Katrín Jakobsdóttir er ekki jafnréttissinni

Á Deiglunni er nú að finna viðtöl við fjórar konur í tilefni af "kvennadeginum" svokallaða. Meðal álitsgjafa er varaformaður VG, Katrín Jakobsdóttir. Ein spurninganna sem hún er spurð að er: "Hvaða markmiðum ættum við að stefna að í jafnréttismálum fyrir árið 2015, þegar 100 ár verða liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi?"

Ekki stendur á svari Katrínar, sem hefst svohljóðandi (feitletrun er mín): "Að launamunur kynjanna verði liðin tíð og uppeldis- og umönnunarstörf verði meira metin í samfélaginu."

Nú skal enginn efast um að þegar sósíalistinn og jafnréttissinninn Katrín Jakobsdóttir talar um að eitthvað eigi að vera "meira metið" þá meinar hún að laun eigi að vera hærri - "fleiri peninga" hrópar sósíalistinn!

Enginn þarf heldur að efast um að hún nefnir sérstaklega og eingöngu uppeldis- og umönnunarstörf því þar eru: 1) Konur í miklum meirihluta, 2) þar eru laun að jafnaði lág sé miðað við margar aðrar starfsgreinar.

Hún leggur sig nánast fram við að nefna ekki starfsgreinar þar sem laun eru að jafnaði lág en þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta. Verksmiðjuvinna og byggingarvinna eru augljós dæmi sem koma fljótt til hugar. 

Nú þykir að vísu ekki eins "fínt" að smíða hús og passa krakka, en í báðum tilvikum er samt um að ræða störf sem krefjast í raun ekki mikils annars en þolinmæði, réttrar þjálfunar og skilning á nokkrum grunnhugtökum. Markaðurinn (þar sem hann er frjáls) launar eftir framboði og eftirspurn á starfsfólki sem og verðmætasköpun þess. Dýrar barnapíur eru að jafnaði minna eftirsóttar en ódýrar barnapíur,  rétt eins og verkamenn sem krefjast himinhárra launa eru sjaldnar ráðnir en þeir sem slaka á launakröfum sínum til að hreppa starfið.

Katrín Jakobsdóttir er ekki jafnréttissinni. Hún er kvenréttindasinni, og á þessum tveimur hugtökum er reginmunur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband