Sviss norðursins

Það var kominn tími til að Íslendingar hætti að grýta höfnina sína með því að refsa fyrirtækjum fyrir að hagnast á sölu hlutabréfa. Ísland er nú fyrir alvöru byrjað að blanda sér í baráttuna um að laða til sín stór og sterk alþjóðleg fyrirtæki sem auka enn úrval vel launaðra starfa á Íslandi. Tími til kominn.

Vitaskuld munu einhverjir undrast á þessari skattaniðurfellingu og tala um "forgangsröðun" og dekstur við hina ríku, en slíkt tal á ekki að taka of alvarlega. Það er enginn verr settur ef Ísland byrjar að draga að sér fjármagn, störf, höfuðstöðvar stöndugra fyrirtækja og allskyns sjóði og fjármálafyrirtæki. Jú, vissulega eru þeir enn til sem telja að á frjálsum markaði sé hagnaður eins ígildi taps hjá öðrum, en slíku fólki má benda á lesefni til að leiðrétta þann misskilning.

Megi nú ríkisstjórnin halda áfram að vinna að því að fækka þjófnuðum ríkisvaldsins og minnka þá. Næsta skref gæti t.d. verið að afnema skatt á hagnað fyrirtækja, lækka tekjuskattinn niður í 10-15% í einum rykk (og fella niður persónuafsláttinn í staðinn) og fella niður erfðaskattinn, svo fátt eitt sé nefnt. Ef á móti vantar tillögur um niðurskurð á ríkisbákninu þá er af nægu að taka þar!


mbl.is Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Samanburðurinn í titlinum er ekki alveg réttur.

Í Sviss eru fjármagnstekjur fyrirtækja skattlagðar að fullu. Þar greiða einstaklingar hins vegar engan skatt af fjármagnstekjum.

Hér erum við Íslendingar frekar að feta í fótspor Norðmanna (sem skattleggja ekki söluhagnað fyrirtækja af hlutabréfum), eða þá Dana (sem skattleggja heldur ekki slíkan hagnað, en þó með því skilyrði að bréfin hafi verið í vörslu þess fyrirtækis sem selur í a.m.k. þrjú ár).

Um þetta allt saman má lesa hér

Þarfagreinir, 15.5.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er auðvitað með þeim fyrirvara að Wikipedia hafi rétt fyrir sér, og að ég hafi skilið hana rétt. Leiðréttingar eru vel þegnar.

Þarfagreinir, 15.5.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka góða punkta, og notaði nú bara samanburðinn í því skyni að líkja Íslandi við (vænlega) fjármálamiðstöð en ekki að Íslendingar api eða séu að apa að öllu leyti eftir skattkerfi Svisslendinga (eða Norðamanna, Hollendinga, osfrv.).

Geir Ágústsson, 15.5.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Var að panta nokkra hluti á netinu frá amríku.. þurfti að borga tolla, vask og gjöld sem voru hærri summa en samanlagður kostnaður þess sem ég keypti... svo fyrir utan sendingarkostnað.

Fjandans ríkis þjófnaður!!

Viðar Freyr Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband