Of hátt hlutfall kvenna

Mig grunar að þessi hlutföll kvenna sem fréttin fjallar um séu alltof há miðað við fjölda umsækjenda/frambjóðenda af kvenkyni. Að karlar séu kerfisbundið sniðgengnir vegna tegundar kynfæra þeirra til að þjóna pólitískum rétttrúnaði.

Konur forgangsraða að jafnaði fjölskyldu og félagslífi ofar en löngum vinnustundum á skrifstofunni. Þetta er a.m.k. mín tilfinning á mínum vinnustað (í Danmörku) og heyri svipaðar sögur frá íslenskum vinnustöðum. Hvað gerist þegar einstaklingur vinnur "eingöngu" innan 40 stunda vinnurammans og vinnur "bara" þau verkefni sem fylgja starfslýsingunni? Viðkomandi er settur skör neðar í stöðuhækkunarferlinu en sá sem er nánast búinn að taka að sér stöðuhækkunina með auknu vinnuálagi án þess þó að hafa hlotið hana formlega.

Yfirmenn af kvenkyni skora yfirleitt hátt í mælingum á starfsánægju undirmanna. Þær eru, að karlmönnum ólöstuðum, vandvirkar og samviskusamar og leggja mikið upp úr því að skila verkefnum vel af sér (ég hef beina reynslu af því úr bæði námi og vinnu). En hvað sem því líður þá eru konur, að jafnaði, ekki að gera það sem til þarf til að klífa metorðastigann til enda. Til þess vantar þær, að jafnaði, forgangsröðun sem er vinnustaðnum í hag og félags- og fjölskyldulífi í óhag. 


mbl.is Konur 13% stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ oft nákvæmlega sömu tilfinningu.  Eftir nokkur þúsund ára þróun mannkynsins fynnst mér líklegt að það sé í eðli karlmannsins að vinna meira þegar ábyrgðartilfinninfin sem fylgir barneignum hellist yfir hann en það gagnstæða gerist hjá konum, þær vilja eyða meiri tíma með barninu og annast það (sem meikar í raun mun meiri sens en hitt).

Ég held samt að þetta hlutfall muni þó jafnast til muna eftir því sem á líður vegna vaxandi hlutfalls kvenna í háskólanámi.  Það er ekki hægt að lesa út úr þessum könnunum hvað fólk hefur þurft að leggja að mörkum til þess að komast í tilteknar stöður.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég hugsa oft með mér þegar þær fara heim á slaginu 5: 'Þetta er þá ástæðan fyrir þessum launamun.. Stimpilklukkufólk er bara einfaldlega verri starfskraftur. Ég vinn meira og er betur inni í starfinu, fórna tíma mínum fyrir fyrirtækið, 'tek einn fyrir liðið' ..auðvitað á ég að fá hressilega meira borgað!'

Viðar Freyr Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband