Sem betur fer útvatnað!

Ég vona svo sannarlega að náttúruhipparnir hafi rétt fyrir sér og að yfirlýsing G-8 leiðtoganna sé útvötnuð varðandi "minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda" (lesist: heimatilbúna hækkun á orku- og olíuverði, náttúruverndarsinnum á ferð og flugi til mikilla ama, og vörubílstjórum, bíl- og strætónotendum á Íslandi sömuleiðis).

Ég vona líka að yfirlýsing þeirra sé einskis verð svona rétt eins og Kyoto-"samkomulagið" sem enginn stjórnmálamaður með ábyrgð gagnvart kjósendum hefur framfylgt svo neinu nemur (þótt ekki vanti talið). Þá fyrst að stjórnmálamenn þurfa ekki lengur að óttast kjósendur (þ.e. lenda í stjórnarandstöðu) þora þeir að tala um að hækka skatta, auka ríkisútgjöld til að gefa öðrum ríkisstjórnum (lesist: þróunaraðstoð), hækka olíu- og orkuverð almennings og skamma ríkjandi stjórnmálamenn fyrir að ráðast ekki nógu hart að lífskjörum skjólstæðinga sinna í nafni CO2-losunar.

Vonandi er yfirlýsing G-8 ríkjanna bara sú fyrsta af mörgum sem er það útvötnuð að enginn finnur sig vera skuldbundinn til að gera eitt né neitt varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, þá síst af öllu CO2-sameindarinnar. 

Þeir sem vilja sóa auði Jarðar eða fresta auðsköpun með fyrirferðamiklu ríkisvalda ættu að finna sér aðra spámenn en Al Gore. Einn ágætur og einlægur vinstrimaður er til dæmis Bjørn Lomborg, sem vill að fyrirferðamikið ríkisvald eyði í lyf og vatn frekar en örlitla kólnun sem mun fyrst eiga sér stað eftir 100 ár. Af tvennu illu er ég óneitanlega hliðhollari slíkum boðskap. 


mbl.is Yfirlýsing G-8 sögð útvötnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband