Obama varar við sterkum lífeyrissjóðum

Það er ekki lítið athyglisvert að fylgjast með Íslendingum taka undir viðvörunarorð Barack Obama gegn lífeyrissjóðakerfi að hætti Íslendinga, þar sem einstaklingar leggja í lífeyrissjóði, í stað þess að borga í kerfi þar sem greiðslur inn í kerfið í dag eru notaðar til að fjármagna greiðslur úr kerfinu í dag.

Vantar hagfræðikennslu í íslenskt skólakerfi? Ó já!


mbl.is Obama hjólar í Bush og McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Þór Atlason

Sæll og blessaður Geir

Það var ekki talað um það í þessari frétt að nágranni minn Obama sé á móti einkarknum lífeyrissjóðum.  Hann er reyndar á móti því að einkavæða social security, sem eru almannatryggingarnar hér í USA.  Það er ekki alveg sami hluturinn.  Bandaríkjamenn leggja að öllu jöfnu töluvert meira til hliðar í einkarekna sjóði en sem nemur greiðslum til social security.

Óli

Óli Þór Atlason, 19.5.2008 kl. 06:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Ég þakka ábendingu þína. En Social Security minnir nú samt á gegnumstreymislífeyrissjóði landa eins og Danmerkur og Frakklands, og er óneitanlega ákveðin andstaða við sparnaðarkerfið á Íslandi. Margir treysta á að Social Security "skatturinn" sjái fyrir þeim í ellinni. Obama boðar engar breytingar á því.

Geir Ágústsson, 19.5.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Óli Þór Atlason

Geir,

Á Íslandi erum við líka með kerfi sem er eins og social security.  Það er ellilífeyrir sem Tryggingastofnun greiðir.  Það er hinsvegar mjög algengt að fólk leggi fyrir sjálft til að þurfa ekki að treysta á Tryggingastofnun.

Obama vill að það verði til það sem hann kallar "automatic workplace pensions",  kerfi sem gerir auðvelt fyrir fyrirtæki að draga lífeyrissparnað frá launaseðlum og leggja inn á tiltekinn reikning eða sjóð.  Þetta hljómar í raun ekki ósvipað íslenska kerfinu, nema hvað að það er fullkomnlega frjálst, sem hlýtur að vera nokkuð sem þú kannt vel við.  Maður verður hinsvegar að skrifa undir skjal ef maður vill ekki taka þátt í þessum frjálsa lífeyrissparnaði.

Hvað varðar það að fólk treysti á social security í ellinni, þá ætlar Obama líka að fara í sérstakar aðgerðir til að hvetja fólk til að leggja fyrir aukalega.  Ég mæli með að þú kynnir þér þetta betur, hér er ágætt kynningarplagg um málið.

http://www.barackobama.com/pdf/retirementFactSheet.pdf

Obama 2008 !

Óli Þór Atlason, 19.5.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Þetta lítur allt ágætlega út í fljótu bragði. Mikilvægast er að ekki bara R séu nú að gera sér grein fyrir að Social Security er ekki "sustainable" (tekjur inn - tekjur út < 0, eftir lítil 10-15 ár). 

Geir Ágústsson, 19.5.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband