Er núna von á stórri sprengju í opnun nýrra matvöruverslana?

Samkeppniseftirlitið hefur nú komist að þeirri niðurstöðu (óbeint) að á Íslandi sé stórkostlegt pláss fyrir gríðarlega fjölgun matvöruverslana sem hafa gríðarlegt rými til að leggja ríflega á vörur en samt minna en lagt er á í matvöruverslunum í dag, og græða vel á straumi viðskiptavina í leit að betri kjörum.

Eða hvað? Við sjáum hvað setur. Miðað við hanagalið í þeim sem hrópa "einokun", "fákeppni" og "samráð" þá er ekki annað að sjá en að sprengja verði mjög bráðlega í opnun nýrra matvöruverslana á Íslandi. Mér segir samt hugur að hanagalið sé ekkert meira en ...hanagal! Á meðan þurfa þeir sem stunda innkaup og reka matvöruverslanir að sitja undir þungum ákúrum sem enginn vill láta reyna á með því að hefja samkeppni við þá.

Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir að láta verkin tala. Aðdáendur Samkeppniseftirlitsins láta orðin tala, ekki verkin. Um þjóðerni þeirra vil ég því ekkert fullyrða. 


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband