Blind trú á loftslagsvísindi er sósíalismi í dulargervi

"Ekki er vísindamönnum treyst til að segja fyrir um jarðskjálfta og eldgos með meira en nokkurra klukkustunda fyrirvara (yfirleitt mun minna). Margir efast um getu vísindanna til að áætla sjálfbært aflamark á fisknum í sjónum. Veðurspáin hlýtur yfirleitt vissa tortryggni og af fæstum talin marktæk meira en örfáa daga fram í tímann. Margir algengir sjúkdómar blómstra enn víða um heim þrátt fyrir að vísindamenn hafi haft þá til meðhöndlunar svo áratugum skiptir. Oftrúin á vísindin er hvergi til staðar nema þar sem dyr alheims-sósíalismans virðast ætla opnast upp á gátt. Á bál þessarar oftrúar vilja margir kasta hinni kapítalísku iðnvæðingu sem nú loksins er byrjuð að breiðast almennilega um heiminn."

Meira hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hmm, þú ert farinn að hljómar eins og Creatonistarnir í Bandaríkjunum, vísindamenn heimsins eru ekkert annað en kommatittar og hippar í dulargervum . Jæja, ég ætla ekki að stöðva þig í þessum málflutningi þínum, hann er alveg æðislegur í alla staði.

Ísleifur Egill Hjaltason, 29.4.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er einfaldlega að segja að vísindaKENNINGAR eigi að meðhöndla sem nákvæmlega það - kenningar - og ekki kasta frá sér öllu til að hlaupa á eftir þeim.

En úr því þú ert að uppnefna þá get ég sosem speglað það með því að kalla þig jarðmiðjumann eða Jörðin-er-flöt mann. Það er jú hin "viðtekna" skoðun eða var það þar til t.d. kaþólska kirkjan árið 1989 viðurkenndi formlega að Jörðin væri ekki miðja alheimsins!

Geir Ágústsson, 29.4.2008 kl. 06:29

3 identicon

Ótrúlega vel að orði komist og hverju orði sannara.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:27

4 identicon

"Ég er einfaldlega að segja að vísindaKENNINGAR eigi að meðhöndla sem nákvæmlega það - kenningar - og ekki kasta frá sér öllu til að hlaupa á eftir þeim.

En úr því þú ert að uppnefna þá get ég sosem speglað það með því að kalla þig jarðmiðjumann eða Jörðin-er-flöt mann. Það er jú hin "viðtekna" skoðun eða var það þar til t.d. kaþólska kirkjan árið 1989 viðurkenndi formlega að Jörðin væri ekki miðja alheimsins!"

Skoðun og vísindaleg kenning er ekki einu sinni nálægt því að vera sami hluturinn, það voru eftir allt saman vísindin sem að sýndu fram á það að jörðin væri hvorki miðja alheimsins né að hún væri flöt.

Ég get aftur á móti verið sammála að viðbrögðin við loftslagsbreytingum (og þá sérstaklega ESB í heild sinni) eru sósíalismi í dulargervi, en það breytir ekki vísindunum fyrir því.

Maynard (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband