Þá hækkaði verð á fíkniefnum örlítið á Íslandi

Sumir lifa í furðulegum heimi bleikra skýja þar sem markaðslögmálin (og væntanlega þyngdarlögmálið líka) virka ekki eða megi elta uppi og temja með lögregluvaldi. Sumir ímynda sér að fíkniefnamarkaðurinn sé bara stundaður af heimskum glæpalýð sem enginn vandi sé að loka bak við lás og slá (eða "endurhæfa") og spurningin sé bara sú hvað eigi að eyða miklu fé í eltingarleikinn.

Lögreglunni tókst í dag að bóka eins og eitt pláss í fangelsi á Íslandi eða í Hollandi og minnka framboð eiturlyfja örlítið á íslenskum markaði. Verðlag mun þar með hækka, sem gerir fjárþörf illa haldinna fíkla þeim mun brýnni. Ekki helst þeim á vinnu eða vinum því hátt verðlag fíkniefna er fyrir löngu búið að dæma þá til vistar í svartnætti undirheimanna og þvingar þá til að láta sér rottueitursblönduð, útþynnt og skítug fíkniefni duga. Þjófnaðurinn einn stendur þeim til boða til að fjármagna neysluna og því þarf að gæta sín á lögreglunni bæði vegna "vörslu eiturlyfja" og eins vegna þjófnaðar á eignum annarra. 

Það getur vel verið að sjálfumglaðir siðapostular sofi betur á nóttunni vitandi að lögreglan er í eltingaleik við þá sem af einhverjum ástæðum eiga viðskipti sín á milli með eiturlyf. Sá svefn er hins vegar á kostnað þeirra sem sitja í ræsi samfélagsins og komast hvergi fyrir ofsóknum, ofurverðlagi og fordómum hinna sjálfumglöðu erkiengla.

Rólegur svefn eins á kostnað lífs annars. Ógeðfelldustu viðskipti sem ég get ímyndað mér.


mbl.is Maríjúana og kókaín einnig í húsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

verðið hækkar ekkert við það að gamall hippi frá Hasslandi komi með eitthvað til eigin nota... www.leap.cc 

Óskar Arnórsson, 13.6.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef honum hefði tekist að auka framboðið (þótt ekki væri nema til sjálfs síns, því þá minnkar hann eigin eftirspurn eftir efnum frá öðrum) þá eykst þrýstingur á lækkanir á götuverðinu.

Geir Ágústsson, 13.6.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er bara að lögregla er orðin öflugri og er komin með betri sambönd.

það er bara af hinu góða. það þarf bara pláss til að koma neytendum inn sem vilja það sjálfir og hætta að hafa neytendur og fíkniefnasala saman í fangelsi sem er algjör skandall..

neyslunni fylgja afbrot og tryggingarfélögin okkar 4 myndu sjá strax gróðan í því að byggja fleiri sjíkradeldir og meðferðaheimili handa þessu fólki, í bókhaldinu hjá sér. 

Tryggingarfélögin þyrftu ekkert að gera þetta í neinu samúðarskyni, bara til að græða meiri pening. besta fjárfestin sem hægt er að hugsa sér fyrir þessi fyrirtæki...og gæti lækkað iðgjöld fyrir alla í þjóðfélaginu! þetta er ekkert flókið dæmi og er fyrir löngu búið að "finna upp hjólið" í aðferðafræði svona mála.

Kanadamenn eru lengs komnir í þessu, enn Ísland er enn að kópera USA og þess vegna er allt næstum stopp í þessum málum..

Óskar Arnórsson, 13.6.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með að hætta þessum eltingarleik alveg og leyfa frjálsum félagasamtökum að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir? Þau gætu t.d. verið fjármögnuð af fólki sem fær umtalsverðar skattalækkanir þegar ríkisvaldið hættir að eyða púðri og pening í eltingarleiki við fíkla og eiturlyfjasala og "ókeypis" meðferð á fólki sem er sent með lögregluvaldi í meðferð.

Tryggingafélög taka við peningum frá frjálsum félagasamtökum rétt eins og þau taka við pening frá ríkinu. Um þau þarf ekki að ræða. 

Geir Ágústsson, 14.6.2008 kl. 19:33

5 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég er þér sammála að mestu. Það er engum greiði gerður með því að standa í þessu stríði.

Fíkniefnasmygl er fórnarlamba-laus glæpur. Því það er ekki verið að neyða neinn til að drepa sig á þessu dópi.

Menn geta sagt að þetta valdi ýmsum glæpum og ofbeldi í samfélaginu, þannig er réttlætt að veita þunga dóma fyrir fíkniefnasmygl og sölu.

En þá er verið að horfa framhjá því að stríðið gegn fíkniefnum veldur aukinni hörku í undirheimum og hækkar verð á fíkniefnum, sem eykur glæpi ennþá meira en ef þetta væri látið vera.

Svo eru þessir aumingjans menn sem standa í þessu oft meinleysis grey og eiturlyfjasjúklingar. Það á ekki að fara með sjúklinga eins og hættulega glæpamenn.

Að setja mann sem þyrfti bara helst af öllu að fara í nokkurra mánaða fíkniefna meðferð, í áralangt fangelsil, á meðan nauðgarar og hættulegir ofbeldismenn fá nokkra mánuði, er frekar skrýtið reikningsdæmi.

Viðar Freyr Guðmundsson, 14.6.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þess vegna benti ég á síðuna www.leap.cc sem eru fíkniefnalögregla, saksóknarar og dómarar sem allir eru sammála eftir meira enn 30 ára reynslu að eltast við dópsala og neytendur. þeir eru mjög sannfærandi.  3%  USA í búa voru  fíkniefnaneytendur og það eru lögregla og dómstólar sem halda uppi verðinu. Það segja þeir með rökum sem ekki er hægt að misskilja.

Tryggingarfélög græða mest á fjármögnun  hjálparstofnanna. Það er sannað líka, með þeirra eigin tölum. Og það er sannað í öllum Norurlöndum. Íslenska hjálpar sumum, enn ekki þeim sem eru skæðastir í afbrotum sem er mesti kostnaður við neyslu allt yngri neytenda.

Að öðru leyti er ég alveg sammála þér í þessu Geir, og þér líka Viðar Freyr. það er undarleg þessi stefna. Fíkniefni eru komin til að vera og því breytir enginn.

Óskar Arnórsson, 15.6.2008 kl. 03:43

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hið sama gildir um prumpufýlu - hún hverfur ekki þótt löggjafinn óski eftir því. Hins vegar má lágmarka skaðann af henni umtalsvert, til dæmis með því að líta í hina áttina og beita eingöngu ofbeldi (sjálfsvörn) ef sá sem rekur við reynir að setjast á andlitið á manni með líkamlegri valdbeitingu.

Geir Ágústsson, 28.6.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband