Gömlu fólki haldið í gíslingu

Greyið þeir Danir sem hafa ekki tryggingar sem hleypa þeim inn á einkareknar stofnanir í Danmörku. Vinnuveitandinn minn hér í landi sér sig meðal annarra knúinn til að tryggja starfsmenn sína svo þeir séu ekki upp á náð og miskunn danskra verkalýðsfélaga (með digra verkfallssjóði) komnir þegar útblásið og fjárþyrst ríkisvaldið dansar ekki eftir þeirra höfði.

Á meðan verkfræðingar og fleira skrifstofufólk vinnur þann 1. maí í Danmörku þá sitja aðrir í dönsku grasi og hella sig blindfulla og hrópa ókvæðisorð að því kerfi sem hefur lyft lífskjörum mannkyns hærra en nokkurt annað kerfi. Hvaða kerfi er það? Jú kapítalismi vitaskuld.

Nú hafa flest dönsk verkalýðsfélög sem betur fer ákveðið að segja meðlimum sínum að byrja á ný að vinna fyrir laununum sínum og hætta þiggja greiðslur úr digrum verkfallssjóðum, fjármagnaðir með háum iðgjöldum (sem greiðast af launum fyrir skatt, svona til að kóróna vitleysuna).

Gamalt fólk getur nú aftur komist í bað. Gíslunum hefur verið sleppt. 


mbl.is Hjúkrunarfræðingar standa enn á sínu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skandinavískur sósíalismi?!?

Skoðaðu málið aðeins betur...

Hjalti (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta var þunn athugasemd sem ég get því miður ekki nýtt til eins né neins.

Geir Ágústsson, 6.5.2008 kl. 17:02

3 identicon

 Það er fólk með sömu skoðanir og þú sem reynir það sem það getur til að halda starfsfólki heilbrigðiskerfisins í gíslingu með því að höfða  til samvisku þess, þegar það á ekkert annað eftir en að fara í verkfall til að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína.  Heilbrigðis starfsmenn í danmörku fara ekki í verkfall til að níðast á gömlu fólki og láta það daga uppi í skít, flest þetta fólk á sem betur fer einhverja fjölskyldu sem hugsar um það og þeir sem ekki eiga það fá *neyðaraðstoð* sem kallað er. Þú getur virt það við fólkið að það allavega undirbýr verkfallið vel og tryggir bæði gömlu fólki og börnum sem ekki geta verið án dagvistunar þá aðstoð sem telst alger nauðsyn. 

Það er bara að virða þeirra vinnu aðeins meira ef fólk getur ekki sinnt sínum eigin fjölskyldu meðlimum öðruvísi en grenjandi í stuttan tíma.

Katala (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Katala,

Það er eitt að leggja niður vinnu. Það get ég gert á morgun án þess að beita ofbeldi þótt vissulega eigi ég á hættu að missa starfið mitt.

Hið lögvarða verkfall sem meinar atvinnurekendum með lögum að fylla í óunnar stöður (gefið að hæft starfsfólk finnist sem sættir sig við kjörin) - það er önnur saga, og það heitir að halda í gíslingu.

Raunar ættu verkalýðsfélögin að beita allt annarri aðferð en verkfalls"vopninu" (já þetta er vopn þegar lögin eru eins og þau eru) og óska í staðinn eftir því að ríkisvaldið einkavæði allt mennta- og heilbrigðiskerfið. Það hefur sýnt sig að vera ljómandi fín leið til að innleiða "ofurlaun" og hvað það nú kallast í t.d. bankageiranum.

Geir Ágústsson, 6.5.2008 kl. 19:47

5 identicon

Fólk verður að fá mannsæmandi laun Geir. Ef að það heldur áfram að vera svona mikill flótti úr þessum stéttum verður hvort eð er ENGINN Til að hugsa um þetta sama fólk og er að þjást núna í verkfallinu. Þú hefur aldrei unnið sem hjúkrunarfræðingur og ég geri ráð fyrir að þú hafir aldrei unnið á spítala og þess vegna komir þú fram með svona gífurlega heimskulega færslu.
Það er augljóst að ef að fólk finnst því ekki vera að fá laun þess virði sem menntunin tekur þá vill það ekki vinna þá vinnu.
Hver á þá að vinna þessi störf snillingur? Og ein abending hérna...fyrst að þú ert staddur í Danmörku og þér finnst þetta svona agalega slæmt ástand(sem það er auðvitað) og að fólk eigi bara að halda sér saman og taka það sem því er gefið, farðu þá sjálfur að vinna svona vinnu. Fyrst að þér finnst það svona gott þá endilega leggðu þitt af mörkunum.

....og JÁ, ég er hjúkrunarfræðingur í Danmörku en er alvarlega að íhuga það að hætta og fara að læra læknisfræðilega verkfræði þar sem hjúkrun er helvítis illa borguð þræla og vanþakklætisvinna.

Iris (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Íris,

Vandamálið er fyrst og fremst það að hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og aðstoðarfólk á hjúkrunarheimili (ég hef einmitt fyllt slíka stöðu) geta bara samið við einn atvinnuveitanda, og sá atvinnuveitandi skrifar einn samning og samþykkir eina launatöflu sem heilu stéttirnar (sem innihaldi mishæfa einstaklinga) þurfa að troða sér inná og geta ekki mómælt því öðruvísi en að segja upp.

Lögvarin lokun á stofnunum sem fólk treystir á er óverjanleg aðgerð með öllu. Ofbeldislausa leiðin - að fjölga atvinnuveitendum fyrir hjúkrunarfræðinga og fleiri - t.d. með stórfelldu útboði á rekstri og einkavæðingum, er miklu vænlegri til árangurs. 

Af hverju heldur þú að ég hafi ekki hætt í verkfræðináminu til að gera hlutastarf mitt sem framhaldsskólakennari að fullu starfi? Starfið var ekki leiðinlegt (og frekar notalegt), en ríkisvaldið er leiðinlegur einokunar-atvinnuveitandi. Vanþakklætið tek ég ekki svo nærri mér á meðan kúnninn er ánægður.

Ég vil svo brýna fyrir þeim sem skrifa athugasemdir á þessa síðu að forðast uppnefni á persónum sem og aðra ókurteisi.

Geir Ágústsson, 6.5.2008 kl. 21:33

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er örlítið lesefni um sænsku leiðina út úr vandamálum ríkisrekstursins (lág laun, óánægt starfsfólk, biðlistar, vaxandi kostnaður og minnkandi þjónusta) í heilbrigðiskerfinu.

Geir Ágústsson, 6.5.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband