindi breytast eftir því sem þekking manna eykst. Þeir sem stunda rannsóknir hljóta að vera tilbúnir til að kasta fyrri hugsjónum komi fram vísbendingar um að gildandi kenningar séu ófullkomnar eða jafnvel rangar. Þetta gildir í raun um hvaða fræðigrein sem er, hefði ég í það minnsta haldið.

Bestu kveðjur.

Þórður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:17

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórður,

Satt og rétt að ef einhver mælir suðupunkt vatns við 99 gráður eða 101 gráðu þá beri að endurskoða skilgreiningu Celsíus-kvarðans eða að skipta honum út fyrir t.d. Þórðar-kvarðann.

Hins vegar er ekkert nýtt eða óútskýrt eða ófyrirséð að eiga sér stað núna. Tímasetningin ein, að það hafi verið sumarið 2007 en ekki haustið eða vorið 2007, jafnvel haustið eða vorið 2008 eða 2009, þar sem allt rauk í bál og brand, er og hefur verið óvissuþátturinn. Það þarf því engar nýjar engar nýjar kenningar. Bara að Keynes og Milton Friedman sé varpað á bál sögunnar eins og Mein Kampf og Kommúnistaávarpinu. 

Geir Ágústsson, 13.10.2008 kl. 21:30

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég má til með að benda Þórði á, að hagfræði er ekki vísindi. Þetta veit hann auðvitað, en aldreigi er góð vísa of oft kveðin.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.10.2008 kl. 21:53

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Ágæt vísa það, ef við skiljum orðið "vísindi" á sama hátt (sem fræði sem byggjast á því sem er hægt að mæla endurtekið undir "stjórnanlegum" aðstæðum - náttúruvísindi nánar tekið).  

Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um það að öll "lögmál hagfræðinnar" eru vel þekkt og skrifuð í stein, og að allar ákvarðanir afskiptasamts ríkisvalds hafa vel þekkt áhrif á hið frjálsa fyrirkomulag. Nánar hér.  

Geir Ágústsson, 13.10.2008 kl. 22:19

13 identicon

Hagfræði eru í raun félagsvísindi þar sem raunvísindum er beitt þannig að ég myndi nú alveg kalla hagfræði vísindi þó að módel innan þeirra byggi að miklu leyti á hegðun fólks.

Þórður, ég hef lesið úr verkum Krugmans en ég viðurkenni fúslega að ég er enginn sérfræðingur í þeim. Kenningar hans um milliríkjaviðskipti á 8. og 9. áratugnum höfðu víst mikil áhrif á fagið, en ég get ekki ímyndað mér að hann hefði verið fyrstur í röðinni án vinsælda hans meðal almennings vegna NYT dálka sinna (sem eru að mínu mati ákaflega lítið vandaðir og uppfullir af mismeðhöndlun gagna) þó að verðlaunin hafi náttúrulega ekki átt að koma þeim nokkuð við. Af hverju fengu meðhöfundar hans t.d. enga viðurkenningu? Mér þykir erfitt að bera virðingu fyrir honum þó að hann hafi e.t.v. stuðlað að framförum á einu sviði vísindanna þegar hann virðist vera svo illa að sér á öðrum. Mér þykir einnig mjög ólíklegt að hér hafi pólitík ekki spilað rullu og er það miður.

Þó að hann hafi haft eitthvað gott fram að færa þá er það sama og betra hægt að segja um ansi marga núlifandi hagfræðinga sem hafa enn ekki hlotið þessi verðlaun.

Anna (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:37

14 identicon

Sammála þér Geir, eins og oft.

Það þarf austurrískari hugsunarhátt varðandi peningamál- og útgáfu. Ég mæli með lestri smáverks eftir M.Rothbard, "What has government done to our money". Það þarf reyndar að leiða hjá sér leiðinlega lofræðu um höfundinn í upphafi, en verkið er þörf, holl og góð lesning.

Úlfur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 16:53

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er hægt að beita vísindalegum aðferðum á öll samfélagsleg fræði, en fræði verða samt aldreigi vísindi. Til dæmis má nefna fræðigreinina stjörnuspeki, sem byggir á vísindagreininni stjörnufræði/stjarnvísindi. Ekki má láta nöfnin sem notuð eru, villa um fyrir sér. Til dæmis er stjörnufræði oft notað um stjarnvísindi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2008 kl. 20:34

16 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Við þurfum að sjá til þess að allir skilji hverjar rætur kreppunnar nú eru, að allir skilji, líka sósíalistar, að það var vegna ríkisafskipta og þau beri að minnka eins mikið og frekast er kostur.

Svo er líka mikilvægt mál við sjóndeildarhringinn: Ábyrgð stjórnmálamanna. Gera þarf stjórnmálamenn persónulega ábyrga fyrir fjármunum almennings sem þeir kasta á glæ. Það ætti að koma í veg fyrir sífelldan hallarekstur sveitarfélaga og stofnana.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.10.2008 kl. 10:00

17 identicon

algert aukaatriði en... Þannig að félagsvísindi eru rangnefni?

Anna (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:53

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Já Anna, félagsvísindi (samfélagsvísindi) er algjör della. Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 23:39

19 identicon

Jæja, reyndar er hagfræði alltaf skilgreind nokkurn veginn svona: "The social science that deals with the production, distribution, and consumption of goods and services and with the theory and management of economies or economic systems" og ég myndi segja að science=vísindi.

Ekki það að þetta skipti nokkru máli...

Anna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:36

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Smávegis til varnar minni gömlu fræðigrein


Ég er alls ekki sammála því að hagræði sé ekki vísindagrein. Ef veðurfræði er vísindagein þá er hagfræði það ennþá meira. En hagfræði (bæði þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði) er samfélagsvísindagrein sem notar verkfræi raunvísindanna einna mest af öllum vísindagreinum samfélaga okkar (prófið econometrics).

En hagfræði er ekki raunvísindi af því að við manneskjur erum ekki vélmenni. Þess vegna stóðust aldrei 5 ára áætlanir Sovétríkjanna því þær gerðu ráð fyrir að við værum vélmenni.

Sjálfur lærði ég hagfræði í 4 ár en varð "drop out" því ég mátti ekki vera að því og fór útí hagfræði í paraxís => atvinnurekstur. Þessutan var ég lélegur námsmaður.

.

Staðreyndir um kreppur

Hagfræðingar og seðlabankar geta ekki séð kreppur fyrir því þá væru þær ekki kreppur heldur einungis verkefni á borð við annan daglegan rekstur. Raunverulekinn er sá að enginn gat séð þessa kreppu fyrir, því ef allir hefðu séð þetta fyrir þá værum við öll betur sett í dag og það væri engin fjármálakreppa í gangi núna, en svo er alls ekki. Þetta er alltaf sagt um allar kreppur og krísur sem koma.

En það sem kanski á betur við um marga er það að t.d. þá ÓTTUÐUST hagfræðingar og seðlabankar kreppu. En það er allt annað en að sjá hlutina fyrir. Að óttast er ekki það sama og sjá fyrir.

útúrdúr . . . .

-----------------------------------

GRUNNATRIÐI ÓVISSU, ÓTTA og ÁHÆTTU

-----------------------------------

Áhætta: þegar talað er um áhættu í fjármálaheiminum þá þarf að hafa í huga að í þeim heimi taka einungis fáir stórir aðilar áhættu nema að það sé hægt að reikna hana út (calculated risk)

Óvissa: þetta er alger andstæða áhættunnar. Óvissa er ástand þar sem enginn tekur áhættu því það er ekki hægt að reikna hana út. Öll áhættutaka hættir. Það ríkir því óvissa. Enginn tekur áhættu fyrr en það er hægt að reikna hana út. Því þarf að útrýma óvissinni fyrst áður en menn fara að taka áhættu aftur.

Bankar í kreppu: Enginn banki mun lána öðrum banka peninga nema að hann sé viss um að lánþeginn verði á lífi þegar það þarf að greiða lánið til baka. Bankar vilja ekki þurfa að eiga við þrotabú. Í óvissuástandi mun því enginn lána neinum neitt nema viðkomandi geti fært sönnur fyrir að hann verði á lífi þegar það þarf að greiða lánið til baka. Þetta er fjármagnsþurrðin sem ríkir núna. Allir halda að allir verði dauðir eftir óákveðinn tíma. Þeir bíða því og sitja á peningunum. Bíða eftir að það drepist nógu margir til að óvissan geti minnkað og breytst í áhættu aftur. Þetta er ástandið núna og það er búið að ríka í eitt ár. Það getur ríkt í eitt ár í viðbót.

-----------------------------------

. . . . útúrdúr lokið.

Sá (hagfræðingar/seðlabankar/ríkisstjórnir) sem óttast eitthvað getur aldrei getað tekið upp mótvægisaðgerðir byggðar á ótta sínum einum því þá hefði hann verið kominn út í spámennsku. Það er í raun miklu erfiðaða að spá fyrir um næstu 3 mínúturnar í fjármálaheiminum en að spá fyrir um veðrið, því veðrinu er alveg sama um hverju þú munt spá. En á fjármálamörkuðunum þá munu allir bregðast við spám allra og 1900 miljón heilar, hver um sig með miljarða af hugsanamöguleikum - sem hugsa á 400 tungumálum samtímis - munu einnig hefja aðgerðir einmitt byggðar á þessari spá um framtíðina.

Það var vegna þessa sem eðlisfræðingurinn Isaac Newton gafst upp á hlutabréfabraski sínu í gamla daga því hann sagðist geta reiknað út gang himintungla og pláneta af miklu öryggi fyrir næstu þúsundir ára, en hann gat ekki reiknað út aðgerðir "hálf-brjálaðra og öskrandi" manna í kauphöllum næstu þrjár mínúturnar. Svo Isaac Newton yfirgaf markaðinn og fór út í svartagaldur.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband